Egill Egilsson (fæddur 25. október 1942 á Grenivík, látinn 13. desember 2009 í Reykjavík) var íslenskur eðlisfræðingur, kennari og rithöfundur.

Egill vann fyrir Orkustofnun við vatnsmælingar á 7. áratugnum. Hann fluttist til Kaupmannahafnar síðar og nam þar eðlisfræði. Hann kenndi síðar fagið við Kaupmannarhafnarháskóla, Háskóla Íslands, MH og MR.

Egill var um tíma fréttaritari ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Egill var tilnefndur til Menningarverðlauna DV árið 1992 fyrir bók sína Spillvirkjar.

Árið 2009 reisti Egill Landsvirkjun níðstöng með hrosshaus í mótmælum gegn Hvammsvirkjun. [1]

Kona Egils var Guðfinna Eydal, sálfræðingur og eignuðust þau þrjú börn. Bróðir Egils var Valgarður Egilsson, læknir og rithöfundur.

Skáldsögur

breyta
  • Karlmenn tveggja tíma (1977)
  • Sveindómur (1979)
  • Pabbadrengir (1982)
  • Spillvirkjar (1991)
  • Sendiboð úr djúpunum (1995)
  • Vandamenn (2010)

Þýðingar

breyta
  • Rauða kverið handa skólanemum (Bo Andersen, Sören Hansen, Jesper Jensen) 1971
  • Sjálfstraust og sigurvissa (Irene Kassorla) 1987

Tilvísanir

breyta