Svart og sykurlaust

hópur leikara og listamanna

Svart og sykurlaust var hópur leikara og listamanna sem hélt úti götuleikhúsi á árunum 1983-1986. Mikill fjöldi manna tók þátt í starfi hópsins en lengst af voru í hópnum Kolbrún Halldórsdóttir, Guðjón Pedersen, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Guðjón Ketilsson og Brynhildur Þorgeirsdóttir. Leikhópurinn ferðaðist um Ítalíu og gerði þar kvikmyndina SOS (Schwarz ohne Zucker).

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.