Svampur Sveinsson (enska: SpongeBob SquarePants) eru teiknimyndir eftir teiknarann og sjávarlíffræðinginn Stephen Hillenburg sem eru sendar út á Nickelodeon í Bandaríkjunum sem framleiðir þær líka, Stöð 2 á Íslandi og MTV í Evrópu. Aðalpersónur þáttanna eru Svampur Sveinsson, Pétur krossfiskur, Sigmar smokkfiskur, Klemmi krabbi og Harpa íkorni. Flestir þættirnir eiga sér stað í bænum Bikinibotnum og nágrenni.

Þættirnir gerast að mestu leyti neðansjávar en aðstæður þar eru gerðar mjög svipaðar og ofansjávar. Umhverfið virðist hafa sama viðnám og ofansjávar í þáttunum og íbúarnir keyra um á bátum sem eru mjög svipaðir bílum og þeir fara jafnvel í freyðibað.

Vinsældir

breyta

Svampur Sveinsson nýtur mikilla vinsælda, bæði meðal barna og fullorðinna en þættirnir eru fyrstu ódýru (low budget) teiknimyndirnar frá Nickelodeon sem ná viðlíka vinsældum.

Kvikmyndin

breyta

Veturinn 2004 var frumsýnd kvikmynd um sama efni í Bandaríkjunum og átti hún upphaflega að vera lokaþátturinn en framleiðslu sjónvarpsþáttanna var þó haldið áfram. Myndin var frumsýnd á Íslandi föstudaginn 8. apríl.

Í myndinni fá Svampur og Pétur það verkefni að bjarga kórónu Neptúnusar konungs og lenda í ýmiskonar ævintýrum á leiðinni og hitta m.a. alþjóðlegu stórstjörnuna David Hasselhoff. Þar lenda þeir einnig uppi á raunverulegu (óteiknuðu) yfirborði, sem er áhugavert þar sem raunverulegu fiskarnir verða teiknaðir um leið og þeir lifna við. Einnig hitta þeir fyrir raunverulegan kafara í gamaldags köfunarbúnaði sem er álitinn kýklópur af fiskunum.

Sögu Svamps Sveinssonar er hægt að rekja allt til ársins 1993 þegar þættirnir Nútímalíf Rikka voru fyrst sendir út í Bandaríkjunum en einn af framleiðendum þáttanna var Stephen Hillenburg teiknari og sjávarlíffræðingur en hann naut þess að vinna við báðar starfsgreinar. Eftir að sýningum þeirra þátta lauk árið 1997 byrjaði hann að vinna að Svampi (en þó eru til skissur frá árinu 1996). Hann myndaði lítinn hóp með hönnunarstjóranum Derek Drymon og handritshöfundnum (story editor) Merriwether Williams.

Fyrsti þátturinn var sendur út árið 1999. Á þessum tíma voru þættirnir Skriðdýrin (Rugrats) á hátindi frægðar sinnar og margar aðrar ódýrar teiknimyndir búnar að renna sitt skeið á enda. Upphaflega var vænst til þess að Svampur Sveinsson, með óvandaðan teiknistíl, einfalda kímni og orðaleiki ólíkt klósettkímninni sem einkenndi Skriðdýrin yrði ein af þeim þáttaröðum en nokkrum dögum eftir fyrstu sýningar ruku áhorfstölur upp og það tók um eitt ár fyrir Svamp Sveinsson að toppa áhorfstölur Skriðdýranna en það er eflaust að þakka skemmtilegri rödd Svamps og stíl þáttanna.

Önnur þáttaröðin hóf göngu sína með betri teikningum og enn betri þáttum og þá varð heiminum ljóst að Svampur Sveinsson hefði rutt brautina fyrir þroskaðri kímnihú í teiknimyndum og hafði mikil áhrif á þætti eins og Invader Zim sem voru einnig sýndir á Nickelodeon. Eftir hryðjuverkin á Bandaríkin, 11. september 2001 fengu þættirnir enn meira áhorf en nokkurn tíman áður og Svampur Sveinsson varð vinsælli en nokkru sinni fyrr en sumir telja að þættirnir hafi hjálpað börnum og jafnvel fullorðnum að jafna sig eftir áfallið.

