Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem veitt eru árlega af Norðurlandaráði. Annað hvort ár eru verðlaunin veitt fyrir tónverk eftir núlifandi tónskáld og hitt árið hópum tónlistarmanna sem sýna mikla listræna og faglega færni.
Verðlaunin voru fyrst veitt 1965 og átti veita þau þriðja hvert ár. Því var hins vegar breytt 1968 í annað hvert ár frá og frá 1991 hafa verðlaunin verið veitt árlega.
Norræna ráðherranefndin skipar norræna dómnefnd sem tekur ákvörðun um verðlaunin. Dómnefndin er skipuð einum fulltrúa frá hverju landi Norðurlanda. Ef tilnefning kemur frá einhverju sjálfstjórnarsvæðanna skal fulltrúi þess taka þátt í starfi dómnefndarinnar.
Íslenskir tónlistarmenn/tónskáld hafa sex sinnum hlotið Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Atli Heimir Sveinsson (1976), Hafliði Hallgrímsson (1986), Björk Guðmundsdóttir (1997), Haukur Tómasson (2004), Anna S. Þorvaldsdóttir (2012) og Gyða Valtýsdóttir (2019).
Verðlaunahafar
breyta- 1965 „Aniara“ (ópera), Karl-Birger Blomdahl, Svíþjóð
- 1968 „Tredje symfonien“, Joonas Kokkonen, Finnland
- 1970 „Drömmen om Thérése“ (arenaopera), Lars Johan Werle, Svíþjóð
- 1972 „Eco“ (sopransolo, blandaður kór, hljómsveit), Arne Nordheim, Noregur
- 1974 „Gilgamesh“ (ópera), Per Nørgård, Danmörk
- 1976 „Konsert fyrir flautu og hljómsveit“, Atli Heimir Sveinsson, Ísland [1]
- 1978 „Ryttaren“ (ópera), Aulis Sallinen, Finnland
- 1980 „Symfoni/Antifoni“, Pelle Gudmundsen-Holmgreen, Danmörk
- 1982 „Utopia“ Åke Hermansson, Svíþjóð
- 1984 „De ur alla minnen fallna“ (sálumessa), Sven-David Sandström, Svíþjóð
- 1986 „Poemi“ (einleiksfiðla og strokhljómsveit) Hafliði Hallgrímsson, Ísland [2]
- 1988 „Kraft“ (symfóníuhljómsveit, raftónlist), Magnus Lindberg, Finnland
- 1990 „Gjennom Prisme“ (hnéfiðla, orgel, hljómsveit), Olav Anton Thommessen, Noregur
- 1991 Niels-Henning Ørsted Pedersen, (bassaleikari), Danmörk
- 1992 „Symfoni nr. 1“, Anders Eliasson, Svíþjóð
- 1993 Mellersta Österbottens Kammarorkester, Finnland
- 1994 „Det sjungande trädet“ (ópera), Erik Bergman, Finnland
- 1995 Eric Ericson, (kórstjórnandi) Svíþjóð, artistpris
- 1996 „Sterbende Gärten“ (verk fyrir fiðlu og hljómsveit), Bent Sørensen, Danmörk
- 1997 Björk Guðmundsdóttir, (söngkona), Ísland
- 1998 „Konsert för klarinett och orkester“, Rolf Wallin, Noregur
- 1999 Leif Segerstam, (hljómsveitarstjóri), Finnland
- 2000 „Lonh“ (sópran og raftónlist), Kaija Saariaho, Finnland
- 2001 Palle Mikkelborg, Danmörk
- 2002 Sunleif Rasmussen, Danmörk
- 2003 Mari Boine, Noregur
- 2004 Haukur Tómasson, Ísland
- 2005 Ensemblet Cikada, Noregur
- 2006 Det elektroakustiske stykke „…fetters…“, Natasha Barrett, Noregur
- 2007 Eric Ericsons Kammarkör, Svíþjóð
- 2008 „Miki Alone“ (ópera) Peter Bruun, Danmörk
- 2009 Kari Kriikku, (klarínettuleikari), Finnland
- 2010 Lasse Thoresen, tónskáld "Opus 42", Noregur [3]
- 2011 Mats Gustafsson, (saxófónleikari), Svíþjóð
- 2012 Anna S. Þorvaldsdóttir, (tónskáld) „Dreymi“, Ísland
- 2013 Pekka Kuusisto, (fiðluleikarinn) Finnland
- 2014 Simon Steen-Andersen, (Black Box Music), Danmörk
- 2015 Svante Henryson, (sellóleikari, bassaleikari og tónskáld), Svíþjóð
- 2016 Hans Abrahamsen, söngbálik (Let Me Tell You), Danmörk
- 2017 Susanna Mälkki, (hljómsveitarstjórinn), Finnland
- 2018 Nils Henrik Asheim, (Muohta), Noregur
- 2019 Gyða Valtýsdóttir, (tónskáld, söngkona), Ísland
- 2020 „Quarter-tone Piano Concerto“, Sampo Haapamäki, Finnland
- 2021 Eivør Pálsdóttir, Færeyjar
- 2022 Karin Rehnqvist, Svíþjóð