Minnihlutastjórn er ríkisstjórn í þingræðislandi sem hefur ekki öruggan þingmeirihluta á bak við sig. Yfirleitt þarf slík ríkisstjórn að hafa óbeinan stuðning þingmanna úr öðrum flokkum en að henni standa þ.e. viðkomandi þingmenn verja stjórnina vantrausti. Andstæða minnihlutastjórnar er meirihlutastjórn.

Slíkar stjórnir eru taldar veikar stjórnir þ.e. eiga ekki auðvelt að koma sínum málum fram á þingi. Þær minnihlutastjórnir sem setið hafa á Íslandi hafa setið stutt og jafnvel verið undanfarar nánara samstarfs stjórnarflokks og þess flokks sem ver stjórnina vantrausti. Andstæðan við minnihlutastjórn er meirihlutastjórn þar sem stjórnmálaflokkar sem hafa til samans meiri en helming þingmanna á Alþingi koma sér saman um að mynda stjórn eða að einn flokkur nær slíkum meirihluta.

Heimild

breyta
  • Jón Sigurgeirsson, Þingræðisreglan, HÍ námsritgerð, 1978
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.