Sigur Rós er íslensk síðrokks hljómsveit. Hún er á heimsvísu ein frægasta hljómsveit sem Ísland hefur alið af sér og hefur selt yfir milljón plötur í allt.

Sigur Rós
Upplýsingar
UppruniReykjavík, Ísland
Ár1994–í dag
Stefnur
Útgefandi
Meðlimir
Fyrri meðlimir
Vefsíðasigurros.com

Sveitin var stofnuð í ágúst 1994 af þeim Jóni Þóri Birgissyni (Jónsa), Georg Hólm og Ágústi Ævari Gunnarssyni. Nýfædd systir Jónsa hlaut nafnið Sigurrós Elín Birgisdóttir og þaðan er nafn hljómsveitarinnar komið. Undir merkjum Smekkleysu tóku þeir upp og gáfu út fyrstu plötu sína: Von árið 1997. 1998 kom út platan Von brigði sem innihélt endurhljóðblandanir ýmissa tónlistarmanna á lögunum af Von.

Kjartan Sveinsson gekk til liðs við sveitina fyrir upptökur næstu plötu Sigur Rósar sem var Ágætis byrjun, hún kom út á Íslandi árið 1999 og vakti strax gríðarmikla athygli bæði heima og erlendis. Í könnun sem gerð var meðal almennings á Íslandi í tengslum við bók Dr. Gunna Eru ekki allir í stuði? var hún valin besta íslenska platan frá upphafi. Hróður sveitarinnar barst einnig til útlanda, Ágætis byrjun var gefin út í Bretlandi árið 2000 í gegnum Fat Cat Records og síðar einnig í Norður-Ameríku í gegnum MCA Records. Í apríl og maí 2001 fór sveitin fyrst í tónleikaferðalag um Norður-Ameríku og varð uppselt á flesta tónleikana um leið enda hafði mikil umfjöllun verið um sveitina í amerískum fjölmiðlum. Hljómsveitin kom einnig fram með Radiohead um þetta leyti og átti tvö lög sem notuð voru í Hollywoodmyndinni Vanilla Sky. Hljómsveitin vakti sérstaka athygli eftir Ágætis byrjun fyrir allsérstæða notkun Jónsa á sellóboga á rafmagnsgítar og þau hljóð sem þannig myndast.

Ágúst trommari hætti með hljómsveitinni eftir upptökurnar á Ágætis byrjun, í staðinn kom Orri Páll Dýrason. Árið 2002 kom næsta plata sveitarinnar út sem oftast er vísað til sem ( ) en hún er í raun nafnlaus. Á henni eru átta lög sem einnig eru nafnlaus opinberlega en þau eru þekkt undir þeim vinnuheitum sem hljómsveitin notar fyrir þau. ( ) var fyrsta platan sem sungin var alveg á „vonlensku“, tilbúnu tungumáli sem að hljómar svipað og íslenska en þýðir ekki neitt. Platan var einnig sú fyrsta sem Sigur Rós tók upp í eigin stúdíói sem þeir höfðu komið sér upp í gamalli sundlaug við Álafoss í Mosfellsbæ.

Árið 2013 kom hljómsveitin fram í þáttaröðinni um Simpsonfjölskylduna.

Árin 2018 og 2020 var sveitin dregin fyrir dóm vegna meintra skattsvika. Meðlimir voru ósáttir og íhuguðu að flytja af landi brott. Hljómsveitin var sýknuð.[1]

Kjartan Sveinsson hljómborðsleikari sneri aftur í sveitina árið 2022 eftir 9 ára fjarveru. Hljómsveitin fór í sitt fyrsta tónleikaferðalag í 5 ár og tók upp nýja plötu, Átta, sem kom út sumarið 2023 en þá voru 10 ár frá síðustu breiðskífu.

Meðlimir

breyta

Núverandi

breyta

Fyrrverandi

breyta

Útgefin verk

breyta

Önnur verk

breyta

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta