Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund

KFS (Knattspyrnufélagið Framherjar - Smástund) var stofnað 7. september 1997 þegar Íþróttafélagið Framherjar og Knattspyrnufélagið Smástund voru sameinuð. Bæði félögin eru enn til og spila þau sem slík í Íslandsmóti innanhúsknattspyrnu og auk þess eru leikmenn KFS skráðir í annað hvort félagið. Rætur liðanna beggja má rekja allt aftur til ársins 1990.

Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund
Fullt nafn Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund
Stytt nafn KFS
Stofnað 7. september 1997
Leikvöllur Helgafellsvöllur
Stærð
Stjórnarformaður Hjalti Kristjánsson
Knattspyrnustjóri Hjalti Kristjánsson
Deild 3. deild
Heimabúningur
Útibúningur

Liðin tvö voru stofnuð veturinn 1990. Framherjar var stofnað undir nafninu Amor og keppti undir því nafni til ársins 1993 þegar þurfti að breyta nafninu til að fá inngöngu í ÍSÍ. Liðin kepptu fyrst árið 1991 í utandeildarkeppninni.

Árið 1994 tóku þau svo þátt í 4. deild. Þegar tímabilið 1997-1998 hófst hafði öllum deildunum verið breytt þannig að þær færðust upp um einn tölustaf (fjórða deild varð að þriðju deild). Þetta tímabil var líka sérstakt því það var í fyrsta sinn sem Framherjar og Smástund spiluðu í sama riðli.

ÍBV og KFS hafa alltaf verið í miklu samstarfi og árið 2001 voru gerðir svokallaðir venslasamningar sem gerði þeim kleift að lána leikmenn á milli félaga. Félagið vann 3. deild árið 2002 gegn Fjölni. Næsta ár féll það þó aftur niður í þriðju deild.[1]

Árið 2012 var ákveðið að skipta skyldi 3. deild upp í 3. deild og 4. deild og myndu aðeins tíu efstu liðin það tímabilið verða áfram í deildinni. Önnur lið myndu fara niður í hina nýju 4. deild. KFS endaði í neðri hlutanum og þurfti því að taka sæti í 4. deild.

Sumarið 2014 spiluðu Tryggvi Guðmunds og Sigurvin Ólafsson meðal annara með KFS. Liðið fór taplaust í gegnum riðil sinn í 4. deildinni og komst því í úrslitakeppni um sæti í 3. deild. Þar tapaði liðið gegn Kára frá Akranesi en fór í leik um 3 sætið gegn Þrótti Vogum og vannst sá leikur 3-1. Í nóvember mánuði tilkynnti 3. deildarliðið Grundafjörður að það hyggðist draga sig úr keppni og var KFS því komið í 3. deildina á ný frá og með tímabilinu 2015.

Í dag á KFS aðild að ÍBV héraðssambandi.

Heimildir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. nóvember 2008. Sótt 11. mars 2012.