Árið 2002 var einnig gott í upphafi og vinsældir þáttanna miklar og margir sígildir þættir urðu til í þriðju þáttaröðinni sem byggðist á sömu hugmyndum og önnur þáttaröðin en Hillenburg var farinn að hugsa um að hætta að vinna að þáttunum en þegar það spurðist út að það ætti að gera kvikmynd sem nokkurskonar lokaþátt árið 2004 mótmæltu aðdáendur þáttanna hástöfum og þáttaröðin var lengd til ársins 2003.

Áhorfstölur voru enn háar í Bandaríkjunum en í lok sumarsins 2004 tilkynnti forstjóri Nickelodeon það að þættirnir ættu eftir að halda áfram án Hillenburg. Derek Drymon hefur tekið við framleiðslunni en það er ein af þeim litlu breytingum sem orðið hafa á framleiðsluliðinu.

Veturinn 2004 var svo kvikmyndin um Svamp Sveinsson frumsýnd í Bandaríkjunum.

Deilur

breyta

Svampur Sveinsson hefur vakið upp ýmsar deilur, rétt eins og margir aðrir þættir sem Nickelodeon hefur sýnt, t.d. Ren og Stimpy en vinsældir þáttanna hafa gert deilurnar mun háværari. Þessar deilur hafa aðallega átt sér stað í Bandaríkjunum.

Rétt eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 voru þættirnir bendlaðir við hryðjuverk. Ákveðið var að breyta einum þætti þar sem átti að sprengja veitingastaðinn Klemmabita.

Í einum þætti þriðju seríu ættleiða Svampur og Pétur hörpuskel og voru þeir þar með sakaðir um samkynhneygð en þær ásakanir reyndust ósannar þar sem framleiðendur þáttanna segja þá kynlausa. Öfgafull, kristin samtök í Bandaríkjunum hafa einnig nýlega sakað „We Are Family Foundation“ um að dreifa jákvæðum áróðri um samkynhneygð með myndbandi sem þeira hafa dreift í þarlendum skólum þar sem m.a. Pétur og Svampur koma fram. Talsmaður samtakanna segir hinsvegar að þeir sem hafa haldið því uppi ættu að heimsækja lækni og fá stærri lyfjaskammt [1] en myndbandinu var ætlað að kenna börnum kærleika og virðingu fyrir náunganum.

Svampur Sveinsson hefur orðinn vinsæll meðal eldri áhorfenda og hefur verið sýndur á MTV og álíka stöðvum. Margir halda því jafnvel fram að vegna þess að þættirnir eru svona vinsælir meðal fullorðinna (og þá sérstaklega karlmanna), hljóti þeir að vera slæmir.

Persónur

breyta

Minna þekktar

breyta
  • Hafmeyjumaðurinn og Hrúðurkarlinn (Mermaid Man and Barnacle Boy)
    • Hafmeyjumaðurinn er útbrunnin ofurhetja og Hrúðurkarlinn er sérlegur aðstoðarmaður hans.
  • Neptúnus Konungur (King Neptune)
    • Neptúnus kemur meira fram í myndinni en hann var í þættinum Neptune's Spatula.

íslenskir talsettar

breyta
Nafn á íslensku Enskur frumleikari Íslenskur leikari
Svampur Sveinsson Tom Kenny Sigurður Sigurjónsson
Pétur Sjávarstjarnan Bill Fagerbakke Jakob Þór Einarsson
Eugene Haraldur Klemmi Clancy Brown
Harpa Tékkar Carolyn Lawrence Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
Sigmar Tentaklar Rodger Bumpass Davíð Þór Jónsson
Paddi Mr. Lawrence Hjálmar Hjálmarson
Sjóræninginn Painty Patrick Pinney Bragi Þór Hinriksson