1997
ár
(Endurbeint frá Júlí 1997)
Árið 1997 (MCMXCVII í rómverskum tölum) var 97. ár 20. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Kofi Annan tók við starfi aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
- 5. janúar - Rússar drógu herlið sitt frá Téténíu.
- 14. janúar - Nokkrir grískir fornleifafræðingar lýstu því yfir að þeir hefðu hugsanlega fundið leifar skóla Aristótelesar, Lýkeion.
- 16. janúar - Uppreisnin í Albaníu hófst vegna pýramídasvindls.
- 17. janúar - Ísrael lét Palestínuríki eftir herstöð sína í Hebron á Vesturbakkanum.
- 17. janúar - Fyrsti löglegi skilnaðurinn fór fram á Írlandi.
- 18. janúar - Hútúar myrtu sex spænska hjálparstarfsmenn og þrjá hermenn í norðvesturhluta Rúanda.
- 18. janúar - Norski ævintýramaðurinn Børge Ousland varð fyrstur til að komast yfir Suðurskautslandið einn og án aðstoðar.
- 22. janúar - Madeleine Albright varð fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
- 23. janúar - Mir Qazi var dæmdur til dauða í Bandaríkjunum fyrir skotárás á höfuðstöðvar CIA.
- 31. janúar - Japanski tölvuleikurinn Final Fantasy VII var settur á markað.
Febrúar
breyta- 4. febrúar - 73 létust þegar tvær ísraelskar herþyrlur á leið til Líbanon rákust saman.
- 4. febrúar - Forseti Serbíu, Slobodan Milošević, viðurkenndi ósigur í kosningunum í nóvember árið áður.
- 5. febrúar - Stóru bankarnir þrír í Sviss, Credit Suisse, Swiss Bank Corporation og UBS, kynntu stofnun 71 milljóna dala sjóðs handa fólki sem lifði helförina af.
- 5. febrúar - Bandarísku fjárfestingarbankarnir Morgan Stanley og Dean Witter Reynolds sameinuðust.
- 10. febrúar - Sandline-málið komst í hámæli þegar ástralskir fjölmiðlar greindu frá því að ríkisstjórn Papúu Nýju-Gíneu hefði ráðið málaliða til að kveða niður uppreisn á Bougainville-eyju.
- 13. febrúar - Viðhald á Hubble-sjónaukanum hófst.
- 13. febrúar - Dow Jones-vísitalan komst í fyrsta sinn yfir 7.000 stig.
- 14. febrúar - Sænska bruggverksmiðjan Pripps komst í eigu norsku iðnsamsteypunnar Orkla.
- 22. febrúar - Í Roslin í Skotlandi tikynntu genasérfræðingar að þeir hefðu klónað fullorðna kind sem þeir nefndu Dollý.
- 23. febrúar - Eldur gaus upp í rússnesku geimstöðinni Mír.
- 27. febrúar - Skilnaður varð löglegur á Írlandi.
- 28. febrúar - Jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Íran við borgina Ardabil með þeim afleiðingum að 1100 manns létust.
Mars
breyta- 3. mars - Björk Guðmundsdóttir hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.
- 4. mars - Bill Clinton bannaði alríkisstyrki til rannsókna á klónun manna.
- 6. mars - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Tamíltígrar náðu herstöð á sitt vald og drápu 200.
- 9. mars - Bandaríski rapparinn The Notorious B.I.G. var myrtur í Los Angeles.
- 10. mars - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Vampírubaninn Buffy hóf göngu sína á WB.
- 13. mars - Indversku kærleiksboðberarnir völdu systur Nirmala sem eftirmann móður Teresu.
- 16. mars - Sandline-málið: Papúski herforinginn Jerry Singirok lét handtaka Tim Spicer og málaliða frá Sandline International.
- 22. mars - Tara Lipinski varð yngsti heimsmeistari sögunnar í listdansi á skautum.
