2009
ár
(Endurbeint frá Júlí 2009)
Árið 2009 (MMIX í rómverskum tölum) var í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjaði á fimmtudegi.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Helstu atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar – Slóvakía tók upp evru.
- 2. janúar - Her Srí Lanka náði höfuðstað skæruliða Tamíltígra, Kilinochchi, á sitt vald.
- 3. janúar - Rafræni gjaldmiðillinn Bitcoin var kynntur til sögunnar.
- 7. janúar - Rússland hætti sölu jarðgass til Evrópu um leiðslu í Úkraínu vegna deilna ríkjanna.
- 9. januar-frumsýning á teiknimyndinni Masha og björninn
- 10. janúar - Hugmyndaráðuneytið tók til starfa á Íslandi.
- 13. janúar - Ólafur Þór Hauksson var ráðinn sérstakur saksóknari.
- 15. janúar – Farþegaflugvél nauðlenti á Hudsonfljóti við Manhattan. Allir 155 um borð lifðu af og flugmaðurinn, Chesley Sullenberger, var hylltur sem hetja.
- 15. janúar - Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð á Íslandi.
- 20. janúar – Barack Obama tók við embætti forseta Bandaríkjanna.
- 20. janúar – Mikil mótmæli urðu við Alþingishúsið. Um kvöldið var svo Óslóartréð brennt á báli framan við Skálann.
- 21. janúar - Mótmæli áttu sér stað við Alþingi, Stjórnarráðið og Þjóðleikhúskjallarann, þar sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík samþykkti ályktun um að slíta bæri stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Seinna um kvöldið kom til harðra átaka milli lögreglu og mótmælenda sem endaði með því að táragasi var beitt á Austurvelli.
- 21. janúar - Ísraelsher dró lið sitt frá Gasaströndinni eftir þriggja vikna hernað gegn Hamassamtökunum.
- 23. janúar - Uppreisnarleiðtoginn Laurent Nkunda var tekinn höndum af Rúandaher.
- 26. janúar - Geir Haarde beiddist lausnar fyrir ráðuneyti sitt.
- 26. janúar - Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Hag réttaði yfir kongóska skæruliðaleiðtoganum Thomas Lubanga.
- 29. janúar - Framsóknarflokkurinn gaf það út að hann styddi minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna gegn því að þeir samþykktu að boða til stjórnlagaþings.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Kírill af Moskvu tók við embætti patríarka rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.
- 1. febrúar - Jóhanna Sigurðardóttir tók við starfi forsætisráðherra. Hún var fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingur í heimi til að gegna starfi forsætisráðherra.
- 1. febrúar - Eldur í bílaflutningabíl olli 111 dauðsföllum í Kenýa.
- 2. febrúar - Asamafjall í Japan gaus.
- 4. febrúar - Tveir kjarnorkukafbátar, Le Triomphant (Frakkland) og HMS Vanguard (Bretland), rákust á á miklu dýpi í Atlantshafi. Áreksturinn varð á litlum hraða og engar skemmdir urðu, en málið vakti athygli á möguleikum kafbáta sem búnir eru ratsjárvarnarbúnaði til að komast hjá árekstrum.
- 9. febrúar - Skógareldarnir í Ástralíu 2009: Skógareldar ollu 200 dauðsföllum í suðausturhluta Ástralíu.
- 10. febrúar - Miðjuflokkur Tzipi Livni vann sigur í þingkosningum í Ísrael.
- 12. febrúar - Tveir gervihnettir, Iridium 33 og Kosmos 2251, rákust á. Þetta var fyrsti árekstur gervihnatta í geimnum.
- 13. febrúar - Bandaríska kapalstöðin Toon Disney hætti útsendingum og Disney XD tók við.
- 17. febrúar - 368 sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum hættu hliðrænum útsendingum.
- 26. febrúar - Svein Harald Øygard var skipaður seðlabankastjóri á Íslandi.
- 27. febrúar - Háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum staðfestu að meginhluti herliðs Bandaríkjanna í Írak yrði fluttur þaðan árið 2010 og að síðustu hermennirnir færu burt 2011.
- 28. febrúar - Viktor Berthold, síðasti maðurinn sem átti líflensku að móðurmáli, lést.
Mars
breyta- 2. mars - Forseti Gíneu-Bissá, João Bernardo Vieira, var myrtur þegar vopnaðir menn réðust á heimili hans í Bissá.
