Red Hot Chili Peppers

Red Hot Chili Peppers er bandarísk rokkhljómsveit frá Los Angeles í Kaliforníu. Hljómsveitin var stofnuð af þeim Anthony Kiedis, Michael 'Flea' Balzary, Jack Irons og Hillel Slovak.

Red Hot Chili Peppers
Red Hot Chili Peppers árið 2006, frá hægri til vinstri: Flea, Kiedis, Smith og Frusciante.
Red Hot Chili Peppers árið 2006, frá hægri til vinstri: Flea, Kiedis, Smith og Frusciante.
Upplýsingar
UppruniLos Angeles, Kalifornía, Bandaríkin
Ár1983 – í dag
StefnurÖðruvísi rokk
Fönk rokk
ÚtgefandiEMI
Warner Bros. Records
MeðlimirAnthony Kiedis
John Frusciante
Flea
Chad Smith
Vefsíðawww.redhotchilipeppers.com

Árin 1983 - 1990

breyta

Hljómsveitin var stofnuð árið 1983 og hét þáTony Flow and the Miraculously Majestic Masters of Mayhem en nafnið breytist fljótt í Red Hot Chili Peppers. Fjórmenningarnir söfnuðu í kringum sig stórum hópi aðdáenda miðað við að þeir höfðu ekki enn gefið út plötu, fólki fannst gaman af þessari hljómsveit aðallega útaf brjáluðum sviðsframkomum og hvað það var mikið stuð á tónleikum með þeim. Sem dæmi komu þeir oft fram alveg naktir eða með sokka á kynfærunum.

Árið 1983 sömdu þeir við upptökufyrirtæki en Irons og Slovak hættu í bandinu til að einbeita sér að öðru verkefni þeirra, What Is This?. Inn komu í staðinn Cliff Martinez á trommur og Jack Sherman á gítar. Þeirra fyrsta plata sem bar nafnið Red Hot Chili Peppers, en hún kom út árið 1984. Platan olli aðdáendum vonbrigðum og var talið að Andy Gill, upptökustjóri, hafi ekki staðið sig vel og ekki náð að fanga andann sem áður hafði komið fram á tónleikum sveitarinnar. Tónleikaferðalagið í kjölfar plötunnar olli líka vonbrigðum vegna vandamála á milli gítarleikarans Sherman og hinna í hljómsveitinni, sem endaði að með því að hann var rekinn árið 1985. Þetta olli því hins vegar að Slovak kom aftur í bandið.

Árið 1986 tók George Clinton (úr Parliament-Funkadelic) við upptökustjórnun og þeir félagar Kiedis, Flea, Slovak og Martinez tóku upp undir stjórn Clintons, plötuna Freaky Styley. Plötunni var lýst sem fönki í hröðum pönk stíl. Platan innihélt meðal annars endurgerð af lagi Sly & the Family Stone, If You Want Me To Stay, og smellina Jungle Man og Catholic School Girls Rule, sem áttu eftir að heyrast í útvarpsstöðvum framhaldsskóla. Platan náði þó ekki til almennings. Sama ár yfirgaf Martinez bandið, fljótlega eftir útgáfu "Freaky Styley" og Jack Irons hlaut hlutverk trommuslagara á ný.

Næsta plata var gefin út í september 1987 og var tekin upp af Michael Beinhorn. Sú plata fékk nafnið The Uplift Mofo Party Plan og var eina platan sem hinir fjórir upprunalega Red Hot Chili Peppers meðlimir tóku upp saman. Þessi plata var fyrsta plata þeirra til að komast á topp 200 listan í Billboard, samt sem áður var velgengni plötunnar ekki eins mikil og hún hefði getað verið. Hljómsveitin hélt í tónleikaferðalag til Evrópu í fyrsta sinn en fíkniefna-vandamál Slovaks urðu til þess að hann varð næstum rekinn. Hann náði sér samt á strik á ferðalaginu um Evrópu 1988 og öll vandamál virtust leyst. En þann 27. júni ’88 fannst Slovak látinn í íbúðinni sinni eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni. Irons hætti skömmu síðan því hann vildi ekki halda áfram vegna dauða vinar síns.

