Lotus 1-2-3 var töflureiknir frá Lotus Software, sem síðar varð hluti af IBM. Lotus 1-2-3 var fyrsta lykilforrit IBM PC-tölvunnar og náði miklum vinsældum á 9. áratug 20. aldar rétt eins og VisiCalc hafði aukið vinsældir Apple II áður. Forritið var sett á markað 26. janúar 1983. Lotus 1-2-3 var markaðssett sem þrjár lausnir í einu forriti; töflur, gagnagrunnur og gröf, og þaðan dregið nafnið 1-2-3.

Lotus 1-2-3 á MS-DOS.

Lotus 1-2-3 var staðalbúnaður á skrifstofuvélum fram á 10. áratuginn, ásamt gagnagrunninum dBase frá Ashton-Tate og ritvinnsluforritinu WordPerfect. Lotus Software tókst ekki að bregðast við ört vaxandi vinsældum Windows-stýrikerfisins á einkatölvum með töflureikninum Microsoft Excel. Árið 1995 eignaðist IBM Lotus og Lotus 1-2-3 varð hluti af Lotus SmartSuite.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.