- 3. mars - Höll sem hýsti skjalasafn Kölnar hrundi með þeim afleiðingum að 9 létust og mikið af skjölum eyðilagðist.
- 4. mars - Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gaf út handtökutilskipun á Omar al-Bashir, forseta Súdan, vegna glæpa gegn mannkyni í Darfúr.
- 5. mars - Dow Jones-vísitalan féll undir 7000 stig í fyrsta sinn frá 1997.
- 6. mars - Nýskipaður forsætisráðherra Simbabve, Morgan Tsvangirai, lenti í bílslysi þar sem eiginkona hans lést.
- 7. mars - Geimsjónaukanum Kepler var skotið á braut um Sól. Hann á að leita að reikistjörnum utan sólkerfisins.
- 7. mars - Tveir breskir hermenn voru skotnir til bana í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi. Samtökin The Real IRA lýstu ábyrgð á hendur sér.
- 10. mars - Eva Joly var ráðin sem sérstakur ráðgjafi ríkistjórnar Íslands.
- 11. mars - 17 ára unglingur skaut 16 til bana í skóla í Winnenden í Þýskalandi.
- 17. mars - Forseta Madagaskar, Marc Ravalomanana, var steypt af stóli í valdaráni.
- 17. mars - Benedikt 16. páfi hóf heimsókn sína til Kamerún og Angóla.
- 19. mars - Wikileaks birti fyrsta „ritskoðunarlistann“ yfir vefsíður sem ástralskir netþjónustuaðilar halda frá notendum.
- 19. mars - Austurríkismaðurinn Josef Fritzl var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
- 31. mars - 200 flóttamenn fórust í Miðjarðarhafi milli Líbíu og Ítalíu.
- 31. mars - Benjamin Netanyahu myndaði stjórn í Ísrael þrátt fyrir að hafa beðið lægri hlut fyrir Tzipi Livni í kosningum.
Apríl
breyta- 1. apríl – Albanía og Króatía gengu í NATÓ.
- 2. apríl - Leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims funduðu í London.
- 3. apríl - L-listinn dró framboð sitt til Alþingis til baka.
- 4. apríl - George Abela varð forseti Möltu.
- 5. apríl - Anders Fogh Rasmussen sagði af sér forsætisráðherraembætti í Danmörku eftir að hafa verið skipaður framkvæmdastjóri NATO.
- 5. apríl - Norður-Kórea skaut gervihnettinum Kwangmyŏngsŏng-2 út í geim með eldflaug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman af því tilefni.
- 6. apríl – Jarðskjálfti olli yfir 300 dauðsföllum og mikilli eyðileggingu í L'Aquila á Ítalíu. Skjálftinn mældist 6,3 á Richter-kvarða.
- 7. apríl - Stöð 2 greindi fyrst frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið 30 milljónir króna í styrk frá FL Group. Úr varð Styrkjamálið.
- 7. apríl – Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að skipa öryggissveitum fyrir um manndráp og gíslatökur.
- 15. apríl - Lögregla rak hústökufólk úr húsi við Vatnsstíg í Reykjavík og handtók nokkur þeirra.
- 17. apríl - Fjórir sakborningar í Pirate Bay-málinu í Svíþjóð voru dæmdir í árs fangelsi og til að greiða 30 milljónir sænskra króna í bætur.
- 19. apríl - Bandaríski sjónvarpsþátturinn Cake Boss hóf göngu sína á TLC.
- 21. apríl - Vísindamenn frá Stjörnuskoðunarstöðinni í Genf tilkynntu uppgötvun plánetunnar Gliese 581 e.
- 21. apríl - Gagnasafnið World Digital Library var opnað af UNESCO.
- 23. apríl - Jacob Zuma var kjörinn forseti Suður-Afríku.
- 24. apríl – Alþjóða heilbrigðisstofnunin varaði við svínaflensufaraldri eftir að svínaflensa tók að breiðast út í Mexíkó.
- 25. apríl - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn missti 9 þingmenn.
- 28. apríl - Íslenska varðskipið Þór var sjósett í Chile.
- 30. apríl - Sjö létust og fjöldi slasaðist þegar maður reyndi að aka bíl á miklum hraða á hollensku konungsfjölskylduna í nágrenni Apeldoorn.
Maí
breyta- 1. maí - Svínaflensa greindist í fyrsta sinn í Danmörku.
- 1. maí - Lög um hjónabönd samkynhneigðra gengu í gildi í Svíþjóð.
- 3. maí - Ricardo Martinelli var kosinn forseti Panama.
- 6. maí - Alþjóðlegi Rauði krossinn sagði frá því að meira en 100 almennir borgarar hefðu fallið í loftárásum Bandaríkjahers á Farah-hérað í Afganistan.
- 11. maí - Geimskutlunni Atlantis var skotið á loft til að gera við Hubble-geimsjónaukann.
- 12. maí - Samtök fullveldissinna voru stofnuð gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu.
- 16. maí - Alexander Rybak sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2009 með laginu „Fairytale“. Jóhanna Guðrún náði öðru sæti með laginu „Is it true“.
- 18. maí - Tæplega 26 ára löngu borgarastríði á Srí Lanka lauk með sigri stjórnarhersins.
- 19. maí - Bandaríski sjónvarpsþátturinn Glee hóf göngu sína.
- 25. maí - Norður-Kórea tilkynnti að landið hefði gert vel heppnaða kjarnorkutilraun. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu tilraunina.
- 27. maí - FC Barcelona sigraði Meistaradeild Evrópu með 2-0 sigri á Manchester United.
Júní
breyta- 1. júní – Dularfullt flugslys varð yfir Atlantshafi þegar farþegaflugvél á leið frá Brasilíu til Frakklands hvarf. Orsök slyssins er óþekkt og aðeins lítill hluti af flugvélarbrakinu og líkum farþega hefur fundist.
- 1. júní - Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors varð gjaldþrota.
- 8. júní – Mótmælt var við Alþingi og var smápeningum kastað á húsið. Daginn eftir stóð í Morgunblaðinu að eldar hefðu verið slökktir en ekki reiði.
- 9. júní - Samkomulag um greiðslur frá íslenska ríkinu vegna Icesave sem var kennt við Svavar Gestsson formann samninganefndarinnar var kynnt á fundi ríkisstjórnar. Lögum um samninginn frá því í september var síðar hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 11. júní - Því var lýst yfir að svínaflensan væri orðin að heimsfaraldri.
- 12. júní – Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti Írans. Fjölmenn mótmæli stóðu yfir í nokkrar vikur eftir kosningarnar, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að brjóta þau á bak aftur.
- 13. júní - Danski athafnamaðurinn Stein Bagger var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir fjársvik.
- 16. júní - Fyrsti fundur BRICS-ríkjanna var haldinn í Jekaterínbúrg í Rússlandi.
- 18. júní - Geimferðastofnun Bandaríkjanna sendi geimkönnunarfarið Lunar Reconnaissance Orbiter á braut um Tunglið.
- 21. júní – Grænland fékk aukna sjálfsstjórn. Grænlenska varð opinbert tungumál landsins.
- 25. júní – Bandaríski tónlistarmaðurinn Michael Jackson lést úr hjartaáfalli.
- 25. júní - Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu.
- 28. júní - Manuel Zelaya, forseta Hondúras, var steypt af stóli í herforingjabyltingu.
- 29. júní - Vöruflutningalest með gasgeyma fór út af sporinu í Viareggio á Ítalíu. Sprenging sem varð í geymunum olli hruni húsa og 32 dauðsföllum.
- 30. júní - 153 fórust þegar Yemenia flug 626 brotlenti á Kómoreyjum.
Júlí
breyta- 8. júlí - Stjórn Kína setti útgöngubann í Xinjiang-héraði vegna uppreisnar Úígúra.
- 10. júlí – Hótel Valhöll á Þingvöllum brann til kaldra kola.
- 15. júlí - 168 fórust þegar Caspian Airlines flug 7908 hrapaði við Qazvin í Íran.
- 16. júlí - Alþingi Íslendinga samþykkti með 33 atkvæðum gegn 28 (tveir sátu hjá) að senda umsókn um aðild til Evrópusambandsins. Allir flokkar voru klofnir í afstöðu nema Samfylkingin.
- 17. júlí - 9 létu lífið í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í Jakarta í Indónesíu.
- 22. júlí - Lengsti sólmyrkvi á 21. öld sást frá Asíu og Kyrrahafi og stóð í 6 mínútur og 38,8 sekúndur.
- 23. júlí - Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lagði formlega fram aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.
