Alþingishúsið[1] er bygging sem stendur við Austurvöll í Reykjavík og er aðsetur Alþingis Íslendinga. Húsið teiknaði Ferdinand Meldahl, forstöðumaður listaakademíunnar í Kaupmannahöfn. Það var reist árið 1881, en byggingaverktaki þess var F. Bald, danskur maður. Húsið var reist úr höggnu íslensku grágrýti (dólerít). Áður, á árunum 1845-1881, hafði Alþingi starfað í gamla Latínuskólanum sem í dag hýsir Menntaskólann í Reykjavík.

Alþingishúsið í Reykjavík.

Húsið reist breyta

Árið 1880 var hafist handa við byggingu Alþingishússins við Kirkjustíginn, en áður hafði verið gert ráð fyrir að húsið yrði byggt við Bakarastíg, þar sem nú er Bankastræti. Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari seldi þá land sitt við Kirkjustíginn fyrir 2.500 krónur og þótti óheyrilegt verð í þá daga. Þar hafði áður verið kálgarður hans og þar var Alþingishúsið reist.

Við byggingu hússins, sem og fangahússins við Skólavörðustíg, sem hafði verið reist ellefu árum áður, eða árið 1872, lærðu reykvískir iðnaðarmenn að höggva og tilreiða grjót úr holtunum til húsabygginga.

Kringlan á bakhliðinni er síðan byggð 1908-9 en hún var upphaflega ætluð fyrir Hannes Hafstein sem og sem risnuherbergi fyrir móttökur erlenda þjóðhöfðingja og gesta.

Löngu síðar eða 2002 er önnur viðbygging gerð, Skálinn svonefndi.

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. Ritað með stórum staf samkvæmt II. Stór og lítill stafur hjá Íslenskri Málstöð
   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

64°8′48.25″N 21°56′24.66″V / 64.1467361°N 21.9401833°V / 64.1467361; -21.9401833