Kauphöllin í New York

Bandarísk kauphöll

Kauphöllin í New York (enska: New York Stock Exchange, skammstafað NYSE) er stærsta kauphöll í heimi. Á íslensku er oftast vísað til hennar sem Wall Street[1] í daglegu tali. Í febrúar 2015 var verðmæti fyrirtækja í kauphöllinni í New York metið á um 16.600 milljarða Bandaríkjadali eða 2.193.615 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins 12. maí 2015.

Merki Kauphallarinnar í New York

Kauphöllin í New York er í eigu keðjunnar Intercontinental Exchange. Það er bandarískt eignarhaldsfyrirtæki sem er sjálft á skrá NYSE.

Dagleg viðskipti nema um 169 milljörðum dala eða um 22.084 milljörðum íslenskra króna miðað við ofangreint gengi. Alls eru um 2.800 fyrirtæki í kauphöllinni. Í júlí 2004 voru 28 af 30 fyrirtækjum Dow Jones-vísitölunnar skráð í New York-kauphöllinni.

Í kauphöllinni er svokallað viðskiptagólf. Þar keppast menn um kaup og sölu með látum, hrópa sem hæst og bjóða þau verðbréf til sölu, sem þeir hafa til umráða. Í kauphöllinni eru 21 herbergi sem nýtast til viðskipta.

 
Verðbréfahöllin í New York árið 1882

Fyrstu heimildir um verðbréfaviðskipti í New York milli svokallaðra verðbréfamiðlara er rakið til Buttonwood-samkomulagsins.[2] Áður hafði verðbréfum verið miðlað af uppboðshöldurum, sem sáu um uppboð á varningi á borð við hveiti og tóbak. Upphaflega voru viðskipti með skuldabréf að mestu ríkisskuldabréf, t.d. svokölluð Stríðsskuldabréf og einnig skuldabréf í First Bank of the United States[3].Fyrstu verðbréfin voru ríkisverðbréf að mestu og voru þau stríðssjóðir úr sjálfstæðisbaráttunni 1775 til 1783 og hlutabréf í First Bank of the United States.[3] Þess ber að geta að hlutabréf í New York-banka voru ekki ríkisbréf og voru þau meðhöndluð sem slík.[4] Þann 17. maí 1792, samþykktu 24. verðbréfamiðlarar Buttonwood samkomulagið, sem kvað á um umboðslaun, sem viðskiptavinir voru krafðir um, ásamt upplýsingaskyldu miðlara. Verðbréfamiðlarar í New York, sem unnu samkvæmt Buttonwood-samkomulaginu, hófu árið 1817 innleiðingu á endurskipulagningu á markaðnum. Sendinefnd fór til Philadelphia í þeim tilgangi að skoða skipulag verð- og hlutabréfaviðskipta. Í kjölfarið voru samþykktar reglur varðandi viðskiptasiðferði og formlega yfirstjórn verðbréfaviðskipta

Eftir þessa endurskipulagningu, þar sem formleg tilurð NYSE (New York Stock and Exhange Board) varð til, hófu verðbréfamiðlararnir þar að leigja út aðstöðu, sem sérstaklega var ætluð til skuldabréfaviðskipta sem áður höfðu farið fram í ,,Tontine Coffee House"[5]. Á árunum 1817 til 1865 voru þessi viðskipti hýst á ýmsum stöðum, þar til núverandi staðsetning varð fyrir valinu. Með bættum aðferðum og tækninýjungum tók NYSE forskot í samkeppninni við Philadelphia og árið 1869 var meðlimaskyldu komið á, sem aukist hefur jafnt og þétt síðan.

Allt frá 19. öld og fram á fyrstu ár 21. aldar hafa miklar sveiflur einkennt kauphallarviðskipti með reglulegu millibili. Ríkisafskipti urðu í auknum mæli áberandi með vaxandi setningu reglugerða, sérstaklega í kjölfar hrunsins árið 1930, sem orsakaði heimskreppuna miklu.