- 26. júlí - Íslamistasamtökin Boko Haram hófu uppreisn í Bauchi-fylki í Nígeríu.
- 31. júlí – Seint um kvöld var allt tiltækt slökkvilið í Reykjavík kallað út vegna bruna á Vatnsstíg 4.
- 31. júlí - Björgólfur Guðmundsson var úrskurðaður gjaldþrota í héraðsdómi Reykjavíkur.
- 31. júlí - Olíuflutningaskipið Full City strandaði við Såstein í Noregi. Milli 50 og 200 tonn af olíu láku út.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Anders Fogh Rasmussen tók við embætti aðalritara NATO.
- 1. ágúst - Tveir létust þegar grímuklæddur maður hóf skothríð á hóp ungmenna við miðstöð samkynhneigðra í Tel Aviv í Ísrael.
- 3. ágúst - Bólivía varð fyrsta Suður-Ameríkulandið sem lýsti yfir rétti frumbyggja til sjálfsstjórnar.
- 7. ágúst - Fellibylurinn Morakot gekk yfir Taívan með þeim afleiðingum að 500 létust í verstu flóðum sem orðið höfðu á eyjunni í hálfa öld.
- 10. ágúst - 46 létust í sjálfsmorðssprengjuárásum í Bagdad og Mósúl í Írak.
- 11. ágúst - Magðalena Svíaprinsessa tilkynnti trúlofun sína og Jonas Bergström.
- 14. ágúst - Bretland tók upp beina stjórn yfir Turks- og Caicos-eyjum eftir rannsókn sem leiddi í ljós spillingu innan heimastjórnarinnar.
- 16. ágúst - Usain Bolt setti nýtt heimsmet í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur.
- 22. ágúst - Hæstu verðlaun í lottói sem gengið hafa til einnar manneskju, 147,8 milljón evrur, fóru til vinningshafa í Superenalotto í Bagnone á Ítalíu.
- 23. ágúst - 10. september - Evrópumót kvenna í knattspyrnu 2009 var haldið í Finnlandi.
- 27. ágúst - Foringi í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir endalokum stríðsins í Darfúr eftir sex ára átök og 400.000 látna.
- 28. ágúst - Umdeild lög um ríkisábyrgð vegna milliríkjadeilna sem kenndar eru við Icesave voru samþykkt á Alþingi.
- 30. ágúst - Japanski demókrataflokkurinn náði meirihluta í neðri deild japanska þingsins eftir hálfrar aldar yfirráð frjálslyndra demókrata.
September
breyta- 1. september - Útvarpsstöðin Kaninn hóf útsendingar á Íslandi. Í dag heitir stöðin K100 og er starfrækt af fjölmiðlafyrirtækinu Skjánum.
- 2. september - Íslenska kvikmyndin Reykjavik Whale Watching Massacre var frumsýnd.
- 4. september - 54 létust í loftárásum NATO á talíbana í Afganistan, þar á meðal tugir almennra borgara.
- 7. september - Noregur og Svíþjóð gerðu með sér samning um sameiginlegan markað fyrir græn vottorð.
- 16. september - Yukio Hatoyama tók við embætti forsætisráðherra Japans.
- 17. september - Um 80 létust í árás stjórnarhersins á bækistöðvar íslamista í Jemen.
- 23. september - Ræningjar rændu peningageymslu öryggisfyrirtækisins G4S í Västberga syðst í Stokkhólmi. Ræningjarnir notuðu meðal annars bæði þyrlu og sprengiefni.
- 24. september - Indverska Tunglkönnunarfarið Chandrayaan-1 uppgötvaði mikið magn vatnssameinda á Tunglinu.
- 25. september - Eldur kom upp í Höfða á aldarafmæli hússins.
- 26. september - Nær 400 fórust þegar fellibylurinn Ketsana gekk yfir Filippseyjar, og síðar Víetnam og Laos.
- 27. september - Pólski leikstjórinn Roman Polański var handtekinn í Sviss.
- 28. september - Her Gíneu myrti 157 mótmælendur vegna mótmæla gegn ríkisstjórn landsins sem hafði rænt völdum árið áður.
- 29. september - Neðansjávarjarðskjálfti olli flóðbylgju sem reið yfir Samóa og Tonga í Kyrrahafi með þeim afleiðingum að 189 fórust.
- 30. september - Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði af sér vegna ósamkomulags innan annarrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um Icesave-málið.
