Nýtt líf
- Fyrir tímaritið, sjá Nýtt líf (tímarit).
Nýtt líf er fyrsta kvikmynd þríleiksins um Danna og Þór eftir Þráin Bertelsson. Í þessari mynd reyna þeir fyrir sér í fiskiðnaðinum.
Nýtt líf | |
---|---|
![]() DVD hulstur | |
Leikstjóri | Þráinn Bertelsson |
Handritshöfundur | Þráinn Bertelsson |
Framleiðandi | Jón Hermannsson Nýtt líf sf |
Leikarar | Eggert Þorleifsson Karl Ágúst Úlfsson |
Frumsýning | 1983 |
Lengd | 84 mín. |
Tungumál | íslenska |
Aldurstakmark | ![]() |
SöguþráðurBreyta
Matsveinninn Daníel, leikinn af Karli Ágústi Úlfssyni og veitingaþjónninn Þór, leikinn af Eggerti Þorleifssyni eru reknir af Hótel Sögu vegna ruddalegrar framkomu við matargest. Þeir ákveða því að söðla um og byrja „nýtt líf“ - í Vestmannaeyjum. Þeir sigla undir fölsku flaggi og ráða sig í vinnu hjá stærsta fiskvinnslufyrirtækinu í Eyjum, þar sem þeir kynnast m.a. Víglundi verkstjóra, („Þú ert kallaður Lundi, er það ekki?“), bónusvíkingnum Axel, Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu, Maríu Lundadóttur og skipstjóranum hjátrúarfulla, sem og fjölmörgum öðrum ógleymanlegum persónum.
AnnaðBreyta
Tónlistin í myndinni er meðal annars leikin af hljómsveitinni Tappa Tíkarass, með söngkonuna Björk Guðmundsdóttur í fararbroddi.