Kiedis og Flea ákváðu að halda áfram með bandið og fengu til sín þá D.H. Peligro á trommur og Dwayne 'Blackbird' McKnight á gítar. Þeir stoppuðu samt stutt og fljótlega voru þeir Chad Smith (trommur) og John Frusciante (gítar) komnir í bandið. Næsta plata þeirra, Mother’s Milk einkenndist af fönki, rappi, metal og jazzi og kom út í ágúst 1989. Á plötunni er lag Jimi Hendrix, Fire, spilað og er það seinasta upptakan sem tekin var með Slovak. Fyrsta lagið þeirra sem náði á top 10 lista í Bandaríkjunum, Knock Me Down, Stevie Wonder lagið Higher Ground, lagið Magic Johnson (tileinkað uppáhalds körfuboltafélagi þeirra; L.A. Lakers), Stone Cold Bush og Pretty Little Ditty náðu að koma hljómsveitinni á blað í tónlistarheiminum. Þeir ferðuðust um allan heim í níu mánuði og nutu gífurlegra vinsældra.

Árin 1990-2006

breyta

Red Hot Chili Peppers réðu Rick Rubin til að taka upp fimmtu plötuna. Sú plata, Blood Sugar Sex Magik, var tekin upp 1991 og gefin út í september, átti eftir að veita bandinu heimsfrægð. Platan innihélt frábær lög eins og Give It Away (fyrsta lagið þeirra til að komast í 1. sæti vinsældarlista), Under The Bridge, Breaking The Girl og Suck My Kiss. Platan seldist í 7 milljón eintökum í Bandaríkjunum einum. Blood Sugar Sex Magic hefur stundum verið köllum besta plata Red Hot Chili Peppers, frábær blanda af fönki, metal, pönki, hip-hopi, rokki og smá blús með.

Frægðin fór þó illa í John Frusciante og átti hann erfitt með að höndla frægðina. Þetta átti í för með sér að samskipti hans við hina meðlimi sveitarinnar urðu verri og verri og endaði það með því að hann hætti í maí 1992. Hins vegar kom Dave Navarro í hans stað.

Eina plata þeirra með Navarro, One Hot Minute var gefin út árið 1995 og fékk misgóða dóma, aðalega vegna samskiptaörðuleika hjá Navarro og hinna í bandinu. On Hot Minute einkennist af funk/metal/jazzi en samt var aðeins meiri áhersla á harðan metal og á plötunni voru nokkur af lengstu lögum Red Hot Chili Peppers. Fyrir utan lélega dóma komu fram á plötunni smellirnir My Friends, Warped, Aeroplane og Coffee Shop. Snemma á árinu 1998 hætti svo Navarro til að einbeita sér að sólóferli sínum. One Hot Minute seldist í 4 milljónum eintaka. Þeir félagar í Red Hot Chili Peppers vilja í dag samt ekki líta á þessa plötu sem Red Hot Chili Peppers plötu heldur eins konar tilraun. Þeir unnu miklu meira í stúdíói en þeir höfðu gert áður og var vinnan við þessa plötu mjög mikil. Lögin voru flóknari og textarnir voru dýpri eða þeir lýsa meira tilfinningum. Eftir að Navarro hætti, spilaði bandið aldrei lög af One Hot Minute nema kannski að stundum spilaði Flea lagið Pea. Ástæðan fyrir því var að lögin voru ekki í stíl John Frusciante.

Frusciante kom aftur í sveitina 1998 eftir að hafa eytt tíma í afvötnun og gefa út tvær sóló plötur. Hann hjálpaði til með næstu plötu; Californication, sem kom út 1999. Platan átti þrjú lög í fyrsta sæti vinsældarlistana, þau Scar Tissue (vann Grammy-verðlaun), Otherside og Californication en lög á borð við Around the World og Road Trippin urðu einnig nokkuð vinsæl. Hljómsveitin fór í tveggja ára tónleikaferðalag og voru nokkrir af þeirra stærstu tónleikum haldnir þ.a.m í Moskvu fyrir 200.000 manns.

Eftir að hafa farið aftur í stúdío í nóvember 2001, gaf Red Hot Chili Peppers plötuna By The Way. Þessi plata er lang rólegasta plata þeirra félaga og inniheldur hún tvö lög sem fóru í efsta sæti vinsældarlista; By The Way og Can't Stop. The Peppers fóru á tveggja ára tónleikaferðalag og gáfu út annan DVD disk, Live At The Slane Castle árið 2003 og tóku upp lög fyrir Greatest Hits plötuna. Árið 2004 gáfu þeir síðan sína fyrstu hljómleika-plötu og er hún tekin upp í Hyde Park í London og heitir hún einfaldlega Live In Hyde Park.

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta