Sally Kristen Ride (26. maí 1951 – 23. júlí 2012) var bandarískur geimfari, eðlisfræðingur og verkfræðingur. Hún fæddist í Los Angeles, hóf störf hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) árið 1978 og varð árið 1983 fyrsta bandaríska konan í geimnum. Ride var þriðja konan á heimsvísu sem fór út í geim, á eftir sovésku geimförunum Valentínu Teresjkovu (1963) og Svetlönu Savitsköju (1982). Ride er jafnframt yngsti bandaríski geimfarinn sem hefur farið út í geim, en hún var 32 ára þegar hún gerði það.[1][2]

Sally Ride
Sally Ride þann 10. júlí 1984.
Sally Ride þann 10. júlí 1984.
Fædd 26. maí 1951
Los Angeles, Kaliforníu, Bandaríkjunum
Látin(n) 23. júlí 2012 (61 árs)
San Diego, Kaliforníu, Bandaríkjunum
Tími í geimnum 14 dagar, 7 klukkustundir og 46 mínútur
Verkefni STS-7 og STS-41-G

Ride flaug tvisvar út í geim á skipinu Challenger en hætti síðan hjá NASA árið 1987. Hún vann í tvö ár hjá Stanford-háskóla, fyrst hjá alþjóðlegri öryggis- og vopnaeftirlitsstofnun skólans en gerðist síðan eðlisfræðikennari. Helstu viðfangsefni hennar voru rannsóknir á ljóseindafræði og Thomsonsdreifingu. Hún var meðlimur í nefndunum sem rannsökuðu geimferðaslys geimskipanna Challenger (1986) og Columbia (2003). Hún var eina manneskjan sem tók þátt í báðum rannsóknunum.[3] Ride lést úr briskrabbameini árið 2012.

Tilvísanir

breyta
  1. „Kennedy Space Center FAQ“. NASA/Kennedy Space Center External Relations and Business Development Directorate. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júlí 2012. Sótt 23. júlí 2012.
  2. „10 fascinating things about Astronaut Sally Ride you must know“. news.biharprabha.com. 26. maí 2015. Sótt 14. október 2018.
  3. Grady, Denise (23. júlí 2012). „Obituary: American Woman Who Shattered Space Ceiling“. The New York Times. Sótt 14. október 2018.