1983
ár
(Endurbeint frá Júlí 1983)
Árið 1983 (MCMLXXXIII í rómverskum tölum) var 83. ár 20. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Lokið var við að færa ARPANET yfir í TCP/IP-staðalinn sem markar í raun upphaf Internetsins.
- 3. janúar - Hraungos hófst í eldfjallinu Kīlauea á Hawaii og stóð yfir til 2018.
- 5. janúar - Ein dýpsta lægð sem vitað er um gekk yfir Ísland, en olli ekki teljandi tjóni. Loftþrýstingur í miðju lægðarinnar var 932 hektópasköl (millibör).
- 10. janúar - Brúðumyndaþáttur Jim Henson, Búrabyggð, hóf göngu sína í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi.
- 15. janúar - Bandalag jafnaðarmanna var stofnað að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar.
- 19. janúar - Stríðsglæpamaðurinn Klaus Barbie var handtekinn í Bólivíu.
- 22. janúar - Björn Borg lagði tennisspaðann á hilluna.
- 22. janúar - Tvö snjóflóð féllu á Patreksfirði. Fjórir fórust og margir misstu heimili sín.
- 22. janúar - Björn Borg tilkynnti að hann væri hættur eftir að hafa unnið Wimbleton-mótið fimm sinnum í röð.
- 25. janúar - Geimskoðunarstöðinni IRAS var skotið á loft.
- 26. janúar - Lotus 1-2-3 kom út fyrir IBM PC-samhæfðar tölvur.
Febrúar
breyta- 2. febrúar - Samþykkt var á Alþingi að mótmæla ekki hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiðiráðsins.
- 2. febrúar - Giovanni Vigliotto var dæmdur fyrir fjölkvæni með 104 konum.
- 2. febrúar - Textavarp NRK hóf starfsemi.
- 4. febrúar - C. Dauguet tók fyrstu ljósmyndina af HIV-vírusnum.
- 12. febrúar - Hundrað konur mótmæltu vitnalögum Zia-ul-Haq í Pakistan þar sem vitnisburður kvenna skyldi metinn til hálfs á við vitnisburð karla.
- 13. febrúar - 64 létust þegar kvikmyndahúsið Cinema Statuto brann í Tórínó á Ítalíu.
- 16. febrúar - Minnst 75 létust í Öskudagskjarreldunum í Ástralíu.
- 18. febrúar - Nellie-fjöldamorðið: Yfir 2000 múslimar í bænum Nellie í indverska héraðinu Assam voru myrtir.
- 18. febrúar - Wah Mee-blóðbaðið í Seattle.
Mars
breyta- 4. mars - Menningarmiðstöðin Gerðuberg var opnuð í Breiðholti í Reykjavík.
- 5. mars - Bob Hawke var kjörinn forsætisráðherra Ástralíu.
- 6. mars - Konrad Hallenbarter skíðaði Vasahlaupið á innan við 4 tímum fyrstur manna.
- 8. mars - Alþingi lögfesti Lofsöng („Ó Guð vors lands“) sem þjóðsöng Íslendinga.
- 8. mars - IBM setti tölvuna IBM PC XT á markað.
- 8. mars - Ronald Reagan kallaði Sovétríkin „heimsveldi hins illa“.
- 9. mars - Anne Gorsuch Burford sagði af sér sem yfirmaður Bandarísku umhverfisstofnunarinnar vegna ásakana um fjármálaóreiðu.
- 12. mars - Íslenska kvikmyndin Húsið var frumsýnd.
- 13. mars - Kvennalistinn var stofnaður.
- 15. mars - Nærri lá að herflugvél og þota frá Arnarflugi rækjust á skammt frá Vestmannaeyjum. Herflugvélin hafði farið út fyrir sitt tiltekna svæði.
- 16. mars - Reykjavíkurborg keypti stórt land í Viðey af Ólafi Stephensen og átti þá nánast alla eyjuna, nema Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju sem var í eigu ríkisins til 1986.
