Póllandsbolti (enska: Polandball), einnig þekktur sem landabolti, sló í gegn á þýsku spjallborðsíðunni krautchan.net 2009. Æðið gengur út á fjölda teiknimynda þar sem lönd eru táknuð með kúlulaga persónum sem oft tjá sig með brenglaðri ensku, gera grín af staðalímyndum og alþjóðatengslum landsins. Þessi teiknimyndastíll er kallaður Polandball (þrátt fyrir að engin persóna sé á meðal teiknimyndapersónanna fyrir hönd póllands) og landabolti (eða, sameiginlega, landaboltar).

Endurgerð notanda af Polandball.

Polandball

breyta

Polandball hófst í Ágúst 2009 á milli pólskra netnotenda og annara netnotenda á drawball.com. Vefsíðan leyfir netnotendum að teikna hvað sem þá langar til og að teikna yfir verk annara. Pólverjarnir tóku sig saman og teiknuðu pólska fánann á boltann með orðinu "Polska" skrifað á pólsku.[1][2]

Krautchan.net er þýskt spjallborð með reglulegum heimsóknum frá enskumælandi netnotendum. Upphafsmaður polandball er Falco, breti sem bjó til æðið með Microsoft Paint. Ætlun hans var að koma pólverjanum Wojak úr jafnvægi. Eftir það voru póllands boltarnir teiknaðir af rússum.[1][3][4]

 
Polandball myndasaga vegna frétta um að Ísland vilji banna klám á netinu

Polandball varð vinsælla í kjölfar flugslyssins 2010 þegar pólski forsetinn, Lech Kaczyński fórst. Forsetinn var táknmynd Póllands, sögu landsins, alþjóðatengsla þess og staðalímynda,[3][5] með áherslu á stórmennskuæði og margbreytileika landsins.[2] Samskipti á milli landabolta eru skrifuð á brotinni ensku, netslangri og í enda teiknimyndarinnar er pólland sem er vísvitandi táknað með rauðu yfir hvítt (eins og spegilmynd af pólska fánanum) oftast séður grátandi.[1][2]

Sumar Polandball teiknimyndir byggja á þeirri forsendu að Rússland getur flogið út í geiminn, en Pólland ekki. Ein af vinsælustu Polandball teiknimyndunum byrjar á því að jörðin eigi eftir að verða fyrir risastórum loftstein. Í kjölfarið fara öll lönd sem búa yfir geimferðar tækni frá jörðinni og fara um braut um jörðina. Í lok teiknimyndarinnar er Pólland enn á jörðinni og segir á bjagaðri ensku að pólland geti ekki farið út í geim.[3] Á þennan gamansama mála, setja rússar alla umræðu um yfirburði ríkjanna í bið.[1][3][5]

Aðrir landaboltar

breyta
 
Endurgerð notanda af Ísland í Polandball-stíl.

Polandball getur verið teiknimynd um önnur lönd, en oftast eru þær kallaðar Polandball,[1] þrátt fyrir að þær geta einnig verið kallaðar landaboltar.[4] Samkvæmt Lurkmore.to hefur Bæjaraland og ríki bandaríkjanna, Katalónía og Síbería sinn eigin bolta, á meðal annara. Sum lönd eru táknuð með öðrum formum en kúlu. Singapúr tekur form þríhyrnings, Ísrael tekur form tenings (sem vísun í vísindi gyðinga), Kasakstan tekur form múrsteins og Bretland er sýnt með pípuhatt og einglyrni.[6] Þýskaland í árásarhug er svo í ferningi; "Reichtangle".

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Orliński, Wojciech (16 janúar 2010). „Wyniosłe lol zaborców, czyli Polandball“ (pólska). Gazeta Wyborcza. Sótt 25 mars 2012.
  2. 2,0 2,1 2,2 Zapałowski, Radosław (15 febrúar 2010). „Znowu lecą z nami w... kulki“ (pólska). Cooltura. Afrit af upprunalegu geymt þann 14 maí 2013. Sótt 22 mars 2012.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Kapiszewski, Kuba (13/2010). „Fenomem - Polska nie umieć kosmos“ (pólska). Przegląd. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 ágúst 2014. Sótt 26 mars 2012.
  4. 4,0 4,1 „Polandball“. Knowyourmeme. Sótt 26. mars 2012.
  5. 5,0 5,1 Cegielski, Tomek (12 apríl 2011). „MEMY. Legendy Internetu“ (pólska). Hiro.pl. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 apríl 2011. Sótt 24 mars 2012.
  6. „Int“ (rússneska). Lurkmore.to. 26 desember 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 apríl 2021. Sótt 27 mars 2012.

Ytri tenglar

breyta