The New York Times
Bandarískt dagblað
The New York Times er dagblað gefið út í New York-borg í Bandaríkjunum og dreift um allan heim. Blaðið er í eigu The New York Times Company sem gefur út fimmtán önnur dagblöð, þar á meðal International Herald Tribune og The Boston Globe. Blaðið er stærsta borgarblað Bandaríkjanna. Það var stofnað 18. september 1851 og hét þá New-York Daily Times en skipti yfir í núverandi nafn sex árum síðar.