Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

menningarverðlaun á Norðurlöndunum

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem veitt eru árlega af Norðurlandaráði. Annað hvort ár eru verðlaunin veitt fyrir tónverk eftir núlifandi tónskáld og hitt árið hópum tónlistarmanna sem sýna mikla listræna og faglega færni.

Verðlaunin voru fyrst veitt 1965 og átti veita þau þriðja hvert ár. Því var hins vegar breytt 1968 í annað hvert ár frá og frá 1991 hafa verðlaunin verið veitt árlega.

Norræna ráðherranefndin skipar norræna dómnefnd sem tekur ákvörðun um verðlaunin. Dómnefndin er skipuð einum fulltrúa frá hverju landi Norðurlanda. Ef tilnefning kemur frá einhverju sjálfstjórnarsvæðanna skal fulltrúi þess taka þátt í starfi dómnefndarinnar.

Íslenskir tónlistarmenn/tónskáld hafa sex sinnum hlotið Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Atli Heimir Sveinsson (1976), Hafliði Hallgrímsson (1986), Björk Guðmundsdóttir (1997), Haukur Tómasson (2004), Anna S. Þorvaldsdóttir (2012) og Gyða Valtýsdóttir (2019).

Verðlaunahafar

breyta
 
Björk Guðmundsdóttir hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 1997

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta