Soldánsdæmið Brúnei, Brúnei Darussalam eða einfaldlega Brúnei er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu með strandlengju að Suður-Kínahafi en að öðru leyti algerlega umlukt Austur-Malasíu auk þess sem malasíska héraðið Limbang skiptir landinu í tvo hluta. Brúnei er ríkt land, en olíu- og gasframleiðsla stendur undir nær helmingi landsframleiðslunnar. Soldánsdæmið er gamalt og átti sitt blómaskeið frá 15. til 17. aldar. Landið var breskt verndarsvæði frá 1888 til 1984.

برني دارالسلام
Negara Brunei Darussalam
Fáni Brúnei Skjaldarmerki Brúnei
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
(þýðing) Alltaf í þjónustu undir leiðsögn guðs
Þjóðsöngur:
Allah Peliharakan Sultan
Staðsetning Brúnei
Höfuðborg Bandar Seri Begawan
Opinbert tungumál malasíska
Stjórnarfar Soldánsdæmi

Soldán Hassanal Bolkiah
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
172. sæti
5.765 km²
8,6
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
175. sæti
415.717
67,3/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 21,907 millj. dala (120. sæti)
 - Á mann 50.440 dalir (5. sæti)
Gjaldmiðill brúneiskur dollar (BND)
Tímabelti UTC+8
Þjóðarlén .bn
Landsnúmer 673

SagaBreyta

Samkvæmt opinberri sagnaritun á soldánsdæmið rætur sínar að rekja til ríkisins P'o-li innan Srivijaya. Síðar varð það hluti af Majapahit. Brúnei varð soldánsdæmi á 14. öld undir stjórn Muhammad Shah af Brúnei sem þá hafði nýlega snúist til íslam. Ríkið náði hátindi sínum undir soldáninum Bolkiah sem ríkti frá 1485 til 1528. Þá náði soldánsdæmið yfir allan norðurhluta Borneó. Á 19. öld fór soldánsdæminu að hnigna og árið 1841 gerði soldáninn breska ævintýramanninn James Brooke að landstjóra yfir Sarawak eftir að hann hafði brotið á bak aftur uppreisn gegn soldáninum. Árið 1888 varð Brúnei að bresku verndarsvæði. Landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1984.

Efnahagslíf Brúnei óx hratt frá 8. áratug 20. aldar, aðallega vegna nýtingar gas- og olíulinda. Brúnei hefur því næsthæstu vísitölu um þróun lífsgæða í Suðaustur-Asíu á eftir Singapúr.

Árin 2014 og 2019 komst landið í kastljósið þegar soldáninn Hassanal Bolkiah ákvað að setja ströng sjaríalög; aflimanir fyrir þjófnað og dauðarefsingu fyrir framhjáhald og samkynhneigð. [1]

TilvísanirBreyta

  1. Brunei implements stoning to death under anti-LGBT laws BBC, skoðað 4. apríl, 2019.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.