Herta Müller (f. 17. ágúst 1953) er þýskumælandi rithöfundur frá Rúmeníu. Herta er þekkt fyrir skáldsögur sínar, ljóð og ritgerðir. Verk hennar snúast aðallega um hið harðneskjulega líf í Rúmeníu á þeim árum þegar Nicolae Ceauşescu var þar við völd. Árið 2009 hlaut hún Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

Herta Müller (2019)

Herta tilheyrði þýskumælandi minnihluta í Rúmeníu og skrifar þess vegna á þýsku. Rúmensku lærði hún ekki fyrr en hún varð táningur í skóla. Tungumálin tvö hafa þó litað ritstíl hennar, enda er þýska hennar sögð mjög lituð af sýn rúmenskunar á tilveruna, en hún hefur sagt að hvert tungumál hafi sín eigin augu. Skáldsögur hennar þóttu of ágengar og spyrjandi í Rúmeníu þannig að árið 1987 varð hún að flýja Rúmeníu og settist þá að í Þýskalandi. Hún býr núna í Berlín.

Skáldsaga Hertu, Ennislokkur einvaldsins, kom út í íslenskri þýðingu Franz Gíslasonar árið 1995. Bókin fjallar um síðustu daga einræðisins í Rúmeníu.[1][2]

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.