Kómoreyjar

Kómoreyjar eða Kómórur er ríki þriggja eyja undan strönd austanverðrar Afríku, á milli norðurodda Madagaskar í Indlandshafi og Mósambík. Eyjaklasinn er í norðurenda Mósambíksunds milli Mósambík og Madagaskar. Önnur nálæg lönd eru Tansanía í norðvestri og Seychelles-eyjar í norðaustri.

Union des Comores
Udzima wa Komori
الاتحاد القمر
Fáni Kómoreyja Skjaldarmerki Kómoreyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unité - Justice - Progrès
(franska: Eining, réttlæti, framfarir)
Þjóðsöngur:
Udzima wa ya Masiwa
Staðsetning Kómoreyja
Höfuðborg Móróní
Opinbert tungumál shikomor, arabíska og franska
Stjórnarfar Sambandslýðveldi

Forseti Azali Assoumani
Sjálfstæði
 - frá Frakklandi 6. júlí 1975 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
178. sæti
2.236 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
163. sæti
766.865
343/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 869 millj. dala (179. sæti)
 - Á mann 1.252 dalir (165. sæti)
Gjaldmiðill kómorískur franki
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .km
Landsnúmer 269

Eyjarnar eru þrjár eldfjallaeyjar; Grande Comore (opinbert heiti Ngazidja), þar sem höfuðborgin Móróní stendur, Moheli (Mwali) og Anjouan (Nzwani). Eyjan Mayotte er hluti af eyjaklasanum og gera Kómoreyjar tilkall til hennar, en íbúar Mayotte hafa kosið að vera áfram hluti Frakklands. Landið er það þriðja minnsta í Afríku. Nafnið er dregið af arabíska orðinu قمر qamar, tungl. Menning og saga eyjanna er fjölbreytt þar sem saman koma áhrif frá ólíkum menningarsvæðum. Kómoreyjar eru eina Afríkuríkið sem er í senn aðili að Afríkusambandinu, Alþjóðasamtökum frönskumælandi fólks, Samtökum um samvinnu íslamskra ríkja, Arababandalaginu og Indlandshafsráðinu.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.