Ásmundarsafn
Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893-1982). Í safninu er árlega sett upp sýning á verkum myndhöggvarans sem ætlað er að draga fram sérstakt sjónarhorn á listsköpun hans.
Ásmundarsafn er til húsa í byggingu við Sigtún í Reykjavík sem listamaðurinn hannaði að mestu sjálfur og byggði á árunum 1942-1950. Formhugmyndir hússins eru sóttar til landa Miðjarðarhafsins, í kúluhús Araba og píramída Egyptalands. Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg húsið og verk sín eftir sinn dag og var þar stofnað safn helgað minningu hans árið 1983.
Tenglar
breyta- Ásmundarsafn Geymt 1 október 2009 í Wayback Machine