- 30. september - Minnst 1110 fórust í jarðskjálfta sem reið yfir Súmötru.
Október
breyta- 1. október - Steingervingafræðingar lýstu fundi beinagrindar af Ardipithecus ramidus, leifa elsta forföður mannsins sem fundist hafa.
- 1. október - Skipting norska stórþingsins í tvær deildir var afnumin.
- 2. október - Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um breyttan Lissabonsáttmála var haldin á Írlandi. Sáttmálinn var samþykktur í þetta sinn.
- 3. október - Um 50 létust þegar stormur gekk yfir Sikiley.
- 9. október - Milljónatjón varð í óveðri um allt Ísland.
- 9. október - Um 90 fórust í skriðum á Filippseyjum.
- 11. október - Benedikt 16. páfi lýsti yfir helgi Damian de Veuster.
- 15. október - Bóluefni gegn svínaflensu kom til Íslands.
- 19. október - Fyrsti Íslendingurinn lést úr svínaflensu.
- 21. október - Mengun var mótmælt á Miklubraut.
- 22. október - Stýrikerfið Windows 7 kom á markað.
- 25. október - 155 létust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í Bagdad.
- 26. október - Tilkynnt var að McDonald's á Íslandi yrði lokað.
- 27. október - Tveir menn voru handteknir í Bandaríkjunum grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárásir í Danmörku.
Nóvember
breyta- 1. nóvember - Sala tiltekinna ólyfseðilsskyldra lyfja varð heimil í almennum verslunum í Svíþjóð.
- 1. nóvember - Norska olíufyrirtækið StatoilHydro breytti nafni sínu aftur í Statoil.
- 1. nóvember - Hamborgarastaðurinn Metro var opnaður á Íslandi.
- 3. nóvember - Tékkland varð síðasta Evrópusambandsríkið sem undirritaði Lissabonsáttmálann.
- 3. nóvember - Herman Van Rompuy varð fyrsti fasti forseti evrópska ráðsins samkvæmt Lissabonsáttmálanum.
- 5. nóvember - Stjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykktu lagningu gasleiðslu Nord Stream í gegnum Eystrasalt.
- 9. nóvember - Í Berlín var haldið upp á 20 ár frá falli Berlínarmúrsins.
- 13. nóvember - NASA tilkynnti fund umtalsverðs magns af vatni í Cabeus-gígnum á Tunglinu.
- 13. nóvember - Tvö stærstu dagblöð Grænlands, Atuagagdliutit/Grønlandsposten og Sermitsiaq ákváðu að sameinast sem Sermitsiaq.AG.
- 14. nóvember - Haldinn var um 1.500 manna þjóðfundur í Laugardalshöll í Reykjavík um framtíðarstefnu Íslands.
- 20. nóvember - Stóri sterkeindahraðallinn í CERN var endurræstur eftir árs hvíld.
- 21. nóvember - Yfir 100 kolanámumenn fórust í sprengingu í kolanámu við Hegang í Kína.
- 23. nóvember - Blóðbaðið í Maguindanao: 58 manns, þar af 36 blaðamönnum, var rænt og þau myrt á eyjunni Mindanaó á Filippseyjum.
- 24. nóvember - Kraftlyftingafélag Akraness var stofnað.
- 27. nóvember - 22 létust og 54 særðust í hryðjuverkaárás á hraðlest milli Moskvu og Sankti Pétursborgar.
Desember
breyta- 1. desember - Lissabonsáttmálinn gekk í gildi í Evrópusambandinu.
- 5. desember - 109 létust í eldsvoða í diskóteki í borginni Perm í Rússlandi.
- 7. desember - Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar 2009 hófst í Kaupmannahöfn.
- 8. desember - Framtakssjóður Íslands var stofnaður.
- 8. desember - 127 létust og 448 slösuðust í röð hryðjuverkaárása í Bagdad.
- 10. desember - Bandaríska kvikmyndin Avatar var frumsýnd.
- 14. desember - Fyrsta LTE/4G-farsímanet heims var sett í gang í Stokkhólmi og Osló.
- 15. desember - Fyrsta tilraunaflug Boeing 787-breiðþotunnar fór fram.
- 16. desember - Stjörnufræðingar uppgötvuðu GJ 1214 b, fyrstu fjarreikistjörnuna þar sem vatn gæti fundist.