Nokkrir atburðir marka leið kauphallarinnar á Wall Street að því sem hún er í dag. Ítarlegar greinar má finna á ensku um Kauphallarhrunið 1929(en); svarta þriðjudaginn 1929[6], svarta mánudaginn 1987[7], smákreppuna 1989, (sem kennd var við föstudaginn þrettánda)[8] smáhrunið 27. október 1997[9] og áhrif á efnahagslífið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001[10].

19.öld og upphaf 20.aldar

breyta

Með tilkomu rafskilaboða milli New York og annarra markaða óx markaðurinn í New York langt fram yfir þann sem var í Philadelphia.[11]Borgarastríðið 1861 til 1865 jók gríðarlega á spákaupmennsku í New York.[12] Frá árinu 1869 þurftu allir aðilar kauphallarinnar að vera eignfærðir og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan. Á síðasta hluta 19. aldar mátti svo sjá gríðarlega aukningu í verðbréfaviðskiptum.

Árið 1898 var stofnaður „Stock Exchange Luncheon Club“ sem upphaflega var staðsettur á sjöundu hæð byggingarinnar á Wall Street.[13] Árið 1903 var hann fluttur yfir á Broadway. Þessum klúbbi var lokað árið 2006 eftir meira en aldar starfsemi. Langur biðlisti var í klúbbinn og takmarkaðist fjöldi meðlima við 200.

Fyrri heimstyrjöldin og millistríðsár 1918-1935

breyta

Þann 31. júlí 1914 var kauphöllinni í New York lokað skömmu eftir upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar en var opnuð aftur að hluta 28. nóvember sama ár í þeim tilgangi að efla stríðsrekstur með sölu skuldabréfa. Kauphöllin var opnuð að fullu á ný um miðjan desember.

Þann 16. september 1920 sprakk sprengja beint fyrir utan byggingu kauphallarinnar á Wall Street[14]. Sprengjan banaði 33 manns og yfir 400 manns særðust. Sprengjumennirnir fundust aldrei. Byggingar kauphallarinnar, JP Morgan(en) og fleiri fyrirtækja, bera enn merki þessarar sprengjuárásar.

Hrunið, sem átti sér stað á svarta fimmtudeginum (Black Thursday)[15] þann 24. október 1929 og söluglundroðinn í kjölfarið, eru jafnan nefndar sem megin ástæður kreppunnar miklu(en). Í viðleitni sinni við að auka á traust fjárfesta setti kauphöllin í gang áætlun í fimmtán liðum, þann 31. október 1938, sem miðaði að þvi að auka vernd og öryggi fyrir almenna fjárfesta.

Þann 1. október 1934 var kauphöllin skráð og viðurkennd af viðskipta- og verðbréfaráði Bandaríkja Norður-Ameríku,[16] með forseta og 33 manna stjórn, sem opinber miðlari með ríkisverðbréf. Þann 18. febrúar 1971 var stofnað um þetta félag, sem ekki var rekið í gróðaskyni. Við þá breytingu fækkaði stjórnarmeðlimum í 25.

Lok seinni heimstyrjaldar til loka kalda stríðsins

breyta

Abbie Hoffman[17] var þekktur anarkisti og aktívisti. Ein af hans þekktari aðgerðum átti sér stað árið 1967 þegar hann fór fyrir hópi ungra anarkista (Yippie)[18] inn í gallerí kauphallarinnar. Þar dreifðu anarkistarnir talsverðu magni af venjulegum Bandaríkjadölum í bland við platdollara yfir viðskiptagólfið beint fyrir neðan. Sumir verðbréfamiðlaranna mótmæltu gjörningnum með bauli meðan aðrir hirtu peningana upp. Fjölmiðlar tóku hratt við sér og áður áður en kvöldið var liðið hafði heimsbyggð öll frétt af þessu uppátæki. Síðar lagði kauphöllin 20.000 Bandaríkjadali í að loka galleríinu með skotheldu gleri. Hoffmann ritaði áratug síðar „Við höfðum ekki samband við fjölmiðla. Á þessum tíma höfðum við hvorki hugmyndaflug né vitneskju um að það væri eitthvað til sem héti fjölmiðlaviðburður“.

19. október 1987 féll Dow Jones iðnaðarvísitalan (DJIA)[19] um 508 stig, sem þýddi 22,6% tap á einum degi – næst stærsta dagsfall vísitölu í kauphöllinni var orðið að veruleika. Mánudagurinn svarti[7] leiddi af sér hinn hræðilega þriðjudag, dagurinn þar sem kauphallarkerfin virtust ekki virka sem skyldi og áttu sumir erfitt með að klára viðskipti sín þann daginn.

Tæpum 2. árum síðar, þann 13. október 1989[20], varð annað hrun á Dow Jones iðnaðarvísitölunni. Þetta hrun var afleiðing viðbragða markaðarins við fréttum um 6,75 milljarða Bandaríkjadala skuldsetta yfirtöku á UAL corporation(en), móðurfyrirtæki United Airlines [21] sem varð fyrir miklum skakkaföllum. Þegar samningurinn fór í gegn ýtti það undir hrun á skuldabréfum í ruslflokki (Junk Bonds)[22] sem leiddi af sér að Dow Jones vísitalan féll um 6,91% eða niður um 190,58 stig.

Lok 20.aldar og upphaf 21.aldar

breyta

Árið 1997 varð svipaður glundroði í fjármálaheiminum sem kallaðist Asíuhrunið (The Asian Financial Crisis)[23]. Þann 27. október 1997 féll Dow Jones iðnaðarvísitalan um 7,18% að virði (554,26 stig) á sama hátt og flestir markaðir féllu. Þetta varð þekkt sem smáhrunið 1997.[24][25] og Dow Jones jafnaði sig fljótlega eftir það. Þetta var í fyrsta sinn sem útsláttarfyrirkomulagið var virkjað. 

Þann 26. janúar árið 2000 urðu uppþot við kauphöllina þegar Michael Moore var við tökur á laginu „Sleep now in the fire[26] með hljómsveitinni Rage Against the Machine.[27] Hljómsveitin og myndatökuliðið hugðust arka inn í kauphöllina en þeim var vísað út af öryggisvörðum. Þessi uppákoma truflaði ekki viðskiptin í kauphöllinni. Stór hluti myndbandsins var hins vegar tekinn upp utan við kauphöllina.

 
Hert öryggi við NYSE eftir árásirnar 11.september

Í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september 2001 var kauphöllinni lokað í fjögur viðskiptatímabil. Viðskiptatímabilin eru þrjú yfir daginn; morguntímabil fyrir opnun kauphallar, reglulegt opnunartímabil kauphallar og kvöldtímabil, eftir lokun kauphallar. Venjulega standa tímabilin fyrir og eftir lokun í um hálfa klukkustund og er þá ekki síður hamagangur í öskjunni. Þetta var í eitt af afar fáum skiptum sem kauphöllin hefur verið lokuð lengur en eitt tímabil og eingöngu í þriðja sinn síðan 1933.

21.öldin og sameining við Archipelago

breyta

Þann 21. apríl 2005 tilkynnti NYSE samruna við Archipealgo, sem var helsti keppinautur NYSE.[28] Markmið þess og tilgangur var að auka aðkomu almennings að verðbréfaviðskiptum og að endurskipuleggja NYSE sem fyrirtæki í opnum viðskiptum. Árið 2006 hóf þetta sameinaða fyrirtæki að starfa undir merkjum NYSE Group. Ári síðar gekk í gegn samruni við Euronext, sem er sameinaður verðbréfamarkaður Evrópu. Með því varð NYSE Euronext til, sem var fyrsta kauphöllin sem starfaði beggja vegna Atlantshafsins.[29]

2006-2014

breyta

Kauphöllin í New York er í fararbroddi fyrirtækja sem höndla með alþjóðlega fjármálagjörninga og er miðstöð framboðs á fjármálaþjónustu. Í aðdraganda kaupa ICE á NYSE Euronext árið 2013 var Marsh Carter stjórnarformaður NYSE og Duncan Niederauer var forstjóri.[30] Í dag gegnir Jeffrey Sprecher starfi stjórnarformanns. Þessi samruni var samþykktur af stjórninni þann 6. desember 2006. Rúmu ári síðar, þann 4. apríl 2007, sameinaðist NYSE Group Euronext, sameinuðum verðbréfamarkaði Evrópu. Þar með varð NYSE Euronext(en) til, sem þá varð fyrsta sameinaða verðbréfamiðlunin sem starfar beggja vegna Atlantshafsins.

Þann 6. maí 2010 tilkynnti Dow Jones[19] um hæsta hlutfallslega fall daglána frá því 19. október 1987. Fallið orsakaði 998 stiga tap, sem síðar var kallað hvellhrunið 2010(en) (hrunið varð nokkrum mínútum fyrir áætlaða virðisaukningu í kauphöllinni). SEC[16] og CTFC[31] gáfu út skýrslu um atburðinn, sem þó komst hvorki að nokkurri niðurstöðu né hverjar orsakir hans voru. Rannsakendur fundu engin sönnunargögn um að hrunið hafi orðið vegna rangra eða klaufalegra fyrirmæla.

Þann 29. október 2012 var kauphöllinni lokað í tvo daga þar sem fellibylurinn Sandy(en) reið yfir New York. Þetta var í fyrsta sinn síðan 12. og 13. mars 1888 sem kauphöllin var lokuð í heila tvo daga vegna veðurs. 

Þann 1. maí 2014 var kauphöllin sektuð um 4,5 milljónir Bandaríkjadala af SEC[16] í dómssátt vegna brota á reglum um markaðsviðskipti. 

14. ágúst 2014 náðu hlutabréf í Berkshire Hathaway,[32] í A flokki, hæsta verði sem þekkst hefur fyrir einn hlut, eða 200.000 Bandaríkjadali á hlut.

Skömmu fyrir 18. ágúst 2014 hafði Sam Jordan verið gerður að fjármálastjóra kauphallarinnar. Árið 2013 var ábyrgð hans aukin í þá veruna að hann hafði eftir það umsjón með aðgerðum um allan heim sem og að bera ábyrgð á upplýsingamálum og tækni, sem lýtur að þeim. Hann gegndi einnig ýmis konar störfum fyrir fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum, sem og erlendis, á meðan hann starfaði fyrir Dun & Bradstreet samsteypuna[33].

Sam Jordan hefur setið í stjórnum ProQuest, the Madison Square Boys and Girls Club og Westchester County Association. Hann öðlaðist MBA gráðu í fjármálum frá McCombs School of Business(en) sem er hluti af Háskólanum í Texas, sem staðsettur er í Austin,[34] með CPA vottun frá New York ríki og er sérfræðingur í félagarétti bókhalds frá Háskólanum í Delaware(en).

Viðskipti

breyta

Kauphöllin í New York (af innvígðum stundum kölluð „the Big Board“) greiðir leið verðbréfamiðlara til kaupa og sölu hlutabréfa, sem skráð eru í opinber viðskipti. Viðskipti í kauphöllinni standa frá mánudegi til föstudags á tímabilinu kl. 09.30 til 16.00 (GMT-5), að undanskildum lögbundnum frídögum, sem tilkynntir eru af kauphöllinni með fyrirvara.

Uppboð og viðskipti

breyta

NYSE stundar viðskipti með aðferð sem mætti kalla stöðugt uppboð. Það fer þannig fram að miðlarar stunda viðskiptin í umboði fjárfesta. Þeir safnast saman við fyrirfram ákveðinn stað þar sem sérhæfður miðlari, sem starfar hjá NYSE-aðila (þ.e.a.s. viðkomandi er ekki í vinnu hjá NYSE heldur samstarfsaðila) kemur fram sem uppboðshaldari og heldur eins konar öskuruppboð.[35] Þar sem varla heyrist mannsins mál meðan þessi uppboð fara fram þá notast verðbréfamiðlarar (kaupendur, seljendur og uppboðshaldarar) við einhvers konar táknmál til þess að koma skilaboðum áleiðis svo uppboðin geti farið fram.

Þegar svo ber undir (í um það bil 10% tilvika) auðvelda þeir stundum viðskiptin með því að bæta eigin fjármagni við til þess að einfalda ferlið við samskiptin milli kaupenda og seljenda. Uppboðsferlið færðist í átt að meiri sjálfvirkni árið 1995 þegar teknar voru í notkun þráðlausar lófatölvur. Kerfið gerði miðlurum kleift að fá skipanir og framkvæma þær rafrænt í gegnum þráðlaus boðskipti. Í september 1995 seldi hönnuður þráðlausa kerfisins, Michael Einersen NYSE-aðili, 1.000 hluti í IBM í gegnum lófatölvu og batt þar með enda á 203 ára pappírsviðskipti í kauphöllinni. Þar með var markað upphafi sjálfvirkra viðskipta innan kauphallarinnar.

Blandaðir viðskiptahættir

breyta
 
Verðbréfamiðlarar á gólfi NYSE Fyrir tíma tölvunnar.

Í janúar 2007 varð mögulegt að stunda viðskipti með blönduðum hætti (e. electronic hybrid market) sem þýðir að hægt er að höndla með hluta viðskipta á „gólfinu“ en hluta á rafrænum markaði.[36] Undantekningin er þó sú að mjög verðmæt hlutabréf fengu ekki aðgang að þessum möguleika. Á fyrstu mánuðum ársins 2007 var 82% af öllum viðskiptum beint rafrænt á „gólfið“. NYSE starfar með bandarískum eftirlitsaðilum á borð við Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) og CFTC til að samræma aðgerðir í áhættustýringu í rafrænu umhverfi viðskiptanna með innleiðingu útsláttarkerfis, sem slítur samskiptum við ákveðinn fallhraða verðs í viðskiptum, sem og endurnýjun lausafjárstigs.[37][38]

Réttindi og fjöldi miðlara

breyta

Til ársins 2005 höfðu eingöngu 1.366 aðilar réttindi til að miðla bréfum beint í kauphöllinni. Þessum aðilum hafði verið veitt „sæti“ í gegnum tíðina. Hugtakið „sæti“ kemur frá því að fram til 1870 sátu NYSE-aðilar í stólum til að stunda viðskipti sín. Árið 1868 var fjöldinn fastsettur í 533 og var þessi fjöldi aukinn jafnt og þétt til 1953 þegar hann var fastsettur í 1.366. Eins og gefur að skilja hafa þessi sæti verið afar eftirsótt þar sem þau gáfu leyfi til beinna viðskipta innan kauphallarinnar án aðkomu auka miðlara og eru handhafar sæta skilgreindir sem aðilar innan NYSE.

Eina fjölskyldan, sem haldið hefur sæti sínu í NYSE í fimm kynslóðir, er Barnes-fjölskyldan. Fulltrúi fjölskyldunnar í dag er Derek J. Barnes en hann tók sætið árið 2003.[39] Sætin hafa haft mismikið verðgildi í gegnum árin og þegar illa árar falla þau í verði en hækka í uppsveiflu. Verð sæta getur hlaupið á milljónum Bandaríkjadala. Í dag selur NYSE leyfi til árs í senn til að stunda viðskipti á „gólfinu“ og kosta þau 40.000 Bandaríkjadali. Einnig er hægt að fá leyfi fyrir skuldabréfasölu á 1.000 Bandaríkjadali. Þessi leyfi eru ekki framseljanleg og því ekki markaður með þau. Heimilt er að flytja þessi leyfi milli fyrirtækja, skipti þau um eigendur.

Öryggisstig

breyta

Eftir Svarta mánudaginn 1987 kynnti NYSE til sögunnar viðvörunarkerfi (e. trading curbs)[40] sem minnkaði áhættu viðskipta vegna glundroðasölu og markaðsflökts.[7][41] Við reglugerðarbreytingar 2011 innleiddi NYSE þrjú öryggisstig verðbréfamiðlunar. Stigin eru 7% (1. stig), 13% (2. stig) og 20% (3. stig) og miða við meðaltal lokastöðu S&P 500 (Standard & Poor's) á viðskiptadegi.[42] Þessi öryggisstig valda því að falli verð um 1. eða 2. stig þá skal stöðva viðskipti með bréf í 15 mínútur í senn, nema þetta gerist eftir kl. 15.25 að staðartíma. Eftir það gilda engar hömlur. Þegar þriðja öryggisstig fer í gang eru öll viðskipti stöðvuð það sem eftir lifir dags. Stærsta dags-stöðvunin, siðan 1987 í S&P500, var 15. október 2008, þegar verðfall varð um 9%. 

NYSE samræmd skráning

breyta

Frá því um miðjan sjöunda áratug 20. aldar hefur vísitalan „NYSE Composite Index“ verið notuð sem viðmiðun og var grunngildi hennar 50 stig að jafnaði við árslok 1965.[43] Þetta var gert til að endurspegla virði hlutabréfaviðskipta í kauphöllinni í stað 30 bréfa, sem innbyggð voru í Dow Jones-vísitöluna.[19] Til að auka gildi samræmdu skráningarinnar í NYSE var nýtt grunn viðmið sett upp á 5.000 stig, sem jafngilti árslokastöðu árið 2002. Lokastaðan í árslok 2013 var 10.400,32 stig.

Opnunar og lokunarbjallan

breyta
 
Geimfarar NASA, Scott Altman og Mike Massimino hringja 'lokunar bjalli'.

Bjallan, sem glymur í kauphöllinni í New York, markar upphaf og enda hvers viðskiptadags. Á hverjum degi er henni hringt á slaginu kl. 9:30 að staðartíma og að sama skapi hvern dag til þess að loka viðskiptadeginum. Það hefur þó ekki alltaf verið bjallan sem þekkist í dag, sem hefur verið notuð í til verksins. Fyrst var hamri slegið í bjöllu en þegar kauphöllin flutti að Brad Street 18 árið 1903 var tekið upp það form, sem þekkist í dag, sem minnir frekar á ærandi skólabjöllu[44].

Miklar hefðir hafa skapast í kringum hvernig bjöllunni er hringt og ekki er óalgengt að frægt fólk og mikilmenni verði þess heiðurs aðnjótandi. Í fyrsta skipti sem einhver utanaðkomandi hringdi bjöllunni var það hinn 10 ára Leonard Ross árið 1956. Hafði hann sama ár unnið 100.000 dollara í spurningaþætti, sem snérist um hvernig kauphallarviðskipti gengu fyrir sig. Hillary Clinton forsetaframbjóðandi og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem og framkvæmdarstjóri General Motors, eru dæmi um fólk sem hringt hafa bjöllunni. Frægt fólk fór í auknum mæli að biðja um heiðurinn, um það leyti sem bolamarkaðurinn fór á skrið, sem markaði upphaf sitt í kringum 1987 og entist næstu 13 árin. Það er einn langlífasti og sterkasti bolamarkaður í sögu kauphallaviðskipta og á því tímabili hækkuðu verðmæti verðbréfa um allt að 600%[45].

Stjórnborðið fyrir bjölluna sjálfa hefur þrjá upplýsta takka. Einn er grænn og er fyrir lokunarbjölluna. Annar er appelsínugulur og er notaður þegar krafist er þagnar og markast af einum bjölluhljóm en sá síðasti er rauður og er notaður ef aðalbjallan skyldi klikka[44].