- 23. mars - Bresku sakamálaþættirnir Barnaby ræður gátuna hófu göngu sína á ITV.
- 26. mars - 39 meðlimir nýtrúarhreyfingarinnar Heaven's Gate frömdu fjöldasjálfsmorð í San Diego.
- 26. mars - Sandline-málið: Julius Chan sagði af sér sem forsætisráðherra Papúu Nýju-Gíneu.
- 28. mars - Ítalska strandgæsluskipið Sibilla sigldi á albanska vélskipið Katër i Radës með 120 flóttamenn um borð með þeim afleiðingum að 80 þeirra drukknuðu.
- 31. mars - Barnaþættirnir Stubbarnir hófu göngu sína á BBC Two.
Apríl
breyta- 1. apríl - Hale-Bopp-halastjarnan náði sólnánd.
- 1. apríl - Teiknimyndaþættirnir Pokémon hófu göngu sína á TV Tokyo.
- 1. apríl - Borgarhverfið Užupis í Vilnius lýsti yfir sjálfstæði sem „lýðveldið Užupis“.
- 3. apríl - Thalit-fjöldamorðin: Allir íbúar Thalit í Alsír nema einn voru myrtir af skæruliðum.
- 11. apríl - Dómkirkjan í Tórínó skemmdist í eldi.
- 13. apríl - Tiger Woods varð yngsti kylfingurinn í sögunni sem sigraði Masters-golfmótið.
- 14. apríl - 343 fórust í eldi í tjaldbúðum pílagríma í nágrenni Mekka.
- 21. apríl - Fyrsta geimgreftrunin fór fram þegar jarðneskar leifar 24 manna voru sendar út í geim með Pegasusflaug.
- 22. apríl - Haouch Khemisti-fjöldamorðin í Alsír áttu sér stað.
- 22. apríl - Eftir 126 daga umsátur um japanska sendiráðið í Líma í Perú réðust stjórnarliðar inn í bygginguna og drápu alla skæruliða Túpac Amaru.
- 23. apríl - Omaria-fjöldamorðin áttu sér stað í Omaria, litlu þorpi í suðurhluta Alsír þar sem 42 þorpsbúar, konur og börn voru drepin.
- 29. apríl - Alþjóðlegi efnavopnasamningurinn tók gildi. Hann skyldar aðildarríki til þess að hætta þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna.
Maí
breyta- 1. maí - Þingkosningar fóru fram í Bretlandi. 18 ára stjórn Íhaldsflokksins lauk þegar Verkamannaflokkurinn vann kosningasigur.
- 2. maí - Tony Blair tók við embætti forsætisráðherra Bretlands af John Major.
- 3. maí - Katrina & The Waves sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1997 fyrir Bretland með laginu „Love shine a light“.
- 6. maí - Englandsbanki var gerður að sjálfstæðri og óháðri stofnun.
- 8. maí - Dagskrárblokkin Playhouse Disney hóf göngu sína á Disney Channel.
- 9. maí - Hópur sjálfstæðissinna sem voru kallaðir Serenissimi hertóku um stutt skeið Klukkuturn heilags Markúsar í Feneyjum.
- 10. maí - 1.560 manns fórust í jarðskjálfta nálægt Ardekul í Íran.
- 11. maí - Ofurtölvan Deep Blue sigraði Garrí Kasparov í skák með 3½ vinningi gegn 2½.
- 16. maí - Mobutu Sese Seko var rekinn í útlegð frá Saír.
- 17. maí - Her Laurent-Désiré Kabila hélt inn í Kinsasa í Saír.
- 21. maí - Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon urðu fyrstir Íslendinga til að stíga á tind Everestfjalls.
- 25. maí - Johnny Paul Koroma rændi völdum í Síerra Leóne.
