Trausti Laufdal

íslenskur tónlistarmaður

Trausti Laufdal Aðalsteinsson (f. 1. maí 1983) í Reykjavík er íslenskur tónlistarmaður. Hann er söngvari og gítarleikari hljómsveitanna Lokbrá og Pontiak Pilatus.[1] Hann er sonur hjónanna Aðalsteins Péturssonar úr Laxárdal í Þingeyjarsýslu og Hafdísar Laufdal Jónsdóttur úr Vestmannaeyjum.

Hann byrjaði ferilinn 14 ára í hljómsveinni Kamikazee sem var sett saman í Hólabrekkuskóla fyrir hæfileikakeppni Grunnskólanna Skrekk árið 1997. Þar spilaði hann á gítar og söng en hljómsveitin breytti fljótt um nafn eftir keppnina og hlaut nafnið Moðhaus. Aðrir meðlimir Moðhauss voru þeir Arnar Ingi Viðarsson trymbill , Magnús Kjartan Eyjólfsson gítarleikari og söngvari og Þorsteinn Kr. Haraldsson bassaleikari. Moðhaus var undir miklum áhrifum frá hljómsveitum eins og Maus, Botnleðju, Ensími, 200.000 naglbítum, Green Day og svo framvegis. Hljómsveitin tók þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík árið 1998 og síðan ári seinna í Músíktilraunum þar sem hljómsveitin komst í úrslit og vakti mikla athygli þrátt fyrir ungan aldur. Moðhaus varð mjög vinsæl unglingahljómsveit og spilaði mikið í félagsmiðstöðvum, skólum og skemmtistöðum í Reykjavík þar til hún lagði upp laupana um aldarmótin.

Í kringum 2000 gekk Trausti til liðs við menningartímaritið Sánd og starfaði þar í ritstjórn og sem penni í til ársins 2003 samhliða sem hann sá um tónlistarumfjöllun í unglingatímaritinu Smellur. Á þessum árum vann Trausti einnig sem rótari hjá hljómsveitinni Maus, sem og hann stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Á árunum 2000-2002 var Trausti lauslegur meðlimur í hljómsveitinni XXX Rottweilerhundar en var svo ráðinn sem söngvari og gítarleikari af þeim Baldvini Albertssyni og Óskari Þór Arngrímssyni í nýstofnuðu hljómsveitina Lokbrá. Eftir einhverjar mannabreytingar var hljómsveitin Lokbrá loks fullskipuð þegar Oddur Ingi Þórsson (fyrrverandi meðlimur Oblivion og Rými) gekk til liðs við bandið sem bassaleikari og söngvari.

Lokbrá byrjaði ferilinn í sundlauginni í Mosfellsbæ sem vinahljómsveit þeirra Sigur Rós hafði þá nýverið fjárfest en fór síðan fljótt eftir í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Radiohead og því hafði hljómsveitin þessa fullkomnu aðstöðu útaf fyrir sig í nokkra mánuði. Þarna þróaði hljómsveitin sitt sánd og fór fljótlega að vekja mikla athygli fyrir spilagleði, brjálaða sviðsframkomu og endalausa spilamennsku út allar trissur. 2003 hljóðritaði hljómsveitin jólasálminn Ó Helga Nótt ásamt Sigurði Guðmundssyni.

Árið 2003 hljóðritaði hljómsveitin jólasálminn Ó Helga Nótt ásamt Sigurði Guðmundssyni.

Útsetningin á laginu var nokkuð framstefnuleg og bar keim af þessum dýnamíska prógressíva rokk hljóm sem einkenndi Lokbrá.

Á þessum tíma fer hljómsveitin fljótt að geta sér gott orð fyrir kraftmikla og oftar en ekki ófyrirsjáanlega sviðsframkomu. Lokbrá voru báði háværir og spilaglaðir og sú orka smitaðist hvert sem þeir fóru.

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson (Bigital , Maus) tók svo hljómsveitina upp á sína arma síðla árs og hóf af pródúsera og taka upp fyrstu breiðskífu sveitarinnar Army Of Soundwaves.

Platan var mestmegnið hljóðrituð í Klink og Bank , en söngurinn var tekinn upp í Blackheath í London.


Fyrsta lagið sem kom út af plötunni var „Nosirrah Egroeg“, sem að var óður til hljómlistamannsins George Harrison sem þá var nýlátinn.

Hljómsveitin fékk til liðs við sig gítar hetjuna Björgvin Gíslason til þess að spila á sítar í laginu, sem að óneitanlega gaf laginu þennan áþreifanlega Bítlahljóm.

Lagið vakti mikla lukku og hljómaði mikið á öldum ljósvakans , og kom Lokbrá á kortið í Íslensku tónlistarsenunni.

Breiðskífan Army of Sounwaves kom svo út 12.Maí 2004 og innihélt 11 lög , þar af tvö tökulög.

Annars vegar þjóðlagið dramatíska Á Sprengisandi , sem að Lokbrá gerðu algerlega að sínu, villt rokk í bland við langa síkadelíska sólókafla.

Hins vegar var það lagið Óskasteinar , og fengu þeir söngkonuna Katarínu Mogensen (Mammút) til þess að syngja lagið.

Næsta lag sem að Lokbrá sendi frá sér var diskó rokk bomban Stop The Music , og í þetta skipti tóku strákarnir upp tónlistarmyndband til þess að fylgja eftir laginu.

Lagið fékk mikla athygli og spilun í útvarpinu , en einnig vakti tónlistarmyndbandið lukku.

Á þessum tíma var Lokbrá gríðarlega virk í spilamennsku út um allt land og þá sérstaklega á skemmtistaðnum Grand Rokk þar sem hljómsveitin var orðin einskonar húsband.

Þar spiluðu þeir sérstaklega mikið með vinaböndum sínum , Jan Mayen , Ælu , Noise , Dáðadrengjum og Coral.


Árið 2007 semur hljómsveitin sína aðra breiðskífu , rokk söngleikinn Fernandó.

Verkið var sándið sem Lokbrá hafði alltaf leitað af , kraftmikið og lifandi , undir miklum áhrifum frá Bítlunum , Led Zeppelin , Trúbrot og Radiohead svo einhverjir séu nefndir.


Platan var hljóðrituð á einni helgi heima hjá meistara Rúnari Júlíussyni (Hljómar, Trúbrot ) , í hljóðverinu hans Geimsteini.


Upptökurnar komu einstaklega vel út , en skömmu síðar þegar meðlimir hljómsveitarinnar ætla að klára plötuna þá kemur það í ljós að harði diskurinn sem að platan var tekin upp á hafði hrunið og hafði það einstaklega mikil áhrif á meðlimi.

Bandið hætti störfum skömmu síðar og fóru meðlimir allir í sína áttina. Mörgum árum seinna er harði diskurinn sendur út til Belgíu þar sem að einhver snillingur nær að finna alla hljóðfælana , nema hvað að það þurfti að raða þeim öllum upp á nýtt og því fóru drengirnir í það að pússla saman lögunum.

Mörgum árum síðar er harði diskurinn sendur út til Belgíu þar sem að einhver snillingur nær að finna alla hljóðfælana , nema hvað að það þurfti að raða þeim öllum upp á nýtt og því fóru drengirnir í það að pússla saman lögunum.

Þegar lögunum var komið loks saman fengu Lokbrá , sem að þá voru í raun ekki starfandi þá Svein Helga Halldórsson og Friðrik Helgason til þess að hljóðrita song og hljóðblanda plötuna.

Síðan þá hefur ekkert spurst til Fernandó nema hvað að lagið “Koss Mjallhvítar” var gefið út og er það eina útgefna lagið af þessum “bölvaða” söngleik.


Árið 2008 hóf Trausti nám við Hljóðvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna og stúderaði þar hljóðvinnslu og í raun allt sem kemur að tónlist og hljóðupptökum.

Þar kynnist hann tónlistarmanninum Eyþóri Inga Gunnlaugssyni og sömdu þeir og hljóðrituðu saman lagið Lífsmynd (Hún mun aldrei gleyma þér). Ári seinna útskrifast Trausti sem hljóðmaður og kemur sér upp síðu eigin hljóðveri heima hjá sér.

Ári seinna útskrifast Trausti sem hljóðmaður og kemur sér upp síðu eigin hljóðveri heima hjá sér.

Hann byrjaði að safna gömlum og sjalgæfum hljóðvinnslugræjum , og þá sérstaklega míkrafónun framleiddir 1950-1980.

Allt var það partur af því að skapa einstakan hljóm sem að bæði má kalla gamaldags og framúrstefnulegan.

Þarna byrjar hann að hljóðrita sjálfur sitt eigið efni , ásamt því að búa til síkadelíska hljóðveggi og framúrstefnuleg lög og kallaði það oft hljóðvísindi.


Árið 2009 setur hann saman hljómsveitina Pontíak Pílatus

Meðlimir voru þeir Óskar Þór , Aðalsteinn Laufdal , Gunnar Skjöldur og Þór S Carlsson.

Hljómsveitin spilaði um víða völl en var þó skammlíf en lagið “Lífið er of stutt” má finna finna á öllum helstu streymisveitum.


Sama ár hefur Trausti samstarf við Keflvíska rapparann Kaftein Hafstein.

Þeir settu saman hljómsveitina Kafteinn Hafsteinn og Áhöfnin.

Verkefnið var einhverskonar rokk / rapp blanda , sem var eitthvað sem ekki hafði verið gert áður í Íslensku hipphoppi.

Hljómsveitin hljóðritaði tvö lög í Gróðurhúsinu , Tálkvendið og Allt sem við gerum áður en hljómsveitin lagði upp laupana eftir stuttan feril.

En þeir Kafteinn Hafsteinn og Trausti héldu áfram sínu samstarfi og gáfu út árið 2000 lögin Von og Kynnist Mér.


2010 kemur út hljómplatan Evu sem Gísli “Gímaldin” Magnússon samdi við ljóð Evu Hauksdóttir.

Á þeirri plötu syngur Trausti þrjú lög.


Á þessum tíma byrjar Trausti að vinna náið með Sveini Helga Halldórssyni hljóðvinnslu snilling sem var þá bassaleikari í hljómsveitunum Ælu og Jan Mayen.


Þeir félagar smíðuðu saman hljóðver sem gekk undir nafninu Stúdíó F.I.T.L.

Í því hljóðveri byrjar Trausti að setja saman sína fyrstu plötu sem sóló listamaður í nánu samstarfi við Svein.


2014 kemur út fyrsta sóló plata Trausta sem hét einfaldlega Trausti Laufdal

2018 Kemur út önnur sóló plata Trausta sem kallast The Alice Sessions


Tilvísanir breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.