Opna aðalvalmynd

Hong Kong er borg í Kínverska alþýðulýðveldinu. Borgin hefur umtalsvert sjálfstæði sem sérstakt sjálfstjórnarhérað í Kína. Í Hong Kong ríkir markaðshagkerfi sem er með þeim frjálslyndustu í heimi. Borgin var áður leigunýlenda undir stjórn Breta en stjórn hennar fluttist til Kína 1. júlí 1997 undir stefnunni „ein stjórn, tvö kerfi“. Hong Kong á stjórnarskrárbundinn rétt til mikils sjálfræðis, þar á meðal eigin lagakerfis, eigin gjaldmiðils, eigin tollalaga og rétt til að gera alþjóðasamninga, svo sem um flugumferð og innflytjendur. Einungis varnarmál og alþjóðasamskipti eru í höndum stjórnarinnar í Peking.

中華人民共和國香港特別行政區
Hong Kong Special Administrative Region of the People's Republic of China
Fáni Hong Kong Skjaldamerki Hong Kong
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Þjóðsöngur Kína
Staðsetning Hong Kong
Höfuðborg *
Opinbert tungumál enska og kínverska (kantónska)
Stjórnarfar Flokksræði

Stjórnarformaður Carrie Lam
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
169. sæti
1.104 km²
4,6
Mannfjöldi
 - Samtals (2010)
 - Þéttleiki byggðar
97. sæti
7.097.600
6.429/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2005
227.000 millj. dala (40. sæti)
32.294 dalir (11. sæti)
Gjaldmiðill Hong Kong-dalur (HKD)
Tímabelti UTC+8
Þjóðarlén .hk
Landsnúmer 852

SagaBreyta

Uppruni Hong KongBreyta

Nafn svæðisins, sem upprunalega var stafað He-Ong-Kong árið 1780[1] vísaði upprunalega í víkina milli Aberdeen eyjar og syðri strandar Hong Kong eyjar. Aberdeen var staðurinn þar sem breskir sjómenn mættu fiskimönnum frá svæðinu.[2] Talið er að nafngiftin vísi í kantónskan framburð á ilmandi höfn eða reykelsis-höfn: hēung góng. Ilmurinn gæti verið vísun í reykelsisverksmiðjur norður Kowloon en reykelsið var geymt nærri Aberdeen höfn áður en Victoria höfn tók við hlutverki hennar. Önnur kenning er sú að nafnið komi frá Hoong-Keang, rauða strauminum sem vísar í hvernig jarðvegurinn á eyjunni litaði fossa hennar.

Fyrir ópíumstríðinBreyta

Fyrst er vitað um mannabyggð við Hong Kong fyrir um 6000 árum síðan.[3] Svæðið var tilheyrði Baiyue ættbálkunum þar til Qin-veldið sigraði þá í stuttan tíma. Síðan réði forn-víetnamska konungdæmið Nanyue svæðinu þar til Han-veldið hertók það.[4] Eftir það var Hong Kong undir stjórn ýmissa kínverskra keisaravelda og konungdæma, saltframleiðsla, perluveiðar og viðskipti döfnuðu þar til Song keisarahirðin flúði undan mongólum á 13. öld og setti upp höfuðstöðvar sínar á Lantau-eyju og síðar Kowloon borgar, (sem öll eru hluti af Hong Kong í dag). Song veldið var svo endanlega sigrað af mongólum í bardaganum við Yamen og eftir það fór Hong Kong undir Yuan-veldið.[5] Flóttamenn undan mongólum juku mjög íbúa svæðisins sem glataði svo mikilvægi sínu þegar mongólar hertóku það og síðar Ming og Qing veldin tóku við. Fyrstu evrópubúarnir til að versla á svæðinu voru Portúgalar, en portúgalski könnuðurinn Jorge Alvarez heimsótti svæðið 1513.[6] Portúgalar settu svo síðar upp bækistöðvar sínar í hinni nærliggjandi Makaó.

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Empson, Hal (1992). Mapping Hong Kong: A Historical Atlas. Government Information Services. OCLC 29939947.
  2. Bishop, Kevin; Roberts, Annabel (1997). China's Imperial Way. Odyssey Publications. ISBN 978-962-217-511-2.
  3. Meacham, William (1999). "Neolithic to Historic in the Hong Kong Region". Indo-Pacific Prehistory Association Bulletin. 18 (2): 121–128. eISSN 0156-1316.
  4. Keat, Ooi Gin (2004). Southeast Asia: A Historical Encyclopedia. ABC-CLIO. ISBN 978-1-57607-770-2.
  5. Barber, Nicola (2004). Hong Kong. Gareth Stevens. ISBN 978-0-8368-5198-4.
  6. Porter, Jonathan (1996). Macau, the Imaginary City: Culture and Society, 1557 to the Present. Westview Press. ISBN 978-0-8133-2836-2.