Futuregrapher

Futuregrapher, eða Árni Grétar Jóhannesson (fæddur 6. desember 1983), er íslenskur raftónlistarmaður og einn stofnenda Möller Records. Hann hefur gefið út þrjár breiðskífur, ‘LP’, ‘Skynvera’ og 'Hrafnagil', og spilað víða við góðar undirtektir - m.a. á Iceland Airwaves, Sonar Reykjavík, Aldrei Fór Ég Suður, Extreme Chill og bæði í N-Ameríku og Evrópu. Futuregrapher hefur gefið út fjöldan allan af smáskífum - og gert endurhljóðblandanir fyrir marga, t.a.m. Mick Chillage, Samaris, Ghostigital og Kimono. Árni Grétar starfar einnig í hljómsveitinni Royal, ásamt Birni Kristjánssyni (Borko), og með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni (Jón Ólafsson & Futuregrapher).

Futuregrapher
Fæddur Árni Grétar Jóhannesson
6. desember 1983 (1983-12-06) (37 ára)
Patreksfjörður,

Fáni Íslands Íslandi

Starf/staða Raftónlistarmaður
  Þessi tónlistargrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.