FC Barcelona

knattspyrnufélag í Barcelona, Spánn

FC Barcelona er knattspyrnufélag í Barselóna, Katalóníu, Spáni. Félagið hefur þá sérstöðu, að það er rekið á fjármagni stuðningsmanna liðsins. [1] Áður en félagið fékk merki UNICEF á búninga félagins, hafði það aldrei haft auglýsingar á búningum sínum. Samningurinn við UNICEF er líka nokkuð sérstakur, því UNICEF er borgað fyrir að hafa auglýsinguna á búningnum, en venjulega er hinn hátturinn hafður á. [2] FC Barcelona hefur jafnframt sögulegt gildi, gagnvart ríkinu katalónu og krafa er gerð til þess að katalóníska sé töluð af öllum leikmönnum liðsins. [3] Leikvangur FC Barcelona er Camp Nou, eða nývangur uppá íslensku.

Futbol Club Barcelona
Fullt nafn Futbol Club Barcelona
Gælunafn/nöfn L'equip blaugrana
Stytt nafn FC Barcelona
Stofnað 29. nóvember 1899 (1899-11-29) (120 ára)
Leikvöllur Camp Nou
Stærð 99.354
Stjórnarformaður Josep Maria Bartomeu breyta
Knattspyrnustjóri Ronald Koeman
Deild La Liga
2019/20 2.
Heimabúningur
Útibúningur

SagaBreyta

Stofnun (1899–1922)Breyta

FC Barcelona var stofnað þann 22. október 1899, þegar Joan Gamper setti auglýsingu í bæjarblaðið Los Deportes um að stofna knattspyrnulið. 1902 vann Barcelona fyrsta bikar sinn, Copa Macaya fyrir að vera besta knattspyrnulið Katalóníu.[4]

Íþrótta tilkynning: Vinur okkar og kunningi Hans Gamper...fyrrum Svissneskur meistari, með áhuga á að skipulegja fótboltaleiki í borginni biður alla sem eru nægilega áhugasamir um íþróttina að mæta á skrifstofu blaðsins á þriðjudag eða fimmtudagskvöld klukkan 9 og 11 eftir hádegi.

— Auglýsing Gampers í Los Deportes.[4]


14. mars 1909 færði liðið sig í leikvanginn Camp de la Industria sem gat tekið við 8.000 manns. Á sama tímabili breytti félagið opinberu tungumáli sínu frá spænsku yfir á katalónsku og varð síðar mikilvægt tákn katalóníu.[5]

Stjórnartímabil Rivera (1923–1957)Breyta

Þann 14. júní 1925 fór hreyfing sem var á móti stjórn Primo de Rievera konungsfjölskyldunnar og söng þjóðsöng Spánverja á leikvangi Barcelona. Hreyfingunni var refsað með því að loka leikvanginum og eiganda félagsins var þvingaður til að segja af sér.[6] 3. Júlí 1927 keppti félagið gegn Spænska landsliðinu. Leikurinn hófst eftir að boltanum hafði verið sleppt úr flugvél.[7]

Spænska borgarastyrjöldin hófst árið 1936 og leikmenn frá Barcelona og Athletic Bilbao börðust gegn uppgangi hersins. [8] 6. Ágúst myrtu hermenn forseta félagsins, Josep Sunyol sem var jafnframt talsmaður sjálfstæðisflokks borgarinnar. Hans er minnst sem píslarvotts og atvikið skiptir miklu í sögu FC Barselona og sjálfstæðisbaráttu Katalóníu.[9]

16. mars 1938 varð Barselóna fyrir loftárásum frá Ítalska hernum. Félaginu var skipað að breyta nafni sínu í Club de Fútbol Barcelona og að fjarlægja fána Katalóníu úr merki sínu.[10] 1952 vann félagið fimm mismunandi bikara; spænsku úrvalsdeildina, deildarbikarinn, Latin Cup, Copa Eva Durante og Copa Martini Rossi.

Club de Fútbol Barcelona (1957-1978)Breyta

Velgengninni frá 1952 var fylgt eftir árið 1959 þegar liðið vann tvennu og árið 1961 varð það fyrsta félagið til að sigra Real Madrid í Evrópukeppninni.[11] Þegar að valdatímabili Franco lauk árið 1974 skipti félagið aftur yfir í sitt gamla nafn.[12]

Stöðugleikaárin (1978-2000)Breyta

Frá 1978 hefur forseti Barselóna verið valinn af meðlimum félagsins og þessi ákvörðun er tengd lýðræðisvæðingu Spánar árið 1974 eftir einræði Franco. Ári síðar, 20. október 1979, var uppeldistarf félagsins eflt á sveitasetrinu La Masia.[13] La Masia var fyrir þennan tíma höfuðstöðvar félagsins.

Árið 1988 setti Johan Cruyff saman hið svokallaða draumalið félagsins. Í liðinu var Pep Guardiola, José Mari Bakero, Txiki Begiristain, Ronald Koeman, Michael Laudrup, Romario og Hristo Stoichkov.[14] Barselóna vann úrvalsdeildina fjórum sinnum í röð með þessu liði frá 1991 til 1994.[15]


TilvísanirBreyta

 1. Unthinkable? Supporter-owned football clubs
 2. Manchester United og FC Barcelona styrkja UNICEF
 3. - “Catalunya is a nation and FC Barcelona its army.” Sir Bobby Robson
 4. 4,0 4,1 Ball, Phil p. 89.
 5. List of cup finals
 6. Burns, Jimmy. pp. 111–112.
 7. History part II FC Barcelona
 8. Ball, Phil. pp. 116–117.
 9. Raguer, Hilari. pp. 232–233.
 10. Karel Stokkermans. „European Champions' Cup“. Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation (RSSSF).
 11. European Champions Cup
 12. The crest FC Barcelona
 13. "La Masia, como un laboratorio" (spænska)
 14. Ball, Phil. pp. 106–107.
 15. Hounours FC Barcelona