- 23. mars - Ronald Reagan Bandaríkjaforseti setti fram fyrstu hugmyndir sínar um tækni til að verjast eldflaugum. Áætlunin (SDI) var kölluð „Stjörnustríðsáætlunin“ í fjölmiðlum.
- 25. mars - Michael Jackson kynnti „tunglgönguna“ til sögunnar í sjónvarpsþætti vegna 25 ára afmælis Motown-útgáfunnar.
Apríl
breyta- 2. apríl - Stór olíuleki varð í Persaflóa úr íranskri olíulind sem Írakar höfðu sprengt.
- 2. apríl - Íslenska kvikmyndin Á hjara veraldar var frumsýnd.
- 4. apríl - Fyrsta flug geimskutlunnar Challenger.
- 12. apríl - Yasser Arafat heimsótti Olof Palme í Stokkhólmi þrátt fyrir mótmæli frá Ísrael.
- 15. apríl - Disneyland í Tókýó var opnað.
- 18. apríl - Sjónvarpsstöðin Disney Channel var stofnuð í Bandaríkjunum.
- 18. apríl - 63 létust í sprengjuárás á Bandaríska sendiráðið í Beirút.
- 23. apríl - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 23. apríl - Corinne Hermès sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Lúxemborg með laginu „Si la vie est cadeau“.
- 25. apríl - Júríj Andropov bauð bandarísku stúlkunni Samantha Smith til Sovétríkjanna eftir að hún hafði sent honum bréf og lýst áhyggjum sínum af kjarnorkustyrjöld.
Maí
breyta- 6. maí - Tímaritið Stern birti „dagbækur Hitlers“ sem reyndust vera falsanir.
- 7. maí - Sverð í kletti, minnismerki um Hafursfjarðarorrustu, var afhjúpað í Noregi.
- 8. maí - Norðurlandahúsið í Færeyjum var tekið í notkun.
- 16. maí - Vikublaðið Andrés önd kom út á íslensku í fyrsta sinn. Fram að því höfðu Íslendingar lesið það á dönsku.
- 19. maí - Geimskutlan Enterprise hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli, borin af Boeing 747 þotu.
- 21. maí - Ásmundarsafn var opnað í Reykjavík.
- 25. maí - Kvikmyndin Star Wars: Return of the Jedi var frumsýnd.
- 26. maí - Fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar tók til starfa.
- 26. maí - 104 biðu bana í öflugum jarðskjálfta á norðurhluta Honshū í Japan.
- 27. maí - Friðarhreyfing íslenskra kvenna stofnuð í Reykjavík.
- 27. maí - Hús verslunarinnar í Reykjavík var tekið í notkun.
- 27. maí - Ólögleg flugeldaverksmiðja í Benton í Tennessee, sprakk í loft upp með þeim afleiðingum að ellefu létust.
- 28. maí - Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli en stóð stutt. Norræn dagblöð létu í ljós ótta um að Vatnajökull myndi bráðna og að suðausturland Íslands færi í kaf.
Júní
breyta- 1. júní - Verðbólgumet var slegið á Íslandi þegar framfærsluvísitalan hækkaði um 25,1% á þremur mánuðum og hækkun lánskjaravísitölu á ársgrundvelli varð 158,9%.
- 3. júní - Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík var komið á fót með 12 sérþjálfuðum mönnum.
- 4. júní - Öll eintök af fyrstu tveimur tölublöðum Spegilsins þetta ár voru gerð upptæk af sýslumanni.
- 9. júní - Íhaldsflokkur Margaret Thatcher sigraði þingkosningar í Bretlandi með miklum mun.
- 13. júní - Pioneer 10 varð fyrsti manngerði hluturinn sem fór út fyrir sporbauga helstu reikistjarna sólkerfisins þegar hann fór út fyrir sporbaug Neptúnusar.
- 17. júní - 856 handtökuskipanir voru gefnar út á hendur stjórnmálamönnum, athafnamönnum og öðrum sem taldir voru tengjast glæpasamtökum Raffaele Cutolo í Napólí.
