Patreksfjörður er þorp í Vesturbyggð við samnefndan fjörð sem er syðstur Vestfjarða. Aðalatvinnugreinar eru sjávarútvegur, fiskvinnsla og þjónusta. Íbúar voru 675 árið 2019.

Patreksfjörður

Þéttbýli fór að myndast um 1900 á Vatneyri og Geirseyri sem óx nokkuð hratt mesta 20 öldina eftir því sem útgerð, fiskvinnsla og viðskipti með fiskafurðir óx.

Áður var verslunarstaðurinn á Vatneyri, sem er lág eyri þar sem eitt sinn var stöðuvatn eða sjávarlón. Lónið var grafið út árið 1946 og Patrekshöfn gerð þar. Núverandi byggð er hins vegar að mestu leyti á Geirseyri og var byggðin stundum kölluð Eyrarnar í fleirtölu. Vatneyri/Geirseyri var verslunarhöfn á tímum einokunarverslunarinnar. Vísir að þorpi tók að myndast með fyrstu þurrabúðunum þar um miðja 19. öld.[heimild vantar]

Landnám

breyta

Fjörðurinn heitir eftir Patreki biskup(en) í Suðureyjum.[1] Landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson sem var frá Suðureyjum nefndi fjörðinn eftir honum.[1]

Úr Landnámabók Sturlu:

 
Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga) Patreki byskupi í Suðureyjum. (Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba.
 

Eftir vetursetu tók Örlygur sig upp úr Örlygshöfn í sunnanverðum Patreksfirði, sigldi suður fyrir Breiðafjörð og Snæfellsnes, inn Faxaflóa og settist að á Kjalarnesi.

Tengill

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Svavar Jóhannson (3. júlí 1986). „Ritað eftur lestur blaðsins „Land". Morgunblaðið. bls. 47.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.