- 27. maí - Ný lög um fjárreiður íslenska ríkisins voru samþykkt. Þau færðu reikningsskil ríkisstofnana og ríkisins í heild nær því sem tíðkast hjá fyrirtækjum. Sama ár skilaði ríkissjóður afgangi í fyrsta sinn í mörg ár.
- 27. maí - Skýstrokkur gekk yfir bæinn Jarrell í Texas með þeim afleiðingum að 27 íbúar bæjarins fórust.
- 27. maí - Eric S. Raymond kynnti ritgerð sína The Cathedral and the Bazaar á Linuxráðstefnu í Þýskalandi.
- 31. maí - Sambandsbrúin, lengsta brú heims yfir ísilagt hafsvæði, var opnuð milli Eyju Játvarðs prins og Nýju-Brúnsvíkur í Kanada.
Júní
breyta- 1. júní - Járnbrautargöng við Stórabeltisbrúna voru opnuð.
- 1. júní - Flugfélag Íslands var stofnað með sameiningu innanlandsdeildar Flugleiða og Flugfélags Norðurlands.
- 1. júní - Hugo Banzer sigraði forsetakosningar í Bólivíu.
- 2. júní - Timothy McVeigh var dæmdur fyrir 15 morð vegna sprengjutilræðisins í Oklahómaborg.
- 3. júní - Lionel Jospin varð forsætisráðherra Frakklands.
- 7. júní - Tölvunotandi með notandanafnið _eci gaf út kóða hugbúnaðar sem var síðar þekktur sem WinNuke.
- 10. júní - Leiðtogi rauðu kmeranna, Pol Pot, fyrirskipaði aftöku varnarmálaráðherra síns, Son Sen, og 11 fjölskyldumeðlima rétt áður en hann flúði sjálfur úr fylgsni sínu í norðurhluta Kambódíu.
- 11. júní - Breska þingið samþykkti algjört bann við skammbyssum.
- 13. júní - Timothy McVeigh var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk.
- 16. júní - Skæruliðar myrtu um 50 þorpsbúa í Daïat Labguer-blóðbaðinu í Alsír.
- 22. júní - Sænski tónlistarmaðurinn Ted Gärdestad framdi sjálfsmorð með því að stökkva fyrir lest.
- 25. júní - Eldfjallið Soufrière Hills gaus á Montserrat.
- 25. júní - Ómannað Progressgeimfar rakst á geimstöðina Mír.
- 26. júní - Fyrsta bókin í Harry Potter-bókaröðinni, Harry Potter og viskusteinninn, kom út í London.
- 27. júní - Bandaríska teiknimyndin Herkúles var frumsýnd.
- 28. júní - Mike Tyson beit eyrað af Evander Holyfield í keppni um meistaratitil í hnefaleikum.
- 30. júní - Bretar létu yfirráð yfir Hong Kong í hendur Kínverja.
Júlí
breyta- 1. júlí - Stjórn Hong Kong færðist til Kínverska alþýðulýðveldisins.
- 1. júlí - Ný lögreglulög tóku gildi á Íslandi og embætti Ríkislögreglustjóra var búið til.
- 4. júlí - Könnunarfar NASA, Mars Pathfinder, lenti á Mars.
- 4. júlí - Ein verstu flóð 20. aldar hófust með skýfalli í Tékklandi, Þýskalandi og Póllandi.
- 5. júlí - Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður á Ítalíu.
- 5. júlí - Hun Sen rændi völdum í Kambódíu.
- 8. júlí - Mayo Clinic uppgötvaði að megrunarlyfið fen-phen gæti valdið alvarlegum hjarta- og lungnaskaða.
- 10. júlí - ETA rændu spænska stjórnmálamanninum Miguel Ángel Blanco og myrtu hann.
- 10. júlí - Vísindamenn í London gáfu út að erfðarannsóknir á beinagrind Neanderdalsmanns styddu kenninguna um uppruna nútímamannsins í Afríku.