- 18. júní - Tíu íranskar konur, þar á meðal táningurinn Mona Mahmudnizhad, voru hengdar fyrir að aðhyllast Baháítrú.
- 18. júní - Sally Ride varð fyrsta bandaríska konan sem fór út í geim með geimskutlunni Challenger.
- 19. júní - Spilakassaleikurinn Dragon's Lair kom út.
- 22. júní - Danski stjórnmálamaðurinn Mogens Glistrup var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattaundanskot.
- 24. júní - Breska kvikmyndin Gulskeggur var frumsýnd.
Júlí
breyta- júlí - Ísland: Sjónvarpið sendi út í fyrsta skiptið í júlímánuði.
- 1. júlí - Hæstiréttur Ástralíu stöðvaði áform um byggingu Franklin-stíflunnar í Tasmaníu.
- 5. júlí - George H. W. Bush, varaforseti Bandaríkjanna og síðar forseti, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
- 7. júlí - Ray Charles skemmti á Broadway ásamt 25 manna hljómsveit.
- 15. júlí - Leikjatölvan Nintendo Entertainment System kom fyrst út í Japan.
- 20. júlí - Herlög voru afnumin í Póllandi og pólitískum föngum var sleppt.
- 21. júlí - Lægsti hiti sem mælst hefur á jörðinni mældist í Vostokstöðinni á Suðurskautslandinu, -89,2° á celsíus.
- 23. júlí - Tamíltígrar myrtu þrettán stjórnarhermenn á Srí Lanka.
- 23. júlí - Air Canada-flug 143 sveif niður til lendingar í Gimli í Manitóba eftir að hún varð eldsneytislaus.
- 24. júlí - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka hófst með ofsóknum gegn tamílskum íbúum.
- 26. júlí - Einar Vilhjálmsson setti Íslandsmet í spjótkasti. Metið var sett á úrvalsmóti Norðurlanda og Bandaríkjanna og varð Einar sigurvegari.
- 25. júlí - Fyrsta breiðskífa bandarísku hljómsveitarinnar Metallica, Kill 'Em All, kom út.
- 27. júlí - Fyrsta breiðskífa söngkonunnar Madonnu, Madonna, kom út.
- 29. júlí - Íslenska hljómplatan The Boys From Chicago með Íkarus kom út.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Bandaríska flugfélagið America West Airlines hóf starfsemi.
- 4. ágúst - Thomas Sankara varð forseti Efri-Volta.
- 6. ágúst - Friðarganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 18. ágúst - Fellibylurinn Alicia gekk yfir Texas. 22 létust og eignatjón var metið á 3,8 milljarða dala (á verðlagi ársins 2005).
- 18. ágúst - Fimm létust og 18 særðust þegar Douglas Crabbe ók vörubíl inn á bar vegahótels við Uluru í Ástralíu.
- 24. ágúst - Fjölmennur fundur í Reykjavík, sem haldinn var í veitingahúsinu Sigtúni af svokölluðum Sigtúnshópi, krafðist breytinga á húsnæðislánakerfinu.
- 26. ágúst - 45 létust í miklum flóðum í Bilbao á Spáni.
- 30. ágúst - Guion Bluford varð fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn í geimnum í leiðangrinum STS-8 með geimskutlunni Challenger.
September
breyta- 1. september - Farþegaþotan Korean Air Lines-flug 007 var skotin niður í sovéskri lofthelgi. 269 voru um borð, þar á meðal bandaríski þingmaðurinn Larry McDonald.
- 4. september - Sex kafarar gengu neðansjávar yfir Sydneyhöfn, 82,9 km á 48 tímum.
- 16. september - Ronald Reagan tilkynnti að GPS-staðsetningarkerfið yrði opnað fyrir almenna notendur.
- 17. september - Vanessa L. Williams var fyrsta þeldökka Ungfrú Ameríka.
- 18. september - Bandaríska hljómsveitin KISS kom í fyrsta sinn fram án andlitsfarða á MTV.
