Harrods er deildaverslun við Brompton Road í hverfinu Knightsbridge í London. Versluninni er skipt upp í 330 deildir og nær yfir allt að 90.000 m2. Því er Harrods stærsta deildaverslun í Evrópu. Önnur stærsta verslun í Bretlandi er Selfridges en hún er aðeins 50.000 m2 að flatarmáli. Til samanburðar er þriðja stærsta verslun Allders í Croydon en hún nær yfir 46.000 m2. Önnur stærsta deildaverslun í Evrópu er KaDeWe í Berlín sem er 60.000 m2 að flatarmáli.

Harrods

Harrods var stofnuð árið 1834 af Charles Henry Harrod. Verslunin hefur verið á sinni núverandi staðsetningu síðan 1849. Auk verslunarinnar eru banki, fasteignasali og einkaflugfélag rekin undir merkinu Harrods. Árið 1914 var verslun opnuð í Buenos Aires en hún var seld árið 1922 og henni lokað árið 2011. Til stendur að opna þessa verslun aftur.

Síðan 1974 hafa þrjár sprengjur verið sprengdar í versluninni. Síðasta skiptið sem sprengjur voru sprengdar misstu sex manns lífið. Norður-írsku hryðjuverkasamtökin IRA stóðu á bak við árásin.

Tenglar

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.