Herman Van Rompuy

Forsætisráðherra Belgíu og forseti Evrópska ráðsins

Herman Achille, greifi af Rompuy[1] (f. 31. október 1947), er belgískur stjórnmálamaður sem var áður forsætisráðherra Belgíu (2008-2009) og fyrsti fastkjörni forseti evrópska ráðsins (2009-2014).

Herman Van Rompuy
Forseti evrópska ráðsins
Í embætti
1. desember 2009 – 30. nóvember 2014
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurDonald Tusk
Forsætisráðherra Belgíu
Í embætti
30. desember 2008 – 25. nóvember 2009
ÞjóðhöfðingiAlbert 2.
ForveriYves Leterme
EftirmaðurYves Leterme
Persónulegar upplýsingar
Fæddur31. október 1947 (1947-10-31) (77 ára)
Etterbeek, Belgíu
ÞjóðerniBelgískur
StjórnmálaflokkurKristilegi demókratíski og flæmski flokkurinn
Evrópski þjóðarflokkurinn
MakiGeertrui Windels
BörnPeter, Laura, Elke og Thomas
HáskóliKaþólski háskólinn í Leuven
Undirskrift

Van Rompuy er meðlimur í belgíska Kristilega demókratíska og flæmska flokknum. Hann var forsætisráðherra Belgíu frá 30. desember 2008 þar til Yves Leterme (sem var einnig forveri hans) leysti hann af hólmi þann 25. nóvember 2009.[2] Meðlimir evrópska leiðtogaráðsins kusu Van Rompuy í lok ársins 2009 til þess að gerast fyrsti fastráðni forseti ráðsins í samræmi við umbætur Lissabon-sáttmálans.[3] Van Rompuy var útnefndur í embættið frá 1. desember 2009 til 31. maí 2012[4][5] en tók ekki formlega við embættinu fyrr en 1. janúar 2010.[6] Van Rompuy var endurkjörinn þann 1. mars 2012 og gegndi forsetaembættinu til 30. nóvember 2014.[7]

Gordon Brown sagði um Van Rompuy við embættistöku hans að hann væri „sáttagerðamaður“ sem hefði „komið á pólitískum stöðugleika í landi sínu eftir marga mánuði af óvissu“.[8] Í grein dagblaðsins Le Figaro var Van Rompuy lýst á svipaðan máta og hann kallaður „vandvirkur hönnuður ómögulegra málamiðlana“ (l'horloger des compromis impossibles)[9] Í yfirlýsingu á blaðamannafundi í kjölfar embættistöku sinnar lýsti Van Rompuy nálgun sinni á forsetaembættið á eftirfarandi máta:

„Sérhvert land ætti að koma sigursælt úr samningaviðræðum. Samningaviðræður sem enda með tapliði er aldrei góð samningaviðræða. Ég mun taka hagsmuni og gildi allra til greina. Þótt samheldni okkar sé enn styrkur okkar er fjölbreytni okkar enn auður okkar.“

Ekki voru allir eins ánægðir með valið á Van Rompuy. Þegar Van Rompuy birtist í fyrsta sinn á Evrópuþinginu vandaði Nigel Farage, formaður breska Sjálfstæðisflokksins, honum ekki kveðjurnar og sagði um hann: „Ég vil ekki vera ókurteis, en satt að segja hefur þú persónutöfra rakrar mottu og útlit lítilfjörlegs bankastarfsmanns [...] Hver ert þú? Ég hafði aldrei heyrt um þig, enginn í Evrópu hafði heyrt þín getið [...] Þú ert frá Belgíu, sem er ekki einu sinni land.“[10][11]

Tilvísanir

breyta
  1. „Herman Van Rompuy“. Encyclopædia Britannica. Sótt 24. september 2018.
  2. „Tony Blair Has Dropped Out of the Race to be EU President as Herman Van Rompuy Gets the Nod“ (enska). Sky News. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2018. Sótt 24. september 2018.
  3. „European Parliament announces new President and Foreign Affairs Minister“ (enska). Sótt 1. desember 2009.
  4. „Implementation of the Treaty of Lisbon“ (PDF) (enska). Evrópska ráðið. 16. nóvember 2009. Sótt 24. september 2018.
  5. "EU Lisbon Treaty comes into force", AFP (via Google News), 1. desember 2009.
  6. „Déclaration de Herman Van Rompuy, à l'issue du dîner des Chefs d'Etat ou de Gouvernement“ (franska). hermanvanrompuy.be. Sótt 24. september 2018.
  7. „Van Rompuy re-elected for a second term“ (enska).
  8. „BBC News – Belgian PM Van Rompuy is named as new EU president“ (enska). 20. nóvember 2009. Sótt 24. september 2018.
  9. Jean-Jacques Mevel (20. nóvember 2009). „Van Rompuy, l'horloger des compromis impossibles“ (franska). Le Figaro. Sótt 24. september 2018.
  10. „Nigel Farage insults Herman van Rompuy, calls EU President a "DAMP RAG" – EurActiv.com“ (enska). YouTube.com. 24. febrúar 2010. Sótt 24. september 2018.
  11. Parlement européen: première apparition et premier couac pour Van Rompuy sur actue24.be.


Fyrirrennari:
Yves Leterme
Forsætisráðherra Belgíu
(30. desember 200825. nóvember 2009)
Eftirmaður:
Yves Leterme
Fyrirrennari:
Fredrik Reinfeldt
(til hálfs árs)
Forseti evrópska ráðsins
(1. desember 200930. nóvember 2014)
Eftirmaður:
Donald Tusk