Viðeyjarkirkja
Viðeyjarkirkja er kirkja í Viðey við Reykjavík. Kirkjan var hlaðin úr steini á árunum 1767 til 1774 og var að einhverju leyti notast við grjót sem gengið hafði af þegar Viðeyjarstofa var reist. Danskur arkitekt, Georg David Anthon, teiknaði kirkjuna. Hún stendur rétt hjá Viðeyjarstofu. Kirkjan var vígð árið 1774 og er næstelsta steinkirkja landsins.
Viðeyjarkirkja | ||
Viðey (21. júní 2019) TommyBee | ||
Almennt | ||
Byggingarár: | 1774 | |
---|---|---|
Arkitektúr | ||
Arkitekt: | Georg David Anthon | |
Efni: | Hlaðið steinhús | |
Kirkjurýmið | ||
Annað: | Friðuð | |
Viðeyjarkirkja er í Dómkirkjuprestakalli íReykjavíkurprófastdæmi vestra. Fornleifauppgröftur hefur sýnt að kirkja mun hafa verið byggð í Viðey á 12. öld og árið 1225 var stofnað þar klaustur af Ágústínareglu en hvatamenn að klausturstofnun voru Þorvaldur Gissurarson og Snorri Sturluson. Menn Danakonungs rændu og saurguðu klaustrið og ráku munkana burt árið 1539. Jón Arason endurreisti klaustrið og lét reisa virki í Viðey en klaustrið var svo endanlega lagt niður við siðaskiptin skömmu síðar.
Í kirkjugarðinum eru grafnir meðal annars Ólafur Stephensen stiftamtmaður og sonur hans Magnús Stephensen konferensráð og Gunnar Gunnarsson skáld.
Þjóðminjasafnið lét gera upp byggingarnar í Viðey á árunum 1967 til 1979 og árið 1987 undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar.
Innréttingar Viðeyjarkirkju eru með þeim elstu sem varðveist hafa hér á landi. Predikunarstóllinn er fyrir miðju altari sem er óvenjulegt í íslenskum kirkjum en var algengt á Norðurlöndum á 18. öld.
-
Predikunarstóll fyrir ofan altari
Tenglar
breyta- Viðeyjarkirkja á kirkjukort.net Geymt 6 mars 2016 í Wayback Machine
- Kirkjur með Sundum; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1965
- Fyrstu múrarar Íslandssögunnar; á vef Múrbæjar.
http://www.nmi.is/utgafa/byggingar-og-mannvirki/steinsteypa/nr/18/[óvirkur tengill]