Edward Joseph Snowden (fæddur 21. júní 1983) er fyrrum verktaki hjá NSA (National Security Agency) og CIA (Central Intelligence Agency) í Bandaríkjunum sem lak háleynilegum upplýsingum um víðtækt eftirlitskerfi stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi og njósnir þarlendra yfirvalda um þegna sína í gegnum símkerfi og internetkerfi. Snowden hefur lýst lekanum sem viðleitni til að upplýsa almenning um hvað sé gert í hans nafni og hvaða meðulum sé beitt gegn honum.

Edward Joseph Snowden

Eftir uppljóstranir sínar í Bandaríkjunum árið 2013 flúði Snowden land og hlaut hæli í Rússlandi. Hann hlaut rússneskan ríkisborgararétt árið 2022.[1]

Tilvísanir breyta

  1. Markús Þ. Þórhallsson (27. september 2022). „Uppljóstrarinn Snowden fær rússneskan ríkisborgararétt“. RÚV. Sótt 27. september 2022.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.