Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson (f. 17. júlí 1948 í Reykjavík) er Íslenskur fyrrum stjórnmálamaður og sagnfræðingur. Ögmundur sat á Alþingi frá 1995 til 2016, fyrst fyrir Alþýðubandalagið og síðan fyrir Vinstri græna. Ögmundur gengdi þremur ráðherrahlutverkum í ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur frá 2009 til 2013. Fyrst var hann heilbrigðisráðherra árið 2009, síðan dómsmála- og samgönguráðherra frá 2010 til 2011 og síðast sem innanríkisráðherra frá 2011 til 2013.
Ögmundur Jónasson (ÖJ) | |
Ögmundur árið 2016. | |
Fæðingardagur: | 17. júlí 1948 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Reykjavík |
10. þingmaður Suðvesturkjördæmis | |
Flokkur: | Vinstrihreyfingin – grænt framboð |
Þingsetutímabil | |
1995-1998 | í Reykv. fyrir Alþb. |
1998-1999 | í Reykv. fyrir Óh. |
1999-2003 | í Reykv. fyrir Vg. |
2003-2007 | í Reykv. s. fyrir Vg. |
2007-2009 | í Suðvest. fyrir Vg. |
2009-2013 | í Suðvest. fyrir Vg. ✽ |
2013-2016 | í Suðvest. fyrir Vg. |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
1998-1999 | Þingflokksformaður fyrir Óháða |
1999-2009 | Þingflokksformaður fyrir Vinstri græna |
2009 | Heilbrigðisráðherra |
2010-2011 | Dómsmála- og samgönguráðherra |
2011-2013 | Innanríkisráðherra |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis – Vefsíða |
Ögmundur er sagnfræðingur að mennt og sat sem þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Ögmundur var heilbrigðisráðherra í fyrstu tveim ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur, frá 1. febrúar 2009 til 1. október. Hann sagði af sér ráðherradómi vegna ágreinings innan ríkisstjórnarinnar um Icesave-málið.[1] Hann sagði af sér formennsku BSRB fyrir ársfund BSRB haustið 2009.[2][3] Ögmundur er yfirlýstur andstæðingur inngöngu Íslands í Evrópusambandið eins og margir samflokksmenn hans.[4]
Ögmundur varð ráðherra að nýju 2. september 2010, tæpu ári eftir að hann sagði af sér vegna Icesave-málsins og tók sæti sem dómsmála- og samgönguráðherra í aðdraganda þess að nýtt innanríkisráðuneyti varð til með sameiningu dóms- og mannréttindaráðuneytis og samgönguráðuneytis. Árið 2011 var titill ráðherraembættisins breytt í innanríkisráðherra. Ögmundur lýsti því yfir í aðsendri grein í Morgunblaðið um miðjan janúar 2012 að hann myndi styðja tillögu um að vísa mál Landsdóms gegn Geir Haarde frá sökum þess að ekki væri rétt að einn maður væri látinn sæta ábyrgð fyrir hrunið.[5][6] Það þótti nokkuð umdeilt að innanríkisráðherra skyldi með þessum hætti hlutast um dómsmál sem að öllu jöfnu teldist fara á svig við þrískiptingu ríkisvaldsins.[7]
Ferill
breytaÖgmundur útskrifaðist sem stúdent frá menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og lauk MA-prófi í sagnfræði og stjórnmálafræði frá háskólanum í Edinborg árið 1974. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands síðan 1979 og var formaður BSRB frá 1988 til 2009, er hann sinnti því starfi ásamt þingmennsku.
Ögmundur var kjörinn á Alþingi sem óháður frambjóðandi á lista Alþýðubandalagsins og sat sem slíkur frá 1995 til 1998 og var formaður þingflokks Óháðra frá 1998 til 1999, en gekk síðan til liðs við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð árið 1999. Á þingmannatíð sinni, ásamt flokkssystkinum sínum, mótmæli hann stríðinu í Írak og virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka. Ögmundur ákvað að gefa ekki kost á sér í alþingiskosningunum 2016.[8]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Ögmundur segir af sér“. 30. september 2009.
- ↑ „Okkar hlutverk er að toga fyrir þá sem standa höllum fæti“. 21. október 2009.
- ↑ „Ögmundur hættir hjá BSRB í haust“. 21. apríl 2009.
- ↑ „Ögmundur: Sérlega ógeðfellt“. 29. júní 2010.
- ↑ „VIÐ GERÐUM RANGT“. 17. janúar 2012.
- ↑ „Rangt að ákæra Geir“. 17. janúar 2012.
- ↑ „Brynjar Níels: Óheppilegt að ráðherra tjái sig um dómsmál“. 18. janúar 2012.
- ↑ 13 þingmenn hætta - 6 fyrrverandi ráðherrar Rúv, skoðað 14. september, 2016.
Tenglar
breyta
Fyrirrennari: Guðlaugur Þór Þórðarson |
|
Eftirmaður: Álfheiður Ingadóttir | |||
Fyrirrennari: Ragna Árnadóttir |
|
Eftirmaður: enginn | |||
Fyrirrennari: Kristján L. Möller |
|
Eftirmaður: enginn | |||
Fyrirrennari: enginn |
|
Eftirmaður: Hanna Birna Kristjánsdóttir |