Fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar
Fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar er heiti á fyrstu ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem sat frá 26. maí 1983 til 8. júlí 1987. Ráðuneytið var samsteypustjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Ráðherrar
breyta- Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra
- Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra til 24. janúar 1986
- Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra til 16. október 1985, iðnaðarráðherra frá 16. október 1985 til 24. mars 1987
- Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra
- Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, samstarfsráðherra Norðulandanna frá 16. október 1985
- Jón Helgason, landbúnaðarráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra
- Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, heilbrigðisráðherra til 16. október 1985, viðskiptaráðherra frá 16. október 1985
- Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, ráðherra Hagstofu Íslands og samstarfsráðherra Norðurlandanna til 16. október 1985, utanríkisráðherra frá 24. janúar 1986.
- Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra til 16. október 1985, heilbrigðisráðherra frá 16. október 1985
- Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra til 16. október 1985, menntamálaráðherra frá 16. október 1985
- Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands frá 16. október 1985, iðnaðarráðherra frá 24. mars 1987