Þróunarfélag Austurlands

Þróunarfélag Austurlands (e. The Development Centre of East Iceland) var stofnað árið 1983 og starfar að framþróun í atvinnulífi og jákvæðri samfélagsþróun á Austurlandi.

Hlutverk Þróunarfélags Austurlands

breyta

Meðal helstu hlutverka Þróunarfélags Austurlands er að efla atvinnulíf og samfélag á Austurlandi, veita ráðgjöf við nýsköpun- og þróunarverkefni auk þess að veita ráðgjöf um bættan rekstur. Félagið hefur tekið þátt í fjölda verkefna á landsvísu sem og alþjóðlegum verkefnum sem ætlað er að styðja og styrkja við atvinnulífið á Austurlandi.

Saga Þróunarfélags Austurlands

breyta

Iðnaðarnefnd SSA, sem var ein af starfsnefndum Sambands Sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, (nú Austurlandi), fjallaði um það fyrst árið 1979 að stofna Iðnþróunarfélag á austurlandi og samfara því Iðnþróunarsjóð. Árið 1980 voru lög sett á Alþingi sem gerðu ráð fyrir að styrkt væri við iðnþróun á landsbyggðinnni að því gefnu að landshlutasamtök sveitarfélaga myndu ráða iðnfulltrúa til starfa og stofna iðnþróunarfélög og iðnþróunarsjóði til eflingu á iðnaði í landshlutunum.

Árið 1980 var Halldór Árnason ráðinn fyrsti iðnaðarráðgjafi á Austurlandi af iðnaðarnefnd SSA. Hann ásamt Iðnaðarnefnd SSA gengdi því hlutverki að veita ráðgjöf og leita leiða til að efla atvinnulíf á Austurlandi. SSA lagði til skrifstofuhúsnæði og tók þátt í rekstri bifreiðar meðan Iðnaðarráðuneytið greiddi laun Halldórs.

Stofnfundur Iðnþróunarfélags Austurlands og Iðnþróunarsjóðs Austurlands var haldinn þann 20.maí 1983 á Seyðisfirði í Félagsheimilinu Herðubreið. Stofnfélagar vorum um 70 og var félagið var fjármagnað að sveitarfélögunum, fyrirtækjum, verkalýðsfélögum, einstaklingum, SSA og ríkinu. Fyrsti formaður Iðnþróunarfélagsins var Theodór Blöndal frá Seyðisfirði og fyrsti formaður Iðnþróunarsjóðs var Sveinn Þórarinsson frá Egilstöðum. Seyðisfjarðarkaupstaður lagði lengi til húsnæði fyrir starfsemi félagsins eða allt þanngað til Byggðastofnun keypti húsnæði á Egilstöðum og flutti þá félagið starfsemina yfir Fjarðarheiði í eigið húsnæði þar sem starfsemin er enn til húsa. Félagið hefur farið í gegnum nokkrar nafnabreytingar frá stofnun þess en árið 1988 var nafni þess breytt í Atvinnuþróunarfélag Austurlands, árið 1997 varð svo til Þróunarfélag Austurlands en fór starfsemi þess fram undir nafni Þróunarstofu Austurlands. Árið 2004 fékk félagið sitt núverandi nafn, Þróunarfélag Austurlands.

Heimildir

breyta
  • „Stefna“. Sótt 17.Nóvember 2009.
  • Þorvaldur Jóhannsson. „SSA og Iðnþróunarfélag Austurlands“. Þróunarfélag Austurlands 25 ára 2008. 1 (1) (2008): 3.

Tenglar

breyta