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. https://en.wikipedia.org/wiki/Wall_Street
  2. Buttonwood Agreement -https://en.wikipedia.org/wiki/Buttonwood_Agreement
  3. 3,0 3,1 First Bank of the United States - https://en.wikipedia.org/wiki/First_Bank_of_the_United_States
  4. Bank of New York - https://en.wikipedia.org/wiki/Bank_of_New_York
  5. Tontine Coffee House - https://en.wikipedia.org/wiki/Tontine_Coffee_House
  6. Wall Street Crash of 1929 -Wall_Street_Crash_of_1929
  7. 7,0 7,1 7,2 Black Monday (1987) -https://en.wikipedia.org/wiki/Black_Monday_(1987)
  8. Friday the 13th mini-crash- http://en.wikipedia.org/wiki/Friday_the_13th_mini-crash
  9. October 27, 1997 mini-crash -http://en.wikipedia.org/wiki/October_27,_1997_mini-crash
  10. Economic effects arising from the September 11 attacks - Economic_effects_arising_from_the_September_11_attacks
  11. Electrical telegraph - https://en.wikipedia.org/wiki/Electrical_telegraph
  12. American Civil War - https://en.wikipedia.org/wiki/American_Civil_War
  13. Stock Exchange Luncheon Club -https://en.wikipedia.org/wiki/Stock_Exchange_Luncheon_Club
  14. Wall Street bombing -Wall_Street_bombing
  15. Wall Street Crash of 1929 -Wall_Street_Crash_of_1929
  16. 16,0 16,1 16,2 U.S. Securities and Exchange Commission - http://en.wikipedia.org/wiki/U.S._Securities_and_Exchange_Commission
  17. Abbie Hoffman - Abbie_Hoffman
  18. Youth International Party - Youth_International_Party
  19. 19,0 19,1 19,2 Dow Jones Industrial Average - https://en.wikipedia.org/wiki/Dow_Jones_Industrial_Average
  20. Friday the 13th mini-crash -http://en.wikipedia.org/wiki/Friday_the_13th_mini-crash
  21. United Airlines - United_Airlines
  22. High-yield debt - http://en.wikipedia.org/wiki/High-yield_debt
  23. 1997 Asian financial crisis -1997_Asian_financial_crisis
  24. „Historical Price Index“. Wall Street Journal. Sótt 13. apríl 2016.
  25. „U.S. stocks whipped by losses“. CNNfn. 27. október 1997. Sótt 18. júní 2017.
  26. Sleep Now in the Fire -Sleep_Now_in_the_Fire
  27. Rage Against the Machine -Rage_Against_the_Machine
  28. NYSE Arca - https://en.wikipedia.org/wiki/NYSE_Arca
  29. NYSE Euronext - https://en.wikipedia.org/wiki/NYSE_Euronext
  30. Duncan L. Niederauer https://en.wikipedia.org/wiki/Duncan_L._Niederauer
  31. Commodity Futures Trading Commission -Commodity_Futures_Trading_Commission
  32. Berkshire Hathaway -Berkshire_Hathaway
  33. Dun & Bradstreet - http://en.wikipedia.org/wiki/Dun_%26_Bradstreet
  34. University of Texas at Austin -University_of_Texas_at_Austin
  35. Open outcry - https://www.google.is/webhp?sourceid=chrome-instant&ion=1&espv=2&ie=UTF-8
  36. Hybrid market - https://en.wikipedia.org/wiki/Hybrid_market
  37. U.S. Securities and Exchange Commission https://en.wikipedia.org/wiki/U.S._Securities_and_Exchange_Commission
  38. Commodity Futures Trading Commission -https://en.wikipedia.org/wiki/Commodity_Futures_Trading_Commission
  39. Barnegat Fund Management - https://en.wikipedia.org/wiki/Barnegat_Fund_Management „Geymd eintak“. Afritað af uppruna á 26. maí 2015. Sótt 23. ágúst 2021.
  40. Trading curb - Trading_curb
  41. Trading curb - https://en.wikipedia.org/wiki/Trading_curb
  42. S&P 500 - https://en.wikipedia.org/wiki/S%26P_500
  43. NYSE Composite - https://en.wikipedia.org/wiki/NYSE_Composite
  44. 44,0 44,1 Albert Phung. (e.d.) What is the history behind the opening and closing bells on the NYSE? - http://www.investopedia.com/ask/answers/06/openingclosingbell.asp
  45. Mitchell Ben, FitzpatrickJack. (e.d.) NYSE opening bell: Where fame, finance collide - http://www.usatoday.com/story/money/markets/2013/08/10/nyse-bell-ringers/2568563/
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.