Heiða Kristín Helgadóttir
Heiða Kristín Helgadóttir (fædd 20. apríl 1983[1]) er íslenskur stjórnmálamaður og frumkvöðull. Hún stofnaði og leiddi Besta flokkinn og Bjarta framtíð.
Heiða Kristín Helgadóttir | |
---|---|
Fædd | 20. apríl 1983 |
Flokkur | Besti flokkurinn Björt framtíð |
Maki | Guðmundur Kristján Jónsson |
Börn | 3 |
Æviágrip og menntun
breytaHeiða Kristín Helgadóttir fæddist í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Hún er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.[2][3]
Starfsframi
breytaEftir útskrift úr háskóla vann Heiða á rannsóknarstofu fyrir gervigreind. Á sama tíma kynnti vinur hennar, Gaukur Úlfarsson, hana fyrir grínistanum Jón Gnarr. Í miðri fjármálakreppu Íslands stofnuðu Heiða og Jón Besta flokkinn árið 2009, upprunalega með það að leiðarljósi að skopstæla pólitískar venjur Íslands.[2][4] Heiða leiddi herferð Besta flokksins í borgarstjórnarkosningum Reykjavíkur árið 2010 og unnu þau óvæntan sigur sem leiddi til þess að Jón Gnarr varð Borgarstjóri Reykjavíkur. Í valdatíð Jóns sem Borgarstjóri á árunum 2010 til 2014 var Heiða ráðgjafi Jóns og trúnaðarmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Besta flokksins.[5][6][7][8]
Árið 2013 stofnaði Heiða stjórnmálaflokkinn Bjarta framtíð, arftaka Besta flokksins, með Guðmundi Steingrímssyni.[9] Hún starfaði sem formaður flokksins frá stofnun hans til loka desember 2014.[10] Í fyrstu alþingiskosningum Bjartrar framtíðar í apríl 2013, hlaut flokkurinn 8,2% fylgi sem leiddi til að sex af 63 sætum á Alþingi Íslands féllu í þeirra skaut.[11] Heiða sat sem varaþingmaður í fjarveru Bjartar Ólafsdóttur á meðan sú síðarnefnda var í fæðingarorlofi.[12]
Árið 2015 var Heiða kynnir í vikulegum stjórnmálaþætti á Stöð 2.[13]
Árið 2015 stofnaði Heiða frumkvöðlafyrirtækið EFNI ehf, markaðsfyrirtæki í Reykjavík, með bandaríska frumkvöðlinum Oliver Luckett.[14][15]
Persónulegt líf
breytaHeiða Kristín Helgadóttir er þriggja barna móðir.[2] Hún er gift Guðmundi Kristjáni Jónssyni.[16]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Heiða Kristín Helgadóttir“. Althing. 2. desember 2015.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Pendakis, Andrew (2012–13). „Joking Seriously: The Artful Political Science of Besti Flokkurinn: An Interview with the Best Party's Heiða Kristín Helgadóttir“. Meditations: Journal of the Marxist Literary Group. 26.
- ↑ „Iceland is on top of the world for women's rights“. Irish Examiner. 9. mars 2014.
- ↑ Lansford, Tom (2015). Political Handbook of the World 2015. CQ Press.
- ↑ „Icelander's Campaign Is a Joke, Until He's Elected“. The New York Times. 25. júní 2010.
- ↑ „For a Free-Form Radio Conference, a Kindred Spirit“. The New York Times. 30. október 2011.
- ↑ „Did politics ruin 'the world's coolest mayor'?“. Toronto Star. 23. júní 2014.
- ↑ „Who Else Were You Going to Vote for?“. The Yale Globalist. 22. desember 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júlí 2018. Sótt 24. júlí 2018.
- ↑ „New Party Coming Up Strong“. The Reykjavík Grapevine. 3. desember 2012.
- ↑ „Heiða Kristín hættir sem stjórnarformaður“. Björt framtíð. 15. desember 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2018. Sótt 24. júlí 2018.
- ↑ „Iceland vote: Centre-right opposition wins election“. BBC. 28. apríl 2013.
- ↑ „Nauðsynleg hreinsun átti sér stað“. Morgunblaðið. 22. ágúst 2015.
- ↑ „Heiða Kristín Helgadóttir með nýjan þátt um þjóðmál á Stöð 2“. Kjarninn. 12. janúar 2015.
- ↑ „Fresh from Iceland: Bounty of fish about to land in Denver, with a story to tell“. The Denver Post. 11. júní 2018.
- ↑ „Oliver Luckett Helps Icelandic Brand Inklaw Set Up Pop-up Atelier in New York“. WWD. 4. mars 2016.
- ↑ „Jón Gnarr gifti Heiðu Kristínu og Guðmund“. Vísir. 2. janúar 2015.