K100
K100 er íslensk útvarpsstöð sem hóf útsendingar 1. september 2009. K100 spilar létta dægurtónlist – bara það besta frá 90’s til dagsins í dag. K100 varð til úr útvarpsstöðinni Kaninn, sem Einar Bárðarsson stofnaði 2009. Árið 2012 keypti Síminn hana og gaf henni núverandi nafn. Síðan í lok árs 2016 hefur hún verið í eigu Árvakurs hf.
Dagskrár- og tónlistarstjóri K100 og Retro 895 er Sigurður Þorri Gunnarsson.
Útvarpsstjóri K100 er Magnús E. Kristjánsson.
Sölustjóri er Björn Þórir Sigurðsson.
FM-útsendingartíðni
FM 100,5 og FM 88,1 á höfuðborgarsvæðinu
FM 100,5 á SV-horninu, suðurlandi og sunnanverðu Snæfellsnesi
Vestmannaeyjar FM 102,7
Vík í Mýrdal FM 89,7
Kirkjubæjarklaustur FM 89,7
Borgarnes og Borgarfjörður FM 104,9
Holtavörðuheiði FM 104,9
Hrútafjörður FM 104,9
Laugabakki FM 104,9
Hvammstangi FM 104,9
Blönduós FM 104,9 og FM 101,7
Skagafjörður og Sauðárkrókur FM 101,7
Akureyri FM 93,9
Egilsstaðir FM 100,5
Ísafjörður FM 101,5
Bolungarvík FM 100,5
Aðrar dreifileiðir
K100 er dreift gegnum Sjónvarp Símans og er þar að finna á rás 9, bæði í hljóði og mynd.
Auk þess er K100 auðvitað aðgengileg á k100.is. Þar er ávallt hægt að hlusta og horfa á beina útsendingu, hvar sem maður er staddur í heiminum.
Saga
breytaKaninn var útvarpsstöð í eigu eignarhaldsfélagsins Skeifan 7, sem var í eigu Einars Bárðarsonar. Hún hóf útsendingar 1. september 2009 og var send út á tíðninni FM 100,5. [1] Í janúar 2012 keypti Skjárinn sem á og rak SkjáEinn, SkjáHeim, SkjáBíó, SkjáSport og SkjáKrakka, útvarpsstöðina.[2] Útvarpsstöðin fluttist í húsakynni Skjásins og fékk nafnið K100 þann 12. apríl 2012. Árið 2016 keypti Árvakur hf K100 og fluttist í húsakynni Árvakurs í Hádegismóum 2.