Flosi Ólafsson
Flosi Ólafsson (27. október 1929 – 24. október 2009) var íslenskur leikari, leikstjóri, hagyrðingur og rithöfundur. Flosi leikstýrði áramótaskaupinu þrisvar sinnum; árin 1968, 1969 og 1970. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1953, nam leiklist við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins á árunum 1956 til 1958 og leikstjórn og þáttagerð hjá Breska ríkisútvarpinu (BBC) frá 1960 til 1961. Flosi leikstýrði fjölda leikrita og þátta fyrir útvarp og sjónvarp og lék sjálfur og söng í fjölmörgum uppfærslum Þjóðleikhússins og í fjölda kvikmynda. Flosi var líka mikill hestamaður.
Flosi Ólafsson | |
---|---|
Fæddur | Flosi Ólafsson 29. október 1929 Reykjavík |
Dáinn | 24. október 2009 (79 ára) Reykjavík |
Dánarorsök | Bílslys |
Störf | Leikari, Leikstjóri, Rithöfundur, Hagyrðingur |
Ár virkur | 1960–2009 |
Maki | Lilja Margeirsdóttir |
Börn | 2 |
Helstu hlutverk | |
Sigurjón Digri í Með allt á hreinu Þorvarður „Varði“ í Löggulíf Eiríkur í Hrafninn flýgur og Í skugga hrafnsins |
Flosi lék í einni þekktustu sjónvarpsauglýsingu sem gerð hefur verið á Íslandi en það var auglýsing frá leigubílastöðinni Hreyfli árið 1995. Í auglýsigunni rappaði Flosi símanúmer stöðvarinnar og hefur auglýsingin verið flokkuð sem ein best heppnaðasta sjónvarpsauglýsing á Íslandi.[1]
Fjölskylda
breytaFlosi var sonur Ólafs Jónssonar (1905-1989) verslunarmans og Önnu Oddsdóttur, síðar Stephensen (1908-1980) kaupkonu. Kjörforeldrar Ólafs Jónssonar föður Flosa voru Flosi Sigurðsson (1874-1952) trésmiður og Jónína Jónatansdóttir (1869-1946) húsmóðir. Flosi var giftur Lilju Margeirsdóttur og þau eignuðust eitt barn. Fyrir átti Flosi eina dóttur[2]
Hagyrðingurinn Flosi
breytaFlosi var frægur hagyrðingur, og frægastur er hann fyrir stutta vísu sem hann setti saman á hagyrðingakvöldi. Það kom til vegna þess að þá var verið að tala um Vin Hafnarfjarðar en í sömu mund var þess minnst að Hafnfirðingar hafa löngum sungið bæjarfélagi sínu lof í laginu: Þú, hýri Hafnarfjörður. Þá varð til þessi vísa Flosa:
- Er mæti ég hýrum Hafnfirðing
- í Hellisgerði.
- Aftan og framan og allt um kring
- er ég á verði.
Hann bætti svo seinna um betur:
- Ef ætlarðu að fara á ástarþing
- er upplagt að hafa það svona.
- Krækja í hýran Hafnfirðing,
- sem helst þarf að vera kona.
Tilvitnanir
breytaFerill
breytaKvikmynda- og sjónvarpsþáttaferill
breytaÁr | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
1962 | 79 af stöðinni | ||
1967 | Áramótaskaup 1967 | ||
1968 | Áramótaskaup 1968 | Leikstjóri | |
1969 | Áramótaskaup 1969 | Leikstjóri | |
1970 | Áramótaskaup 1970 | Leikstjóri | |
1978 | Áramótaskaup 1978 | ||
1979 | Running Blind | Paul | |
1982 | Með allt á hreinu | Sigurjón Digri | |
1984 | Hrafninn flýgur | Erik | |
1985 | Hvítir mávar | Bjarki Tryggvason | |
Löggulíf | Þorvarður „Varði“ varðstjóri | ||
1988 | Í skugga hrafnsins | Eiríkur | |
1992 | Veggfóður: Erótísk ástarsaga | Geirvar Páll | |
1994 | Skýjahöllin | Verkstjóri | |
1995 | Á köldum klaka | Eigandi hótels |
Bókmenntaferill
breytaÁr | Bók | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|
1973 | Slett úr klaufunum | |
1974 | Hneggjað á bókfell | |
1975 | Leikið lausum hala | |
1975 | Bjargvætturinn í Grasinu | Þýðandi |
1982 | Í kvosinni | |
2003 | Ósköpin öll | |
2004 | Heilagur sannleikur |
Tilvísanir
breyta- ↑ „Bestu íslensku auglýsingarnar - Vísir“. visir.is. Sótt 6. janúar 2021.
- ↑ Lilja Margeirsdóttir; grein í DV 1996