- 19. september - Sankti Kristófer og Nevis fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 23. september - Gulf Air-flug 771 hrapaði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir að sprengja sprakk í farangursrými. 117 létust.
- 24. september - Fyrsta hljómplata Red Hot Chili Peppers kom út.
- 26. september - Ástralska siglingafélagið Royal Perth Yacht Club vann Ameríkubikarinn af New York Yacht Club sem hafði haldið bikarnum í 132 ár.
- 27. september - Tilkynnt var um tilurð GNU-verkefnisins með skeyti sem sent var á Usenet-fréttahópa.
- 29. september - Íslenska kvikmyndin Nýtt líf var frumsýnd í Vestmannaeyjum.
Október
breyta- 4. október - Breski athafnamaðurinn Richard Noble setti hraðamet á landi þegar hann ók eldflaugarknúna bílnum Thrust2 1.019,468 km/klst í Nevadaeyðimörkinni.
- 9. október - Jangúnsprengjutilræðið: Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Lee Bum Suk, og 21 annar létust.
- 12. október - Fyrrum forsætisráðherra Japan Kakuei Tanaka var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir mútuþægni.
- 15. október - Samtök íslenskra skólalúðrasveita voru stofnuð.
- 19. október - Maurice Bishop forsætisráðherra Grenada var myrtur í herforingjauppreisn.
- 23. október - Herskálaárásirnar: 241 bandarískir hermenn, 58 franskir hermenn og 6 líbanskir borgarar létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Beirút.
- 25. október - Urgent Fury-aðgerðin: Bandaríkjamenn hernámu Grenada.
- 25. október - Microsoft gaf út fyrstu útgáfu Word fyrir MS-DOS.
- 25. október - Ítölsku mafíuforingjarnir Tommaso Buscetta og Tano Badalamenti voru handteknir í Brasilíu.
- 30. október - Fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar í Argentínu eftir sjö ára herforingjastjórn.
Nóvember
breyta- 2. nóvember - Apartheid-stjórnarskrá Suður-Afríku var breytt svo litaðir og asískir íbúar fengu takmörkuð pólitísk réttindi.
- 6. nóvember - Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann tók við af Geir Hallgrímssyni sem gaf ekki kost á sér áfram.
- 8. nóvember - Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Rán, fórst í Jökulfjörðum og með henni fjórir menn.
- 11. nóvember - Heræfingin Able Archer 83 hófst á vegum NATO í Vestur-Evrópu.
- 15. nóvember - Norður-Kýpur lýsti yfir sjálfstæði.
- 17. nóvember - Mikligarður, stærsta verslun Íslands, var opnuð í Reykjavík í Holtagörðum við Sund. Verslunin varð gjaldþrota 1993.
- 17. nóvember - Zapatista-hreyfingin var stofnuð í Mexíkó.
- 19. nóvember - Ölkráin Gaukur á Stöng var stofnuð í Reykjavík.
- 19. nóvember - Sjö ungir Georgíubúnar reyndu að ræna Aeroflot-flugi 6833. Átta létust.
- 24. nóvember - The Colour of Magic, fyrsta bókin í Diskheimsbókaröð Terry Pratchett, kom út í Bretlandi.
- 26. nóvember - Brink's-MAT-ránið á Heathrow í London: 6800 gullstöngum var rænt.
- 27. nóvember - Júmbóþota hrapaði við Madrid á Spáni með þeim afleiðingum að 181 létust.
Desember
breyta- 1. desember - Ísland: Rás 2 hóf útsendingar.
- 2. desember - Myndbandið við lag Michael Jackson, „Thriller“, var frumsýnt á MTV.
- 4. desember - Sólmyrkvi varð kl. 12:30 GMT.
- 7. desember - Tvær farþegavélar skullu saman á flugvellinum í Madríd með þeim afleiðingum að 90 létust.
- 10. desember - Raúl Alfonsín tók við embætti sem forseti Argentínu.
- 11. desember - Áskirkja var vígð í Reykjavík.
- 17. desember - Íslenska kvikmyndin Skilaboð til Söndru var frumsýnd.
