Lánskjaravísitala

Lánskjaravísitala er vísitala sem var í upphafi reiknuð út frá vísitölu neyslu og byggingarvísitölunni - þ.e.a.s. að 2/3 framfærsluvísitölunnar eru lagðir saman við 1/3 af byggingarvísitölunni og þá fékkst út lánskjaravísitalan. Árið 1990 var vísitölunni breytt þannig að þrjár vísitölur giltu jafnt, vísitala neyslu, launavísitala og byggingarvísitala. Árið 1995 var vísitölunni breytt aftur þannig að nú fylgir lánskjaravísitala eingöngu vísitölu neyslu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.