Eivør Pálsdóttir
Eivør Pálsdóttir (f. 21. júlí 1983 í Syðrugøtu, Færeyjum) er söngkona og tónskáld.
Eivør | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Eivør Pálsdóttir 21. júlí 1983 Syðrugøta, Færeyjar |
Störf |
|
Ár virk | 1996–núverandi |
Útgáfufyrirtæki | TUTL |
Vefsíða | eivor |
Ferill
breytaTólf ára að aldri fór Eivør í söngferðalag til Ítalíu sem einsöngvari með færeyskum karlakór og þrettán ára gömul kom hún fyrst fram í færeysku sjónvarpi. Sama ár vann hún færeyska söngvakeppni. Fimmtán ára gömul gekk hún til liðs við hljómsveitina Clickhaze.
Ári seinna eða árið 2000 kom út hennar fyrsta tónskífa Eivør Pálsdóttir. Árið 2001 vann hún tónlistarverðlaunin Prix Føroyar. Árið 2002 fór Eivør til Reykjavíkur í tónlistarnám. Hún varð aðalsöngvari jasshljómsveitarinnar Yggdrasils sem gaf út sína fyrstu tónskífu það ár. Eivør gaf út rokkalbúm með Clickhaze sama sumar og fór í hljómleikaferð til Færeyja, Svíþjóðar, Danmerkur (Hróarskelduhátíðin), Íslands og Grænlands.
Önnur sólóplata Eivarar var Krákan og var Eivør tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í þremur flokkum árið 2003 og hlaut verðlaun sem besti söngvari og besti flytjandi ársins. Eivør söng einnig með sinfóníuhljómsveit Færeyja og söng einsöng í óperunni Firra.
Þriðja plata hennar er Eivør sem kom út í nóvember 2004.
Eivør var valin Færeyingur ársins 2004 og lék sama ár á færeysku tónlistarhátíðinni G! Festival. Árið 2005 þá fékk hún íslensku leiklistarverðlaunin Gríma fyrir tónverk og flutning í verkinu Úlfhamssaga.
Platan Mannabarn kom út árið 2007, framleidd af Dónal Lunny. Platan kom út á íslensku og færeysku. Hún hlaut færeysku tónlistarverðlaunin Planet Awards 2006 og 2009 sem besta söngkona ársins.[1][2]
Árið 2010 kom út platan Larva. Hér sýndi Eivör á sér nýjar hliðar með því að fjarlægjast þjóðlagastíl síðustu ára og reyndi fyrir sér sér í tilraunakenndara og hrárra sándi. Áhrifin koma svo víða að; má þar nefna indítónlist, popp, trip-hop, ambient, rokk, teknó, acid djass og klassíska tónlist.
Plöturnar the Room (2012) og Bridges (2015) innihéldu einungis lög á ensku.
Árið 2021 vann hún tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.
Útgáfur
breyta- Eivør Pálsdóttir (SHD 50, tutl 2000)
- Clickhaze (HJF 91, tutl 2002)
- Yggdrasil (HJF 88, tutl 2002)
- Krákan (12T001, 12 tónar 2003)
- Eivør (12T010, 12 tónar 2004)
- Trøllabundin (ásamt the Big band of Danmarks Radio 2005)
- Human Child (2007)
- Mannabarn (R60116-2, RecArt Music 2007)
- Eivör Live (SHD125, tutl 2009)
- Undo your mind EP (Copenhagen Records 2010)
- Larva ( Copenhagen records 2010)
- The Room (2012)
- Bridges (2015)
- Slør (2015)
- Slør (2017, útgáfa á ensku)
- Segl (2020)
- Enn (2024)
Tenglar
breyta- Eivor.com Vefsetur Eivarar
- Eivør á LyricWiki (textar)
- Í Gøtu ein dag Geymt 26 febrúar 2005 í Wayback Machine (Færeyskur texti gamallar ballöðu, sunginn á fyrstu plötu Eivarar)
- Faroe Mission in London - Dimmalætting Awards Eivør... Geymt 11 mars 2007 í Wayback Machine (Fréttabréf færeyska útvarpsins frá 14. febrúar 2005)
- Eivør á BBC4, 17. mars 2006 Geymt 10 september 2006 í Wayback Machine
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Eivør Pálsdóttir“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. september 2006.
- ↑ „Hesi vunnu Planet virðislønir“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2012. Sótt 13. apríl 2011.
- ↑ Planetir til tey bestu[óvirkur tengill]