- 11. júlí - Yfir 90 létust þegar eldur kom upp á hóteli á Pattaya í Taílandi.
- 12. júlí - Japanska teiknimyndin Mononoke prinsessa var frumsýnd.
- 21. júlí - Seglskipið Constitution var sjósett í fyrsta sinn í 116 ár.
- 25. júlí - Kocheril Raman Narayanan varð fyrsti forseti Indlands úr hópi stéttleysingja.
- 27. júlí - 17.000 manns þurftu að flýja heimili sín í Słubice í Póllandi þegar áin Oder rauf flóðvarnargarða.
- 30. júlí - 18 fórust í skriðu í Snowy Mountains í Ástralíu.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Flugvélaframleiðendurnir Boeing og McDonnell Douglas sameinuðust.
- 2. ágúst - Ástralska skíðakennaranum Stuart Diver var bjargað úr Thredbo-skriðunni í Nýju Suður-Wales.
- 3. ágúst - Milli 40 og 76 þorpsbúar voru myrtir í Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðunum í Alsír.
- 3. ágúst - Tvær Kómoreyja, Anjouan og Mohéli, reyndu að ganga aftur undir nýlendustjórn Frakka.
- 4. ágúst - 185.000 bílstjórar hjá United Parcel Service fóru í verkfall.
- 6. ágúst - Microsoft keypti hlutabréf í Apple Computer að andvirði 150 milljóna dala til að aðstoða þá í fjárhagsvandræðum.
- 6. ágúst - Korean Air flug 801 fórst við Gvam. 228 létust.
- 7. ágúst - Sprengja sprakk á Stokkhólmsleikvanginum en enginn slasaðist. Hópur sem mótmælti umsókn Svía um að halda Ólympíuleikana 2004 stóð á bak við sprenginguna.
- 13. ágúst - Bandarísku teiknimyndaþættirnir South Park hófu göngu sína á Comedy Central.
- 17. ágúst - Íslenska kvikmyndin Blossi/810551 var frumsýnd.
- 20. ágúst - Yfir 60 voru myrtir og 15 rænt í Souhane-fjöldamorðunum í Alsír.
- 21. ágúst - Þriðja breiðskífa Oasis, Be Here Now, kom út.
- 25. ágúst - Síðasti leiðtogi Austur-Þýskalands, Egon Krenz, var dæmdur í 6 og hálfs árs fangelsi vegna morða á fólki sem reyndi að komast yfir Berlínarmúrinn á tímum Kalda stríðsins.
- 26. ágúst - 60-100 manns voru myrt í Ben Ali-fjöldamorðunum í Alsír.
- 26. ágúst - Sjálfstæða alþjóðlega afvopnunarnefndin var stofnuð sem hluti af friðarferlinu á Norður-Írlandi.
- 29. ágúst - Yfir 100 manns voru myrt í Rais-fjöldamorðunum í Alsír.
- 31. ágúst - Díana prinsessa af Wales og Dodi Al-Fayed létust í bílslysi í París.
September
breyta- 5. september - 87 voru myrtir í Beni Messous-fjöldamorðunum í Alsír.
- 6. september - Útför Díönu prinsessu fór fram í Westminster Abbey. Yfir tveir milljarðar manna fylgdust með athöfninni í sjónvarpi.
- 6. september - 3,5 milljónir manna hlýddu á Jean Michel Jarre í Moskvu.
- 7. september - Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund var stofnað í Vestmannaeyjum.
- 7. september - Fyrsta prufuflug Lockheed Martin F-22 Raptor-orrustuþotunnar fór fram.
- 11. september - Skotar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að endurreisa skoska þingið eftir 290 ára samband við England.
- 15. september - Bandaríska netfyrirtækið Google var stofnað.
- 18. september - Íslenska kvikmyndin María var frumsýnd í Þýskalandi.
- 18. september - Bílsprengja á vegum Al-Kaída sprakk í Mostar í Bosníu og Hersegóvínu.
- 19. september - 53 voru myrtir í Guelb El-Kebir-fjöldamorðunum í Alsír.
- 21. september - Íslamski hjálpræðisherinn lýsti einhliða yfir vopnahléi í Alsír.
- 26. september - 234 létust þegar Garuda Indonesia flug 152 hrapaði í lendingu í Medan á Súmötru.
- 26. september - Kirkja heilags Frans í Assisi á Ítalíu skemmdist mikið í jarðskjálfta.
- 28. september - Estonia-minnisvarðinn um fórnarlömb Estonia-slyssins var vígður í Stokkhólmi.
Október
breyta- 2. október - Mikið hneykslismál kom upp þegar í ljós kom að þéttiefni sem notað var í Hallandsås-göngunum í Svíþjóð gaf frá sér eiturefni sem barst í grunnvatn.
- 5. október - Christina Odenberg varð fyrsti kvenkyns biskup Svíþjóðar.
- 8. október - Réttarhöld yfir franska nasistanum Maurice Papon hófust í Bordeaux.
- 9. október - Íslenska kvikmyndin Perlur og svín var frumsýnd.
- 11. október - Pride Fighting Championships, samtök um blandaðar bardagaíþróttir, héldu sitt fyrsta mót í Tókýó.
- 11. október - Evrópuráðið ákvað að stofna mannréttindadómstól.
- 12. október - 43 voru myrtir í Sidi Daoud-fjöldamorðunum í Alsír.
- 13. október - Gamanþátturinn Fóstbræður hóf göngu sína á Stöð 2.
- 13. október - Stærsti banki Norðurlanda, Merita-Nordbanken, varð til við sameiningu Nordbanken og Merita.
- 15. október - Andy Green varð fyrstur til að ná hljóðraða á jörðu niðri í þotubifreiðinni ThrustSSC.
- 15. október - NASA sendi Cassini-Huygens-könnunarfarið til Satúrnusar.
- 16. október - Fyrsta litmyndin birtist á forsíðu The New York Times.
- 24. október - Bresk-bandaríska kvikmyndin A Life Less Ordinary var frumsýnd.
- 27. október - Dow Jones-vísitalan hrapaði um 7,2% vegna fjármálakreppunnar í Asíu.
Nóvember
breyta- 1. nóvember - Fjármálakreppan í Asíu: Heimsbankinn og Þróunarbanki Asíu samþykktu neyðaráætlun til bjargar efnahag Indónesíu.
- 3. nóvember - Yfir 3000 létust þegar fellibylur gekk yfir Víetnam.
- 6. nóvember - Svartbók kommúnismans kom út í Frakklandi.
- 9. nóvember - Fjármálakreppan í Asíu: Chuan Leekpai varð forsætisráðherra Taílands eftir afsögn Chavalit Yongchaiyudh.
- 10. nóvember - MCI WorldCom varð til við sameiningu WorldCom og MCI Communications. Þetta var stærsti fyrirtækjasamruni bandarískrar sögu.
- 11. nóvember - Mary McAleese var kjörin forseti Írlands. Þetta var í fyrsta sinn sem kona tók við af konu sem kjörinn þjóðhöfðingi.
- 11. nóvember - Olíuleiðsla gegnum Téténíu var opnuð á ný.
- 12. nóvember - Ramzi Yousef var dæmdur fyrir að hafa skipulagt sprengjutilræðið í World Trade Center 1993.
- 17. nóvember - 62 ferðamenn voru myrtir af 6 íslömskum öfgamönnum við Leghof Hatsjepsút í Lúxor, Egyptalandi.
- 19. nóvember - Fyrsta sjöburafæðingin þar sem öll börnin lifðu átti sér stað í Des Moines í Iowa.
