Liu Xiaobo (28. desember 1955 – 13. júlí 2017) var kínverskur aðgerðasinni og handhafi friðarverðlauna Nóbels en hann hlaut þau árið 2010 „fyrir langa og friðsamlega baráttu sína fyrir grundvallar mannréttindum í Kína“.[1] Kínversk yfirvöld brugðust illa við afhendingunni og sögðu hana ganga gegn meginreglum verðlaunanna, ásamt því að vera „guðlast“ við verðlaunin. Xiaobo aflplánar nú 11 ára fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir það að grafa undan ríkisvaldinu.[2]

Liu Xiaobo
Liu Xiaobo
Fæddur 28. desember 1955(1955-12-28)
Changchun, Kína
Látinn 13. júlí 2017 (61 árs)
Þekktur fyrir að vera handhafi friðarverðlauna Nóbels
Starf/staða Mannréttindaaðgerðasinni
Maki Liu Xia

TilvísanirBreyta

  1. „The Nobel Peace Prize 2010 Liu Xiaobo“. Sótt 8. október 2010.
  2. „Liu Xiaobo Nobel win prompts Chinese fury“. Sótt 8. október 2010.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.