Apeldoorn er næststærsta borgin í héraðinu Gelderland í Hollandi með 157 þúsund íbúa (2014). Verið er að reisa tvö ný hverfi, þannig að íbúatalan á eftir að hækka mikið.

Apeldoorn
Fáni
Skjaldarmerki
Staðsetning
HéraðGelderland
Flatarmál
 • Samtals341,13 km2
Mannfjöldi
 (1. janúar 2014)
 • Samtals157.549
 • Þéttleiki462/km2
Vefsíðawww.apeldoorn.nl

Lega og lýsing

breyta

Apeldoorn liggur við hollenska skipaskurðinn, sem liggur í norður/suðurstefnu í austurhluta Hollands. Veluwe, stærsta skógarsvæði Hollands liggur við vesturenda borgarinnar. Næstu borgir eru Arnhem til suðurs (30 km), Ede til suðvesturs (40 km), Zwolle til norðurs (40 km) og Utrecht til vesturs (65 km). Apeldorn er ákaflega græn borg, með fáum háhýsum.

Skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki Apeldoorn sýnir rauðan örn, með bláar klær og nef, og lykil fyrir framan. Örninn er tákn um gamla þýska ríkið. Lykillinn er tákn borgarinnar.

Orðsifjar

breyta

Apeldoorn merkir eplatré á gamalli hollensku. Apel = epli (sbr. Apfel á þýsku). Doorn er notað um ýmsa runna.

Söguágrip

breyta
 
Apeldoorn á 17. öld var einungis bændaþorp. Teikning eftir Jacob van Ruisdael.
  • 793 kemur borgin fyrst við skjöl.
  • 1685 lét ríkisstjórinn Vilhjálmur III af Óraníu reisa sér kastalann Het Loo í borginni. Vilhjálmur var hins vegar kallaður til Englands 1689, þar sem hann varð konungur, eftir að Englendingar hröktu Jakob II frá völdum. En ættmenn Óraníu-ættarinnar sátu gjarnan í kastalanum og er hann enn í eigu ættarinnar.
  • Eftir 1850 reistu sér margir efnaðir Hollendingar villur í borginni, en það þótti fínt að vera í grennd við kastalann. Í kjölfarið breyttist Apeldoorn úr bændaþorpi í græna borg.
  • Í iðnbyltingunni á 19. öld voru pappírsiðnaður og efnahreinsun mjög áberandi.
  • Í heimstyrjöldinni síðari hertóku nasistar borgina strax 1940. Í Apeldoorn prentuðu andspyrnumenn gjarnan upplýsingablöð gegn nasistum. Allir gyðingar voru fluttir úr borginni og létust þeir nær allir í útrýmingarbúðum. 17. apríl 1945 frelsuðu bandamenn (Kanadamenn) borgina úr höndum nasista.
  • 1968 var háskóli stofnaður í borginni en hann samanstendur eingöngu af guðfræðideild.
  • 2009 var gerð morðtilraun á Beatrix drottningu á drottningardeginum, óopinbera þjóðhátíðardegi Hollendinga. Gerandinn keyrði á bíl í gegnum mannþröngina í Apeldoorn í því skyni að klessa á drottningarvagninn. Hann missti þó stjórn á bílnum og stöðvaðist á minnisvarða. Átta manns biðu bana, þar á meðal gerandinn, og margir slösuðust.

Viðburðir

breyta

Jazz in the woods er árleg tónlistarhátíð í miðborg Apeldoorn í maílok. Spilað er jazz, en einnig popp og blús. Aðgangur er ókeypis. Um 60-80 þúsund manns sækja hátíð þessa heim.

Midwinter-Marathon er árlegt Maraþonhlaup í borginni. Það hefur verið haldið í janúarmánuði síðan 1974 og er næstelsta Maraþonhlaupið í Hollandi

Byggingar og kennileiti

breyta
 
Het Loo kastalinn er í eigu Óraníuættarinnar
  • Het Loo er gömul konungshöll sem Vilhjálmur III. ríkisstjóri lét reisa sér í kringum 1680 en Vilhjálmur þessi varð einnig konungur Englands 1689-1701. Vilhjálmur var úr Óraníu-ættinni og er höllinn enn í eigu þessarar ættar. Höllin þjónar nú sem sumardvalarstaður fyrir konungsfjölskylduna. Í kringum hana er víðáttumikill garður. Hluti garðsins og hallarinnar er opin almenningi.
  • Drottningarkirkjan (Grote of Koninginnekerk) er kirkja mótmælenda í borginni. Fyrirrennarinn var reistur 1842 en brann til kaldra kola 1890. Strax á næsta ári var núverandi kirkja reist. Vilhelmína prinsessa lagði grunnsteininn en hún var bara tíu ára þá. Kirkjan var vígð 1892 að viðstaddri Emmu drottningu. Vilhelmína var hins vegar tíður gestur í guðsþjónustu og ber hún nafn (eða titil) hennar. Kirkjan er friðuð í dag. Við hlið hennar er stytta af Vilhelmínu.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Apeldoorn“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. júní 2011.