Lögregla
Lögregla er stofnun á vegum framkvæmdavalds sem hefur það hlutverk að gæta að almannaöryggi og halda upp lögum og reglu og rétt til þess að beita valdi í því skyni. Löggæslustofnanir hafa yfirleitt bæði forvarnarhlutverk með því að fækka og koma í veg fyrir afbrot og einnig rannsóknarhlutverk með því að rannsaka afbrot þannig að unnt sé að höfða sakamál fyrir dómstólum og refsa hinum brotlegu.