Jonathan James
Jonathan James (12. desember 1983 - 18. maí 2008) eða c0mrade er einn alræmdasti tölvurefur Bandaríkjana. Hann hlaut heimsfrægð þegar hann varð fyrsti tölvurefurinn til að afplána fangelsisdóm aðeins 16 ára gamall.
Stærstu innbrot James voru hátt settar stofnanir. Hann setti inn leynilegar bakdyr á kerfi DTRA (Defense Threat Reduction Agency server). DTRA er þjónusta innan Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjana sem sér um að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra gegn kjarnorku- og efnavopnaárásum. Bakdyrnar sem hann bjó til veittu honum aðgang að viðkvæmum tölvupóstum og afrit af notendanöfnum og lykilorðum starfsmanna.
James braust einnig inn í tölvukerfi NASA og stal hugbúnaði upp á 7,1 milljón bandarikjadala. Samkvæmt dómsmálaráðuneyti bandaríkjana var þetta hugbúnaður sem stjórnaði mikilvægum búnaði í alþjóðlegu geimstöðinni, þar á meðal hita og raka inni í stöðinni. NASA neyddist til að loka tölvukerfum sínum.
Jonathan James framdi sjálfsmorð árið 2008.