Manhattan er minnsti en þéttbýlasti hluti New York-borgar í Bandaríkjunum. Manhattan-eyja er 51,8 km² en til hverfisins teljast einnig nálægar minni eyjar og vatnsyfirborð, samtals er Manhattanhverfi 87,5 km² stórt.

Kort sem sýnir Manhattan (með gulu) innan New York-borgar (sem sýnd er með gráu).
Manhattan.

Manhattan er staðsett á samnefndri eyju, ásamt nokkrum minni eyjum í kring og litlu svæði á meginlandinu. Manhattan-eyja er aðskilin frá New Jersey af Hudsonfljóti, sem er stór og mikil á vestan eyjarinnar og frá Long Island/Brooklyn af East River, sem er sund á milli Long Island og Manhattan. Í norðri er það Harlem-fljót sem skilur að Manhattan og Bronx.

Um 1,7 milljón manna (2017) býr á Manhattan. Manhattan skiptist í allmörg hverfi og eru Harlem, Chinatown, Little Italy, Tribeca og Greenwich Village meðal þeirra.

Það var stjórnað af 58% glæpagengja, aðallega Bloods.

Frumbyggjar Ameríku voru búsettir á Manhattan áður en Evrópubúar komu þangað. Hollendingar keyptu Manhattan af þeim fyrir lítið fé og reistu þar vísi að borg, sem í upphafi hét Neuwe Amsterdam eða Nýja Amsterdam. Nafninu var svo breytt í New York eftir að Bretar náðu völdum á þessum slóðum.

Á Manhattan eru meðal annars Empire State-byggingin, viðskiptamiðstöðin Wall Street, Broadway og háskólarnir New York-háskóli og Columbia-háskóli. Neðst á Manhattan stóðu tvíburaturnarnir, World Trade Center, sem hrundu til grunna í hryðjuverkaárás þann 11. september árið 2001. Í stað þeirra var byggður turninn One World Trade Center. Margir sögulegir skýjakljúfar eru í borgarhlutanum, til að mynda Flatiron-byggingin og Chrysler-byggingin.

Á Manhattan eru nokkrir almenningsgarðar og er Central Park þeirra þekktastur og stærstur.