- 18. desember - Kaupmannahafnarsamþykktin var samþykkt á Loftslagsráðstefnu Sþ.
- 24. desember - Heilbrigðiskerfisumbætur Baracks Obama, Obamacare, voru samþykktar á bandaríska þinginu.
- 25. desember - Nígeríumaður tengdur Al-Kaída reyndi að sprengja sprengju í flugi frá Amsterdam til Detroit.
- 25. desember - Kínverski baráttumaðurinn Liu Xiaobo var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir niðurrifsstarfsemi.
- 31. desember - 5 létust þegar maður hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Espoo í Finnlandi.
Ódagsettir atburðir
breyta- Tölvuleikurinn FarmVille var gefinn út.
- Stjórnmálaflokkurinn Australian Sex Party var stofnaður.
- Póllandsbolti var kynntur til sögunnar á þýskri spjallsíðu.
- Íslenska hljómsveitin Myrká var stofnuð.
- Athæfið „að planka“ vakti athygli fjölmiðla um allan heim.
- Gagnagrunnur um tengsl manna í íslensku viðskiptalífi, Rel8, var gefinn út.
- Hvalskurður hófst á ný í Hvalstöðinni í Hvalfirði eftir 20 ára hlé.
Dáin
breyta- 20. janúar - Helgi Hálfdanarson, íslenskur þýðandi (f. 1911).
- 27. janúar – John Updike, rithöfundur (f. 1932).
- 5. febrúar - Albert Barillé, franskur teiknimyndahöfundur (f. 1920).
- 31. mars – Raul Alfonsin, forseti Argentínu (f. 1927).
- 8. apríl – Haraldur Bessason, íslenskur fræðimaður og rithöfundur (f. 1931).
- 19. apríl - J. G. Ballard, breskur rithöfundur (f. 1930).
- 31. maí - George Tiller, bandarískur læknir (f. 1941).
- 3. júní - David Carradine, bandarískur leikari (f. 1936).
- 8. júní – Omar Bongo, forseti Gabon (f. 1935).
- 25. júní – Farrah Fawcett, bandarísk leikkona (f. 1947).
- 25. júní – Michael Jackson, bandarískur tónlistarmaður og skemmtikraftur (f. 1958).
- 1. júlí – Karl Malden, bandarískur leikari (f. 1912).
- 6. júlí – Robert McNamara, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1916).
- 17. júlí – Walter Cronkite, bandarískur fréttamaður (f. 1916).
- 31. júlí – Bobby Robson, enskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1933).
- 1. ágúst – Corazon Aquino, forseti Filippseyja (f. 1933).
- 6. ágúst – John Hughes, bandarískur leikstjóri, framleiðandi og höfundur (f. 1950).
- 13. ágúst – Les Paul, bandarískur tónlistarmaður (f. 1915).
- 18. ágúst – Kim Dae-jung, forseti Suður-Kóreu (f. 1924).
- 25. ágúst – Edward Kennedy, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1932).
- 26. ágúst - Ingvi Sigurður Ingvarsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og sendiherra (f. 1924).
- 6. september – Helgi Hóseasson, íslenskur mótmælandi (f. 1919).
- 12. september - Norman Borlaug, bandarískur verkfræðingur (f. 1914).
- 14. september – Patrick Swayze, bandarískur leikari (f. 1952).
- 29. september - Peter Foote, enskur textafræðingur (f. 1924).
- 6. október - Hjalti Gestsson, íslenskur búfræðingur (f. 1916).
- 24. október – Flosi Ólafsson, íslenskur leikari, leikstjóri, og rithöfundur (f. 1929).
- 8. desember - Tavo Burat, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1932).
- 13. desember - Egill Egilsson, íslenskur eðlisfræðingur og rithöfundur (f. 1942).
- 20. desember – Brittany Murphy, bandarísk leik– og söngkona (f. 1977).
- 28. desember - James Owen Sullivan (The Rev), tónlistarmaður (f. 1981).
- Eðlisfræði – Charles K. Kao, Willard S. Boyle, George E. Smith
- Efnafræði – Venkatraman Ramakrishnan, Thomas A. Steitz, Ada E. Yonath
- Lífeðlis- og læknisfræði – Elizabeth Blackburn, Carol W. Greider, Jack W. Szostak
- Bókmenntir – Herta Müller
- Friðarverðlaun – Barack Obama
- Hagfræði – Elinor Ostrom, Oliver E. Williamson