Hjónaband samkynhneigðra

Hjónaband samkynhneigðra er hjónaband milli tveggja samkynhneigðra, það er að segja tveggja einstaklinga af sama kyni eða kynvitund. Í flestum löndum eru hjónabönd samkynhneigðra ólögleg en víðar er verið að breyta lögum eða ræða um að breyta þeim til að heimila slík hjónabönd.

  Hjónaband samkynhneigðra heimilt (hringur: einstök tilfelli)
  Hjónaband samkynhneigðra viðurkennt ef skráð er erlendis
  Ríkisstjórn/dómstóll ætlar að heimila hjónaband samkynhneigðra
  Staðfest samvist
  Óstaðfest samvist
  Sambönd samkynhneigðra ekki viðurkennd

Fyrstu lögin til að heimila hjónabönd samkynhneigðra tóku gildi á fyrstu árum 21. aldar en frá 2024 mega samkynhneigðir giftast í 36 löndum. Grikkland hefur nýlegast leyft hjónaböndin.

Kannanir sem hafa verið gerðar í ýmsum löndum leiða það í ljós að stuðningur almennings fyrir hjónabönd samkynhneigðra sé að aukast.[heimild vantar] Innleiðing hjónabanda samkynhneigðra er mismunandi efitr löndum og heimssvæðum en það hefur verið heimilt með því að breyta löggjöf um hjónabönd, með dómsúrskurði sem er byggður á stjórnskipulegum jafnréttisrétti eða með kosningum (annaðhvort þjóðaratkvæðagreiðslu eða frumkvæðisrétti). Viðurkenning á hjónaböndum samkynhneigðra er talin mannréttinda- og borgararéttindamál og hefur stjórnfræðilegar, samfélagslegar og í sumum tilfellum trúarlegar afleiðingar. Mikið er deilt um á hvort samkynhneigðir skuli hafa rétt til að ganga í hjónaband, fá viðurkenningu á sambandi sínu með staðfestri samvist eða þeim verði neitt slík réttindi.

Tímalína

breyta
2001   Holland (1. apríl)
2002
2003   Belgía (1. júní)
2004
2005
2006   Suður-Afríka (30. nóvember)
2007
2008
2009
2010
2011
2012   Danmörk (15. júní)
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
2021
2022
2023
2024

Tilvísanir

breyta
  1. Biður samkynhneigt fólk um fyrirgefningu“, Vísir, skoðað þann 11. ágúst 2014.
  2. Leyfa hjónavígslur samkynhneigðra“, RÚV, skoðað þann 11. ágúst 2014.

Heimild

breyta
   Þessi samfélagsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.