- 17. desember - 83 létust í eldsvoða á skemmtistað í Madríd á Spáni.
- 17. desember - Bílasprengja IRA sprakk utan við Harrods í London með þeim afleiðingum að 6 létust og 80 særðust.
- 19. desember - Sigurður Magnússon og Ingibjörg Daðadóttir, hjón í Stykkishólmi, áttu 75 ára hjúskapararafmæli. Eftir það lifði Sigurður í fimm mánuði en Ingibjörg í fjögur ár.
- 20. desember - Alþingi samþykkti frumvarp um kvótakerfi á fiskveiðar og gekk það í gildi 1. janúar 1984.
- 27. desember - Jóhannes Páll 2. páfi hitti tilræðismanninn Mehmet Ali Ağca í fangelsinu í Rebibbia og fyrirgaf honum.
- 28. desember - Vogur, áfengismeðferðarstöð SÁÁ, tók til starfa.
- 31. desember - Brúnei fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
Ódagsettir atburðir
breyta- Grameen banki var stofnaður í Bangladess.
- Sænska þungarokksveitin Bathory var stofnuð.
- Bandaríska hljómsveitin The Flaming Lips var stofnuð.
- Þróunarfélag Austurlands var stofnað.
- Götuleikhópurinn Svart og sykurlaust var stofnaður í Reykjavík.
- Bandaríska hljómsveitin Megadeth var stofnuð.
- Íþróttafélag Hafnarfjarðar var stofnað.
- Skáldsaga Einars Kárasonar, Þar sem djöflaeyjan rís kom út.
- Bandaríska hljómsveitin Red Hot Chili Peppers var stofnuð.
- Íslenska fyrirtækið Essemm var stofnað.
Fædd
breyta- 13. janúar - William Hung, söngvari upphaflega frá Hong Kong.
- 16. janúar - Tryggvi Sveinn Bjarnason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 18. janúar - Samantha Mumba, írsk söng- og leikkona.
- 31. janúar - Helena Paparizou, sænsk-grísk söngkona.
- 8. febrúar - Olga Syahputra, indónesískur leikari (d. 2015).
- 11. febrúar - Rafael van der Vaart, hollenskur knattspyrnumaður.
- 14. febrúar - Bacary Sagna, franskur knattspyrnumaður.
- 16. febrúar - Agyness Deyn, ensk fyrirsæta.
- 18. febrúar - Jermaine Jenas, enskur knattspyrnumaður.
- 21. febrúar - Lusine Gevorkyan, rússnesk söngkona.
- 22. febrúar - Ragna Ingólfsdóttir, íslenskur badmintonleikari.
- 23. febrúar - Mido, egypskur knattspyrnumaður.
- 25. febrúar - Eduardo da Silva, króatískur knattspyrnumaður.
- 26. febrúar - Pepe, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 2. mars - Björt Ólafsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 9. mars - Clint Dempsey, bandarískur knattspyrnumaður.
- 10. mars - Carrie Underwood, bandarísk söngkona.
- 14. mars - Taylor Hanson, bandarískur tónlistarmaður (Hanson).
- 24. mars - Þórhallur Þórhallsson, íslenskur uppistandari.
- 27. mars - Alina Devecerski, sænsk söngkona.
- 14. apríl - James McFadden, skoskur knattspyrnumaður.
- 6. maí - Adrianne Palicki, bandarísk leikkona.
- 10. maí - Gustav Fridolin, sænskur stjórnmálamaður.
- 11. maí - Holly Valance, leikkona og söngkona.
- 28. maí - Megalyn Echikunwoke, bandarísk leikkona.
- 10. apríl - Hannes Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 15. apríl - Merik Tadros, bandarískur leikari.
- 20. apríl - Heiða Kristín Helgadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1. maí - Trausti Laufdal, íslenskur tónlistarmaður.
- 6. maí - Raquel Zimmermann, brasilísk fyrirsæta.
- 18. maí - Erla Steina Arnardóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 4. júní - Emmanuel Eboue, knattspyrnumaður frá Fílabeinsströndinni.
- 8. júní - Kim Clijsters, belgísk tennisleikkona.
- 9. júní - Ásta Árnadóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 12. júní - Anja Rubik, pólsk fyrirsæta.
- 16. júní - Olivia Hack, bandarísk leikkona.
- 21. júní - Edward Snowden, bandarískur tölvunarfræðingur.
- 21. júlí - Eivør Pálsdóttir, færeysk söngkona.
- 4. ágúst - Fábio Gomes da Silva, brasilískur stangarstökkvari.
- 6. ágúst - Robin van Persie, hollenskur knattspyrnumaður.
- 14. ágúst - Mila Kunis, bandarísk leikkona.
- 18. ágúst - Mika, líbanskur söngvari.
- 20. ágúst - Andrew Garfield, bandarískur leikari.
- 14. september - Amy Winehouse, bresk söngkona (d. 2011).
- 21. september - Maggie Grace, bandarísk leikkona.
- 16. október - Loreen, sænsk söngkona.
- 20. október - Alona Tal, ísraelsk leikkona.
- 22. október - Plan B, breskur rappari og söngvari.
- 26. október - Dmitri Sychev, rússneskur knattspyrnumaður.
- 29. október - Vilhjálmur Árnason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 2. desember - Daniela Ruah, portúgölsk-bandarísk leikkona.
- 6. desember - Futuregrapher, íslenskur raftónlistarmaður.
- 6. desember - Hildur Yeoman, íslenskur fatahönnuður.
- 12. desember - Jonathan James, bandarískur hakkari (d. 2008).
- 20. desember - Jonah Hill, bandarískur leikari.
Dáin
breyta- 7. janúar - Edmund Jacobson, bandarískur læknir (f. 1888).
- 12. janúar - Guðmundur Vigfússon, reykvískur bæjarfulltrúi (f. 1915).
- 4. febrúar - Karen Carpenter, bandarísk söngkona (f. 1950).
- 8. febrúar - Sigurður Þórarinsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1912).
- 25. febrúar - Tennessee Williams, bandarískt leikskáld (f. 1911).
- 1. mars - Arthur Koestler, ensk-ungverskur rithöfundur (f. 1905).
- 3. mars - Hergé, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1907).
- 6. mars - Donald Duart Maclean, enskur njósnari (f. 1913).
- 8. mars - William Walton, breskt tónskáld (f. 1902).
- 18. mars - Úmbertó 2. síðasti konungur Ítalíu (f. 1904).
- 13. apríl - Mercè Rodoreda, katalónskur rithöfundur (f. 1908).
- 8. júní - Miško Kranjec, slóvenskur rithöfundur (f. 1908).
- 19. júní - Vilmundur Gylfason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1948).
- 25. júní - Oddbjørn Hagen, norskur skíðamaður (f. 1908).
- 1. júlí - Buckminster Fuller, bandarískur arkitekt (f. 1895).
- 9. júlí - Eðvarð Sigurðsson, íslenskur verkalýðsforingi (f. 1910).
- 29. júlí - Sigurður S. Thoroddsen, íslenskur verkfræðingur, stjórnmálamaður og knattspyrnumaður (f. 1902).
- 29. júlí - Luis Buñuel, spænskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1900).
- 31. júlí - Teresía Guðmundsson, norskur veðurfræðingur (f. 1901).
- 9. september - Luis Monti, argentínsk/ítalskur knattspyrnumaður (f. 1901).
- 25. september - Gunnar Thoroddsen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1910).
- 25. september - Leópold 3. Belgíukonungur (f. 1901).
- 25. október - Málfríður Einarsdóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1899).
- 26. október - Alfred Tarski, pólskur stærðfræðingur (f. 1901).
- 14. nóvember - Tómas Guðmundsson, íslenskt ljóðskáld (f. 1901).
- 20. nóvember - Kristmann Guðmundsson, íslenskur rithöfundur (f. 1901).
- 25. desember - Joan Miró, spænskur myndlistarmaður (f. 1893).