Alona Tal (fædd 20. október 1983) er ísraelsk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Supernatural, Veronica Mars og HaPijamot.

Alona Tal
Alona Tal
Alona Tal
Upplýsingar
FæddAlona Tal
20. október 1983 (1983-10-20) (41 árs)
Ár virk2003 -
Helstu hlutverk
Jo Harvelle í Supernatural
Meg Manning í Veronica Mars

Einkalíf

breyta

Tal er fædd og uppalin í Herzliya, Ísrael. Tal var meðlimur í ísraelska varnarliðinu áður en hún gerðist leikkona. Tal byrjaði ferill sinn í barna tónlistarmyndum þar sem hún lék vonda norn. Eftir það kom hún fram í auglýsingu fyrir þvottaefni.

Tal hefur verið gift leikaranum Marcos Ferraez síðan 2007.

Ferill

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Tal var í ísraelsku myndinni Lihiyot Kochav (To Be A Star). Á meðan upptökur stóðu yfir á myndinni, þá var henni boðið að leika í tveimur sjónvarpsþáttum, sem hún tók. Sá fyrri var sápuóperan Tzimerim, um líf fjölskyldu sem rak hótel; sá seinni var HaPijamot (The Pyjamas), grínþáttur um hljómsveit sem átti erfitt að komast áfram í tónlistariðnaðinum. Þátturinn rann í fimm ár og gaf Tal tækifæri á að sýna tónlistarhæfileika sinn. Þó að hún lék aðalhlutverkið í þrjú ár, þá kom hún fram í fjórðu seríunni í nokkrum þáttum. Eftir það þá tók hún upp nokkur lög með ísraelska rapparanum Subliminal.

Eftir annasama vinnu, þá flutti, Tal til New York City til þess að lifa með systur sinni. Þar kynntist hún Wyclef Jean og tók upp lag með honum, þar sem hún syngur viðlagið á herbresku.

Fyrsta stóra sjónvarpshlutverk hennar var í Veronica Mars sem Meg Manning sem hún lék frá 2004-2005. Persóna Tal var ein af vinkonum Veronicu Mars. Tal sóttist upprunalega eftir að leika Veronicu Mars, og var valkostur númer tvö fyrir hlutverkið. Rob Thomas, höfundur þáttarins líkaði svo við Tal að hann bjó til aukahlutverk sérstaklega fyrir hana.

Hefur hún komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: Crime Scene Investigation, Commander in Chief, Ghost Whisperer, Knight Rider, Lie to Me og The Killing.

Árið 2006 var Tal boðið gestahlutverk í Supernatural sem Jo Harvelle sem hún lék með hléum til ársins 2011.

Tal leikur núna eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþættinum Cult sem Kelly Collins en fyrsti þátturinn var frumsýndur í febrúar 2013.

Tal hefur komið fram í kvikmyndum á borð við College, Kalamity og Broken City.

Kvikmyndir og þættir

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2003 Lihiyot Kochav Lilach Aðalhlutverk
2007 Taking Five Devon Aðalhlutverk
2007 Half Past Dead 2 Ellie
2008 College Gina
2010 Kalamity Ashley
2010 Night of the living Dead:Origins 3D Helen Cooper
2010 Halo: Reach Kat Tölvuleikur
Talaði inn á
2010 Undocumented Liz
2010 Kalamity Ashley
2011 Night of the Living Dead: Origins 3D Helen Cooper Í eftirvinnslu
2013 Broken City Kate Kvikmyndatökur í gangi
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2003–2006 HaPijamot Alona Tal Aðalhlutverk (sería 1–3)
gestahlutverk (sería 4)
2004–2006 Veronica Mars Meg Manning 10 þættir
2005 CSI: Crime Scene Investigation Tally Jordan Þáttur: Room Service
2006 Cold Case Sally - 1988 Þáttur: 8 years
2006 7th Heaven Simon's Mystery Friend Þáttur: Highway to Cell
2006 Commander in Chief Courtney Winters Þáttur: State of the Unions
2006–2011 Supernatural Jo Harvelle 7 þættir
2007 Cane Rebecca Vega (née King) 13 þættir
2008 The Cleaner Jackie Kemp Þáttur: Rag Dolls
2008 Ghost Whisperer Fiona Raine Þáttur: Firestarter
2009 The Mentalist Natalie Þáttur: Crimson Casanova
2009 Knight Rider Julie Nelson Þáttur: Knight and the City
2009 Party Down Heather Þáttur: California College Conservatives Union Caucus
2009 Monk Molly Evans Þáttur: Mr. Monk and the End: Part 2
2010 Independent Lens Hannah Senesh Sjónvarps heimildarmynd
2010 Lie to Me Becky Turley Þáttur: React to Contact
2010 Leverage Kaye Lynn Gold Þáttur: The Studio Job
2010 The Defenders Ashley Þáttur: Nevada v. Carter
2011 Pretty Little Liars Simone Þáttur: Careful What U Wish 4
2011 Yaldey Rosh Ha-Memshala Libi Agmon ónefndir þættir
2011 The Killing Aleena Dizocki Þáttur: Beau Soleil
2011 Against the Wall ónefnt hlutverk 2 þættir
2011 Powers Zora Kvikmyndatökur í gangi

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Constellation verðlaunin

  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Abandon All Hope fyrir Supernatural.

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta