Þar sem djöflaeyjan rís

Þar sem Djöflaeyjan rís er skáldsaga eftir Einar Kárason sem kom fyrst út 1983 og fjallar um líf fjölskyldu sem býr í braggahverfi á Íslandi á umrótstímum fyrstu áranna eftir Síðari heimsstyrjöldina. Bókin er fyrsti hlutinn af þríleik sem stundum hefur verið kallaður Eyjabækurnar. Sjálfstætt framhald hennar kom út í bókunum Gulleyjan (1985) og Fyrirheitna landið (1989).

Friðrik Þór Friðriksson gerði samnefnda kvikmynd eftir sögunni árið 1996.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.