Laufey Lín Jónsdóttir

íslensk söngkona og lagahöfundur

Laufey Lín Bing Jónsdóttir (f. 23. apríl 1999), þekkt sem Laufey, er íslensk söngkona og lagahöfundur. Hún semur popptónlist með vægum djassáhrifum. Móðir Laufeyjar er kínversk og spilar á fiðlu en faðir hennar íslenskur.[3]

Laufey
Laufey árið 2021
Laufey árið 2021
Upplýsingar
FæddLaufey Lín Bing Jónsdóttir[1]
23. apríl 1999 (1999-04-23) (25 ára)
Reykjavík, Ísland
Önnur nöfnLín Bing / 林冰[2]
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
Ár virk2020–í dag
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • píanó
  • gítar
  • selló
Útgáfufyrirtæki
Vefsíðalaufeymusic.com
Laufey kemur fram með Manila Philharmonic Orchestra í Manila, Filippseyjum, þann 28. maí 2024.

Laufey spilaði 15 ára á selló fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.[4] Hún sigraði Söngkeppni Samfés árið 2014.[5] Árin 2014 og 2015 tók hún þátt í Ísland Got Talent og The Voice Iceland þar sem hún komst í undanúrslit.[4] Árið 2018 hóf hún nám við Berk­lee-tón­list­ar­há­skólann í Boston í Bandaríkjunum á forsetastyrk.[6] Hún útskrifaðist þaðan árið 2021.

Fyrsta smáskífan hennar, „Street by Street“, kom út árið 2020 og sló í gegn í útvarpi. Árið 2021 gaf hún út sína fyrstu stuttskífu, Typical of Me. Ári síðar kom út fyrsta breiðskífa hennar, Everything I Know About Love, sem komst á vinsældalista á Íslandi og í Bandaríkjunum. Laufey hóf að spila með listamönnum á Englandi og kom fram á BBC. Árið 2022 kom hún fram í þætti Jimmy Kimmel Live! í Bandaríkjunum.[7] Sama ár var hún mest streymdi djasslistarmaður á Spotify með 425 milljónir streyma.[8]

Önnur breiðskífa hennar, Bewitched, kom út 8. september 2023 og hlaut tilnefningu í flokki hefðbundinnar popptónlistar á 66. árlegu Grammy-verðlaunahátíðinni.[9] Svo fór að Laufey vann verðlaunin.[10]

Fyrsta smáskífa plötunnar, „From the Start“, komst á vinsældalista í nokkrum löndum. Í kjölfarið tilkynnti hún um tónleikaferðalag um Norður-Ameríku, Bewitched: The Goddess Tour, til að kynna plötuna, en það hófst þann 8. apríl 2024 í Vancouver í Kanada.[11]

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta

Tónleikaplötur

breyta

Stuttskífur

breyta
  • Typical of Me (2021)
  • The Reykjavík Sessions (2022)
  • A Very Laufey Holiday (2022)
  • Christmas With You (með Norah Jones) (2023)

Tilvísanir

breyta
  1. 18. nóvember 2023, Íslendingabók - Laufey Lín Bing Jónsdóttir (23. apríl 1999) Íslendingabók
  2. 28. ágúst 2023, Orchestra celebrates the nation's musical youth China Daily
  3. Jacob Ugalde (30. apríl 2021). „Interview: Laufey and the beauty of making it up as you go“. From the Intercom (enska). Sótt 31. ágúst 2022.
  4. 4,0 4,1 Jónsdóttir, Svava (1. september 2022). „Tónlistarkonan Laufey: „Þetta er eins og í kvikmynd" -“. Mannlíf.is. Sótt 29. desember 2023.
  5. „Söngkeppni Samfés 2014 - Siguratriðið - 105 - Vísir“. visir.is. 10. mars 2014. Sótt 31. desember 2023.
  6. „Á forsetastyrk til Berklee“. www.mbl.is. 11. júní 2018. Sótt 29. desember 2023.
  7. „Laufey sló í gegn hjá Jimmy Kimmel“. www.mbl.is. 20. nóvember 2023. Sótt 29. desember 2023.
  8. „Seldist upp á tónleika Laufeyjar á örskotsstundu“. www.mbl.is. 15. september 2023. Sótt 29. desember 2023.
  9. Markúsdóttir, Erla María (10. nóvember 2023). „Laufey Lín tilnefnd til Grammy-verðlaunanna“. Heimildin. Sótt 29. desember 2023.
  10. Laufey hlaut Grammy-verðlaun Vísir, sótt 4/2 2024
  11. Guðnason, Kristinn H. (5. desember 2023). „Laufey tilkynnir Ameríkutúr – Syngur í flottustu tónleikahöllunum“. DV. Sótt 29. desember 2023.

Tenglar

breyta