Svein Harald Øygard

Svein Harald Øygard (f. 1960) er norskur hagfræðingur sem var settur bankastjóri Seðlabanka Íslands tímabundið með lögum sem samþykkt voru 26. febrúar 2009. Það var Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, sem lagði til að Svein yrði skipaður í stöðu bankastjóra við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra Íslands. Svein var yfirmaður Oslóardeildar alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey & Company. Svein starfaði sem skrifstofustjóri norska fjármálaráðuneytisins á árunum 1990-1994 og kom að endurbótum á skattakerfinu 1992. Hann starfaði einnig sem þingritari Norska verkamannaflokksins.[1] Ráðning hans sem íslenskan seðlabankastjóra vakti mikla athygli í Noregi.[2][3][4]

Svein Harald taldi að endurreisn efnahagslífsins grundvallaðist í aðlögun á raunhagkerfinu, peningastefnu sem stuðlar að stöðuleika, styrkingu ríkisfjármála og endurreisn skilvirks fjármálakerfis. [5] Megináhersla hafi verið á að leggja grunn að endurreisn efnahags. Hann segir að íslenska kreppan hafi verið bankakreppa, skuldakreppa, fjárhagskreppa og gjaldeyriskreppa, allt á sama tíma.[6]

Tilvísanir breyta

Tenglar breyta