- 21. nóvember - Fjármálakreppan í Asíu: Suður-Kórea óskaði eftir 60 milljarða dala aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
- 27. nóvember - Umhverfisrannsóknarverkefni NASA, Tropical Rainfall Measuring Mission, var hleypt af stokkunum.
Desember
breyta- 1. desember - Höga kusten-brúin, lengsta hengibrú Svíþjóðar, var opnuð.
- 1. desember - Skæruliðahópurinn Ranvir Sena réðist á og myrti 63 stéttleysingja í Lakshmanpur-Bathe á Indlandi.
- 3. desember - Fulltrúar 121 lands undirrituðu samning um bann við notkun jarðsprengja í Ottawa í Kanada. Bandaríkin, Rússland, Alþýðulýðveldið Kína, Suður-Kórea og 32 önnur lönd ákváðu að standa utan samningsins.
- 10. desember - Astana varð höfuðborg Kasakstan í stað Almaty.
- 11. desember - Kýótóbókunin var undirrituð.
- 15. desember - Nelson Mandela sagði af sér sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins.
- 16. desember - 38. þáttur Pokémon-teiknimyndaþáttanna var sendur út í Japan og olli því að fjöldi barna fékk flogakast.
- 19. desember - Kvikmyndin Titanic var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 22. desember - Vopnaður hópur myrti 45 frumbyggja í messu í Chiapas í Mexíkó.
- 24. desember - 50-100 þorpsbúar voru myrtir í Sid El-Antri-fjöldamorðunum í Alsír.
- 27. desember - Norður-Hérað var stofnað með sameiningu þriggja sveitarfélaga á Austurlandi.
- 27. desember - Leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, Billy Wright, var myrtur í Long Kesh-fangelsi.
- 29. desember - Hafist var handa við að drepa allt fiðurfé í Hong Kong til að hefta útbreiðslu fuglaflensu.
- 30. desember - Um 400 íbúar 4 þorpa voru myrtir í Relizane-fjöldamorðunum í Alsír.
- 31. desember - Ólafur Skúlason lét af embætti biskups Íslands.
Ódagsettir atburðir
breyta- Fuglaflensuveiran fannst í mönnum í fyrsta skipti.
- Íslenska leikjafyrirtækið CCP var stofnað.
- Íslenska veffyrirtækið Gæðamiðlun var stofnað.
- ReykjavíkurAkademían var stofnuð.
- Vinna við GNOME-verkefnið hófst.
- Fyrsta breiðskífa Sigur Rósar, Von, kom út.
- Bandaríska hljómsveitin The Shins var stofnuð.
- Íslenska hljómsveitin múm var stofnuð.
- Félag múslima á Íslandi var stofnað.
- Íslenski kvikmyndavefurinn Kvikmyndir.is var stofnaður.
- Bandaríska hljómsveitin Gym Class Heroes var stofnuð.
- Breska byggingarfyrirtækið Northern Rock varð að banka.
- Íslenska líftæknifyrirtækið Primex var stofnað.
- Fyrsta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, Synir duftsins, kom út.
- Íslenska hljómsveitin Land og synir var stofnuð.
- DVB-T-staðallinn um stafrænt sjónvarp var gefinn út.
Fædd
breyta- 13. janúar - Luis Díaz, kólumbískur knattspyrnumaður.
- 14. febrúar - Breel Embolo, svissneskur knattspyrnumaður.
- 23. febrúar - Benjamin Henrichs, þýskur knattspyrnumaður.
- 12. mars - Ómar Ingi Magnússon, íslenskur handknattleiksmaður.
- 12. mars - Dean Henderson, enskur knattspyrnumaður.
- 16. mars - Dominic Calvert-Lewin, enskur knattspyrnumaður.
- 18. mars - Ciara Bravo, bandarísk leikkona.
- 26. mars - Glowie, íslensk söngkona.
- 12. apríl - Brynjar Snær Grétarsson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 23. apríl - Alex Ferris, kanadískur leikari.
- 1. maí - Snorri Másson, íslenskur frétta- og stjórnmálamaður.
- 10. maí - Richarlison, brasilískur knattspyrnumaður.
- 15. júní - Albert Guðmundsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 12. júlí - Malala Yousafzai, pakistönsk baráttukona.
- 1. september - Jung Kook, suðurkóreskur söngvari.
- 30. október - Sean Longstaff, enskur knattspyrnumaður.
- 31. október - Marcus Rashford, enskur knattspyrnumaður.
- 24. nóvember - Marco Richter, þýskur knattspyrnumaður.
- 25. nóvember - Annalísa Hermannsdóttir, íslensk leikkona.
- 26. desember - Zara Larsson, sænsk söngkona.
Dáin
breyta- 5. janúar - André Franquin, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1924).
- 2. febrúar - Sanford Meisner, bandarískur leikari (f. 1904).
- 19. febrúar - Deng Xiaoping, leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína (f. 1904).
- 6. mars - Eyjólfur Konráð Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1928).
- 26. mars - Marshall Applewhite, stofnandi sértrúarsöfnuðarins Heaven's Gate (f. 1931).
- 5. apríl - Allan Ginsberg, bandarískt skáld (f. 1926).
- 29. maí - Jeff Buckley, bandarískur söngvari og lagahöfundur (f. 1966).
- 12. júní - Guðmundur J. Guðmundsson, verkalýðsforingi og stjórnmálamaður (f. 1927).
- 26. júní - Israel Kamakawiwo'ole, havaískur söngvari (f. 1959).
- 1. júlí - Robert Mitchum, bandarískur leikari (f. 1917).
- 2. júlí - James Stewart, bandarískur leikari (f.1908).
- 4. júlí - Miguel Najdorf, pólskur stórmeistari í skák (f. 1910).
- 15. júlí - Gianni Versace, ítalskur tískuhönnuður (f. 1946).
- 2. ágúst - William S. Burroughs, bandarískur rithöfundur (f. 1914).
- 4. ágúst - Jeanne Calment, langlífasta manneskja heims svo vitað sé (f. 1875).
- 13. ágúst - Hannes Sigfússon, ljóðskáld og þýðandi (f. 1922).
- 31. ágúst - Díana prinsessa af Wales (f. 1961).
- 5. september - Móðir Teresa, albönsk nunna (f. 1910).
- 29. september - Roy Lichtenstein, bandarískur myndlistarmaður (f. 1923).
- 4. október - Gunpei Yokoi, japanskur tölvuleikjahönnuður (f. 1941).
- 24. október - Don Messick, bandarískur leikari (f. 1926).
- 5. nóvember - Isaiah Berlin, breskur heimspekingur (f. 1909).
- 9. nóvember - Carl Gustav Hempel, þýskur vísindaheimspekingur (f. 1905).
- 25. nóvember - Hastings Banda, forseti Malaví (f. 1906).
- 28. nóvember - Álfheiður Kjartansdóttir, íslenskur blaðamaður (f. 1925).
- 14. desember - Stubby Kaye, bandarískur leikari (f. 1918).
- 18. desember - Chris Farley, bandarískur leikari (f. 1964).
- 24. desember - Tóshíro Mífúne, japanskur leikari (f. 1920).
- 26. desember - Jón Magnússon, knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram og Fimleikafélags Hafnarfjarðar (f. 1911).
- 27. desember - Lúðvík Þorgeirsson, íslenskur kaupmaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1910).
- Eðlisfræði - Steven Chu, Claude Cohen-Tannoudji, William D. Phillips
- Efnafræði - Paul D Boyer, John E Walker, Jens C Skou
- Læknisfræði - Stanley B Prusiner
- Bókmenntir - Dario Fo
- Friðarverðlaun - Alþjóðahreyfing gegn jarðsprengjum, Jody Williams
- Hagfræði - Robert Merton, Myron Scholes
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1997.