Rel8
Rel8 er íslenskur gagnagrunnur frá árinu 2009 sem sýnir tengsl manna í stjórnmála- og viðskiptaheiminum. Eigandinn og hönnuður hans er Jón Jósef Bjarnason, en hann hóf gerð hans árið 2006. Vefurinn auðveldar mönnum að sjá tengsl manna við menn í sama flokki eða sömu viðskiptablokk og sömuleiðis fyrirtæki í þeirra eigu og/eða maka og ættingja. Um leið og Jón Jósef opnaði fyrir vefinn lokaði persónuvernd aðgang hans að fyrirtækjaskrá, en það gekk síðar til baka. [1] [2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Persónuvernd lokaði fyrir upplýsingar á vef Jóns Jósefs; af Dv.is 14. september 2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. september 2009. Sótt 3. mars 2010.
- ↑ Upplýsingavefurinn Rel8 aftur opinn; grein af Mbl.is 21.12. 2009
Tenglar
breyta- Heimasíða Geymt 24 desember 2009 í Wayback Machine
- Tengslavefurinn Rel8 í loftið á ný á laugardaginn. Bitastæðar viðbætur og nýjungar; af Eyjunni.is 15.12 2009 Geymt 18 febrúar 2010 í Wayback Machine
- Skrúfað fyrir upplýsingar: Ríkisskattstjóri kannar persónuvernd vegna forrits um viðskiptatengsl; af Eyjunni.is 14.9 2009[óvirkur tengill]
- Ríkisskattstjóri heimilar Jóni aðgang að gagnagrunni; af Vísi.is 19. sep. 2009
- Ríkisskattstjóri biðst afsökunar; af Mbl.is 20.9. 2009